eso1223is — Fréttatilkynning

Fjórði fundur Kyrrahafsbandalagsins fer fram í Paranal stjörnustöð ESO

Fjórir forsetar í Paranal við undirritun sáttmála Kyrrahafsbandalagsins

6. júní 2012

Í dag hittust forsetar Chile, Kólumbíu, Mexíkó og Perú í Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile og skoðuðu sjónauka og aðra hátækni í hæsta gæðaflokki í helstu stjörnustöð ESO. Forsetarnir komu saman í Paranal stjörnustöðinni í tilefni af fjórða fundi Kyrrahafsbandalagsins þar sem rammaáætlun bandalagsins var undirrituð.

Í dag, miðvikudaginn 6. júní, hittust Sebastián Piñera, forseti Chile, Juan Manuel Santos forseti Kólumbíu, Felipe Calderón forseti Mexíkó og Ollanta Humala forseti Perú í Paranal stjörnustöð ESO á fjórða fundi Kyrrahafsbandalagsins.

José Enrique Castillo, utanríkisráðherra Kosta Ríka og Francisco Álvarez De Soto, varautanríkisráðherra Panama sátu líka fundinn sem áhorfendur. John Baird, utanríkisráðherra Kanada, Hidenori Murakami, sendiherra Japans í Chile og Virginia Greville, sendiherra Ástralíu í Chile sóttu einnig fundinn sem gestir. Þetta er lang stærsta heimsókn háttsettra embættismanna í stjörnustöð ESO hingað til.

Tilgangur fundarins var að samþykkja rammaáætlun Kyrrahafsbandalagsins. Með henni er bandalag þessara Suður Ameríkuríkja formlega stofnað.

Fyrr um morguninn bauð Piñera kollega sína, þá Calderón, Humala og Santos, formlega velkomna til fundarins í fylgd Xavier Barcons, forseta ESO ráðsins, Tim de Zeeuw framkvæmdarstjóra ESO, Massimo Tarenghi, fulltrúa ESO í Chile og Andreas Kaufer, stjórnanda stjörnustöðvarinnar. Cecilia Morel, eiginkona Piñera forseta og Margarita Zavala, eiginkona Calderóns, fylgdu mönnum sínum.

„Það er ESO mikill heiður að taka á móti slíkum gestum. Við erum afar stolt af því að Paranal hafi orðið fyrir valinu til að hýsa fund sem er svo mikilvægur fyrir svæðið og það gleður okkur mjög að fá að kynna þeim starfsemi okkar“ sagði framkvæmdarstjóri ESO.

Eftir undirritun samningsins snæddu forsetarnir hádegisverð í Residencia hóteli Paranal þar sem þeir hittu fyrir Jóhann Karl Spánarkonung sem var í einkaerindagjörðum í stjörnustöðinni á lokadegi heimsóknar sinnar til Chile.

Síðar um daginn sagði framkvæmdarstjóri ESO fundargestum frá starfsemi ESO en eftir það kynnti chileski stjörnufræðingurinn María Teresa Ruiz, verðlaunahafi National Exact Sciences Award fyrir árið 1997, þeim fyrir undrum stjörnufræðinnar áður en þeir fengu leiðsögn um stjörnustöðina.

Piñera forseti kom til Paranal í gær til að skoða stjörnustöðina. Þetta er í þriðja sinn sem sitjandi forseti Chile heimsækir hana frá því að Eduardo Frei Ruiz-Tagle, þáverandi forseti, opnaði hana árið 1999 en árið 2004 heimsótti Ricardo Lagos forseti hana.

Eftir að framkvæmdarstjóri ESO hafði sagt frá starfsemi ESO hitti Piñera forseti starfsólk ESO í Residencia en síðan fékk hann að fylgjast með mælingum með þróuðustu stjörnusjónaukum heims. Þar blandaði hann geði við starfsfólk og aðstoðaði við mælingar með VLT Survey Telescope.

Frekari upplýsingar

Markmið Kyrrahafsbandalagsins er að stuðla að betri samvinnu, auknum vexti, aukinni þróun og samkeppnishæfni milli aðildarríkja bandalagsins með það að markmiði að tryggja frálst flæði vara og þjónustu, fjármagns og fólks.

Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Lars Lindberg Christensen
Head, ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Sími: +49-89-3200-6761
Farsími: +49-173-3872-621
Tölvupóstur: lars@eso.org

Massimo Tarenghi
ESO Representative in Chile
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3143
Tölvupóstur: mtarengh@eso.org

Valentina Rodríguez
ePOD Coordinator in Chile
Santiago, Chile
Sími: +562 4633123
Tölvupóstur: vrodrigu@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1223.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1223is
Nafn:Paranal, Summit
Tegund:Unspecified : People
Facility:Very Large Telescope

Myndir

Fjórði fundur Kyrrahafsbandalagsins (opinber ljósmynd)
Fjórði fundur Kyrrahafsbandalagsins (opinber ljósmynd)
Forsetar ríkjanan fjögurra sem mynda Kyrrahafsbandalagið
Forsetar ríkjanan fjögurra sem mynda Kyrrahafsbandalagið
Sebastián Piñera, forseti Chile, ásamt konu sinni Ceciliu Morel í stjórnherbergi Paranal
Sebastián Piñera, forseti Chile, ásamt konu sinni Ceciliu Morel í stjórnherbergi Paranal
Sebastián Piñera, forseti Chile, ásamt konu sinni Ceciliu Morel í stjórnherbergi Paranal
Sebastián Piñera, forseti Chile, ásamt konu sinni Ceciliu Morel í stjórnherbergi Paranal
Sebastián Piñera, forseti Chile, í stjórnherbergi Paranal
Sebastián Piñera, forseti Chile, í stjórnherbergi Paranal
Presidents of Chile, Colombia, and Mexico with representatives of ESO inside the VLT
Presidents of Chile, Colombia, and Mexico with representatives of ESO inside the VLT
texti aðeins á ensku
Fjórði fundur Kyrrahafsbandalagsins (merki)
Fjórði fundur Kyrrahafsbandalagsins (merki)