eso1140is — Fréttatilkynning

Líkan í fullri stærð af stærsta spegli heims sett saman á opnu húsi ESO

17. október 2011

Laugardaginn 15. október stóð Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (European Southern Observatory, ESO) fyrir opnu húsi í Garching við München í Bæjaralandi í Þýskalandi. Mörg þúsund gestir tóku þar þátt í gerð líkans í raunstærð af stærsta fyrirhugaða spegli heims — spegli European Extremely Large Telescope (E-ELT) — og fengu innsýn í starfsemi ESO.

Um það bil 3.100 gestir lögðu leið sína í höfuðstöðvar ESO á laugardaginn. Þar gafst forvitnum tækifæri til að læra meira um stjörnustöðvar ESO og niðurstöður rannsókna samtakanna. Þátttakendur í opnu húsi ESO 2011 höfðu úr mörgu áhugaverðu að velja. Hæst bar gerð líkans af spegli European Extremely Large Telescope (E-ELT). Þannig fékk fólk þannig að upplifa raunverulega stærð stærsta auga jarðar á einstakan hátt. Gestirnir festu 798 sexhyrnd pappaspjöld á sinn stað en hver eining var 1,4 metrar á breidd. Hægt og bítandi tók risaspegillinn á sig mynd og á sama tíma voru ljósmyndir teknar af samsetningunni af þaki höfuðstöðva ESO sem síðan var skeytt saman í myndskeið. Að lokum varð líkanið 39,3 metrar á breidd og næstum 1000 fermetrar á lóðinni við höfuðstöðvar ESO.

Í fyrirlestrasal ESO voru flutt erindi um heitustu viðfangsefni stjarnvísinda í dag. Þar var einnig fjarfundabúnaður sem gaf fólki tækifæri á að spjalla við stjörnufræðinga ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. Börn og foreldrar þeirra gátu látið taka af sér mynd í innrauðu ljósi og kíkt á sólina í gegnum sérútbúna sjónauka. Á meðal annarra skemmtilegra viðfangsefna gátu gestir skrifað póstkort frá endimörkum alheimsins til fjölskyldu og vina — sem ESO kemur til skila — og ferðast milli stjarna í Skyskan stjörnuveri og Stellarium hugbúnaðinum.

Þrjár sýningar tileinkaðar stjörnustöðvum ESO fóru fram: Sýning um Very Large Telescope (VLT), Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) og European Extremely Large Telescope (E-ELT). Gestir sáu frumgerð hluta sem ætlaðir eru í risaspegil E-ELT, gátu stjórnað raunverulegri spegileiningu E-ELT, skoðað E-ELT og stjórnað ALMA loftneti í sýndarveruleika.

Góðgerðarhópur ESO sá um veitingasölu með alþjóðlegu ívafi með hjálp starfsmanna ESO. Allt fé sem safnaðist við söluna verður gefið barnahjálp í Chile.

Þessi atburður var hluti af Open House Day 2011 sem fjölmargar vísindastofnanir í Garching stóðu fyrir. Frekari upplýsingar um aðra viðburði má finna hér.

Frekari upplýsingar

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Oana Sandu
ESO, Community Coordinator
Garching, Germany
Farsími: +40 724024625
Tölvupóstur: osandu@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1140.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1140is
Nafn:ESO HQ Garching, Exhibition, Extremely Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Facility:Extremely Large Telescope

Myndir

Full-size mock-up of the E-ELT mirror
Full-size mock-up of the E-ELT mirror
texti aðeins á ensku
ESO Open House Day 2011
ESO Open House Day 2011
texti aðeins á ensku
ESO Open House Day 2011
ESO Open House Day 2011
texti aðeins á ensku
ESO Open House Day 2011
ESO Open House Day 2011
texti aðeins á ensku
ESO Open House Day 2011
ESO Open House Day 2011
texti aðeins á ensku
ESO Open House Day 2011
ESO Open House Day 2011
texti aðeins á ensku
ESO Open House Day 2011
ESO Open House Day 2011
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Time-lapse Video Showing the Assembly of a Full-Size Mock-up of the E-ELT Mirror
Time-lapse Video Showing the Assembly of a Full-Size Mock-up of the E-ELT Mirror
texti aðeins á ensku
Time-lapse Video Showing the Assembly of a Full-Size Mock-up of the E-ELT Mirror
Time-lapse Video Showing the Assembly of a Full-Size Mock-up of the E-ELT Mirror
texti aðeins á ensku
ESOcast 37: Full-size Mock-up of World's Largest Telescope Mirror Built at ESO's Open House Day
ESOcast 37: Full-size Mock-up of World's Largest Telescope Mirror Built at ESO's Open House Day
texti aðeins á ensku