eso1023is — Fréttatilkynning

Nýr þjóðarsjónauki á La Silla

TRAPPIST skannar himininn í leit að fjarreikistjörnum og halastjörnum

8. júní 2010

Nýr fjarstýrður sjónauki hefur verið tekinn í notkun í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. TRAPPIST (TRAnsiting Planets and Planetesimals Small Telescope) er helgaður rannsóknum á sólkerfum á tvennan máta: Að finna og greina reikistjörnur utan okkar sólkerfis (fjarreikistjörnur) og hins vegar til rannsókna á halastjörnum á braut um sólina okkar. Sjónaukinn er 60 cm breiður og er starfræktur frá stjórnstöð í Liège í Belgíu, 12.000 km í burtu.

„Tvær megináherslur TRAPPIST verkefnisins snúa að nýju mikilvægu þverfaglegu rannsóknasviði — stjörnulíffræði — sem miðar að rannsóknum á uppruna og dreifingu lífs í alheiminum“ segir Michaël Gillon en hann sér um rannsóknirnar á fjarreikistjörnum.

„Bergreikistjörnur sem líkjast jörðinni eru augljós skotmörk fyrir leitina að lífi utan sólkerfisins en halastjörnurnar eru taldar hafa leikið mikilvægt hlutverk í uppruna og þróun lífs á reikistjörnunni okkar“ bætir Emmanuël Jehin við en hann leiðir halastjörnuþátt verkefnisins.

TRAPPIST á að leita að fjarreikistjörnum með nákvæmum mælingum á birtuminnkun stjarna sem gætu orsakast af þvergöngu reikistjarna. Á meðan þvergöngu stendur dregur reikistjarna örlítið úr birtu stjörnunnar því hún hylur hluta ljóssins. Því stærri sem reikistjarnan er, því meira ljós hylur hún og því meira dregur hún úr birtu stjörnunnar [1].

„Stjörnustöðin ESO á La Silla í útjaðri Atacamaeyðimerkurinn er einn besti staður heims til stjörnuathugana“ segir Gillon. „Og vegna þess að þar eru þegar til staðar tveir framúrskarandi sjónaukar sem notaðir eru við leit að fjarreikistjörnum, gætum við ekki hafa fundið sjónaukanum okkar betri stað.“

Forsprakkar TRAPPIST verkefnisins vinna náið með hópunum sem nota HARPS á 3,6 metra sjónaukanum og CORALIE á svissneska 1,2 metra Leonhard Euler sjónaukanum en báðir eru á La Silla. TRAPPIST er samstarfsverkefni Liègeháskóla í Belgíu og Stjörnustöð Genfar í Sviss. Sjónaukinn er undir sama hvolfþaki og hýsti gamla svissneska T70 sjónaukann. Verkefnið hefur skotgengið þökk sé þessu góða samstarfi. Aðeins tvö ár liðu milli þess að ákvörðun var tekin um smíði sjónaukans þar til hann var tekinn í gagnið.

TRAPPIST verður líka notaður til rannsókna á halastjörnum á suðurhimni. Til þess eru á sjónaukanum stórar og vandaðar síur, sérhannaðar til rannsókna á halastjörnum, sem gera stjörnufræðingum kleift að mæla reglulega og nákvæmlega streymi ýmissa sameinda frá halastjörnum er þær ganga umhverfis sólina.

„Ár hvert sjást nokkrir tugir halastjarna svo sjónaukinn mun veita okkur einstök gögn og mikilvægar upplýsingar um eðli þeirra“ segir Jehin.

TRAPPIST er léttur 0,6 metra fjarstýrður og sjálfvirkur sjónauki sem skannar himininn hratt og örugglega. Mælingar eru skipulagðar fyrirfram og sér sjónaukinn um að framkvæma þær alla nóttina án afskipta manna. Verðurstöð fylgist stöðugt með veðrinu og lokar hvolfþakinu ef þörf krefur.

Skýringar

[1] Þverganga verður þegar hnöttur gengur þvert fyrir stjörnu og hindrar að ljós berist til okkar frá henni. Þessi tegund myrkva veldur breytingum á sýndarbirtustigi stjörnunnar gerir mælingu á þvermáli reikistjörnunnar mögulega. Að viðbættum Doppler litrófsmælingum er hægt að leiða út massa og þar af leiðandi eðlismassa reikistjörnunnar.

Frekari upplýsingar

TRAPPIST (TRAnsiting Planets and Planetesimals Small Telescope) er verkefni undir forystu stjarneðlisfræði-, jarðeðlisfræði- og haffræðideildar (AGO) Liège háskóla í Belgíu í nánu samstarfi við Stjörnustöð Genfar í Sviss. Fjármögnun TRAPPIST er að mestu í höndum belgíska vísinda- og tæknisjóðnum (FNRS) með þátttöku belgíska vísindaráðsins.

Í rannsóknarteyminu eru Emmanuël Jehin, Michaël Gillon, Pierre Magain, Virginie Chantry, Jean Manfroid og Damien Hutsemékers (Liège háskóla í Belgíu) og Didier Queloz og Stéphane Udry (Stjörnustöð Genfar í Sviss).

Sjónaukinn var nefndur TRAPPIST til að undirstrika belgískan uppruna verkefnisins. Trappist-bjórar eru heimsfrægir og eru flestir þeirra belgískir. Og það sem meira er eru þeir í uppáhaldi hjá rannsóknarteyminu.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: saevar@stjornuskodun.is

Emmanuël Jehin
University of Liège
Liège, Belgium
Sími: +32 4 366 97 26
Tölvupóstur: ejehin@ulg.ac.be

Didier Queloz
Geneva Observatory, University of Geneva
Geneva, Switzerland
Sími: +41 22 379 2477
Tölvupóstur: didier.queloz@unige.ch

Henri Boffin
ESO, La Silla Paranal and E-ELT Press Officer
Garching, Germany
Sími: +49 89 3200 6222
Farsími: +49 174 515 43 24
Tölvupóstur: hboffin@eso.org

Michaël Gillon
University of Liège
Liège, Belgium
Sími: +32 4 366 97 43
Tölvupóstur: michael.gillon@ulg.ac.be

Pierre Magain
University of Liège
Liège, Belgium
Sími: +32 4 366 97 43
Tölvupóstur: pierre.magain@ulg.ac.be

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1023.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1023is
Nafn:30 Doradus, NGC 2070, Tarantula Nebula
Tegund:Local Universe : Nebula : Appearance : Emission : H II Region
Facility:TRAnsiting Planets and PlanetesImals Small Telescope–South

Myndir

TRAPPIST–South first light image of the Tarantula Nebula
TRAPPIST–South first light image of the Tarantula Nebula
texti aðeins á ensku
The TRAPPIST–south telescope at La Silla
The TRAPPIST–south telescope at La Silla
texti aðeins á ensku
TRAPPIST first light image of Omega Centauri
TRAPPIST first light image of Omega Centauri
texti aðeins á ensku
TRAPPIST first light image of the spiral galaxy Messier 83
TRAPPIST first light image of the spiral galaxy Messier 83
texti aðeins á ensku
TRAPPIST–South at La Silla
TRAPPIST–South at La Silla
texti aðeins á ensku
Light curve of exoplanet WASP-19b
Light curve of exoplanet WASP-19b
texti aðeins á ensku