eso1146is — Fréttatilkynning

Spænski krónprinsinn heimsækir Paranal stjörnustöð ESO

24. nóvember 2011

Þann 24. nóvember 2011 heiðruðu hinir tignu gestir Prinsinn og Prinsessan af Astúríu Paranal stjörnustöð ESO í Chile með nærveru sinni

Sendinefndinni, sem í voru einnig Dr. Cristina Garmendia, vísinda- og nýsköpunarráðherra Spánar, Alfredo Moreno, utanríkisráðherra Chile, og Catalina Parot, auðlindaráðherra Chile, gafst kostur á að hlýða á kynningar um ESO og Residancia hótelið í Paranal. Fjölmiðlar gátu einnig fylgst með þessari samkomu.

Prófessor Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO, vakti athygli á þeim áskorunum sem fælust í smíði og rekstri stjörnustöðva í hæsta gæðaflokki á einum þurrasta stað jarðar.

„Okkur er það mikil ánægja að bjóða konunglega gesti okkar velkomna í Paranal stjörnustöðina“ sagði prófessor de Zeeuw. „Spánn er mikilsmetið aðildarríki ESO. Spænskur iðnaður hefur lagt mikið af mörkum til hönnunar og smíði stjörnustöðva ESO og hafa spænskir stjörnufræðingar notfært sér þessi vísindatæki þannig að eftir er tekið.“

Spænska sendinefndin og prófessor Xavier Barcons, varaforseti ESO ráðsins, vakti líka athygli á mikilli og góðri þátttöku spænska samfélagsins í starfsemi ESO. Spánn hefur tekið að sér veigamikið hlutverk í þróun hins fyrirhugaða E-ELT og fengið stóra samninga til að smíða hluti fyrir ALMA, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array.

Spænski stjörnufræðingurinn Dr. Fernando Comerón, varaframkvæmdarstjóri rekstrarsviðs ESO, sagði frá helstu uppgötvunum sem gerðar hafa verið með Very Large Telescope (VLT) ESO, þar á meðal fyrstu ljósmyndinni sem náðist af fjarreikistjörnu og staðfestingu á tilvist risasvarthols í miðju Vetrarbrautarinnar.

Krónprinshjónin fengu síðan leiðsögn um VLT sjónaukann, fullkomnasta sjónauka heims. Þeim gafst sjaldgæft tækifæri til að skoða göngin undir sjónaukanum þar sem víxlmælingarnar fara fram. Þar er ljósinu sem VLT sjónaukanir safna sameinað sem gerir stjörnufræðingum kleift að sjá allt að 17 sinnum fínni smáatriði en hægt er með stökum sjónauka.

Hinum tignu gestum var ennfremur sýnt stjórnherbergi VLT, þar sem spænskir stjörnufræðingar útskýrðu virkni sjónaukans.

Fulltrúar ESO í Chile, prófessor Massimo Tarenghi og Dr. Andreas Kaufer, framkvæmdarstjóri stjörnustöðvarinnar, voru gestgjafar Prinsins og Prinsessunnar af Astúríu.

Spánn gerðist aðili að ESO árið 2006 og í dag vinna 32 Spánverjar hjá samtökunum.

Frekari upplýsingar

ESO, European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavik, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Massimo Tarenghi
ESO Representative in Chile
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3143
Tölvupóstur: mtarengh@eso.org

Gonzalo Argandoña
ESO education and Public Outreach Department
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3258
Farsími: +56 9 9 829 4202
Tölvupóstur: gargando@eso.org

Douglas Pierce-Price
ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6759
Tölvupóstur: dpiercep@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1146.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1146is
Nafn:Auxiliary Telescopes, Paranal, Site visit, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : People : Other/General
Facility:Very Large Telescope

Myndir

The Prince and Princess of Asturias during their visit to ESO's Paranal Observatory
The Prince and Princess of Asturias during their visit to ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The Prince and Princess of Asturias during their visit to ESO's Paranal Observatory
The Prince and Princess of Asturias during their visit to ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The Prince of Asturias during his visit to ESO's Paranal Observatory
The Prince of Asturias during his visit to ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The prince of Asturias during his visit to ESO's Paranal Observatory
The prince of Asturias during his visit to ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The Prince and Princess of Asturias during their visit to ESO's Paranal Observatory
The Prince and Princess of Asturias during their visit to ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku

Myndskeið

The visit of the Prince and Princess of Asturias to ESO's Paranal Observatory
The visit of the Prince and Princess of Asturias to ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku