eso1314is — Fréttatilkynning

Krónprinshjón Danmerkur heimsækja Paranal stjörnustöð ESO

15. mars 2013

Þann 14. mars 2013 heimsótti hans hátign, krónprinsinn af Danmörku og eiginkona hans, krónprinsessan, Paranal stjörnustöð ESO í opinberri heimsókn sinni til Chile. Í Paranal nutu þau leiðsagnar framkvæmdarstjóra ESO, Tim de Zeeuw, um aðstöðu ESO sem er í heimsflokki.

Krónprinshjón Danmerkur heimsóttu Paranal stjörnustöð ESO í opinberri heimsókn sinni til Chile. Stjörnustöðin er um 130 kílómetra suður af Antofagasta í hjarta Atacamaeyðimerkurinnar í Chile, þurrustu eyðimerkur heims. Í Paranal, í 2.635 metra hæð yfir sjávarmáli, er Very Large Telescope (VLT) staðsettur, öflugasti stjörnusjónauki heims.

Við komuna tók framkvæmdarstjóri ESO, Tim de Zeeuw, á móti þeim Friðriki krónprinsi og Maríu krónprinsessu og fræddi þau um rannsóknir ESO. Krónprinshjónin, í fylgd Villy Søvndal utanríkisráðherra danmerkur og Lars Steen Nielsen sendiherra Dana í Chile, fengu síðan leiðsögn um aðstöðuna, fyrst í hinu margverðlaunaða Residencia sem hýsir starfsfólk stjörnustöðvarinnar en svo skoðuðu þau sjónaukana sjálfa á tindi Cerro Paranal. Þar fylgdust þau með hinu margrómaða sólsetri í Paranal en það er hefð hjá starfsfólki stjörnustöðvarinnar að fylgast með því áður en næturvaktirnar hefjast.

„Það er ánægjulegt að tala frá svona einstakri og leiðandi vísindastöð. Starfið sem hér er unnið er framúrskarandi. Sam Danir erum við stolt af þátttöku okkar í þessu verkefni,“ sagði krónprinsinn í heimsókninni.

Framkvæmdarstjóri ESO bætti við: „Það er okkur heiður að taka á móti krónprinshjónunum hér á Paranal og kynna fyrir þeim starfsemi okkar. Danmörk er mikils metið aðildarríki og hér með nýti ég þetta tækifæri fyrir hönd ESO til að þakka prinsinum og prinsessunni fyrir áframhaldandi öflugan stuðning Danmerkur við starfsemi okkar.Það gleður mig sérstaklega að þessi heimsókn kemur á sama tíma og Danmörk stígur lykilskref í átt til þátttöku í European Extremely Large Telescope verkefninu.“

Hjónin vörðu nóttinni í Paranal og eftir kvöldverð fóru þau út og nutu stjörnubjarta himinsins yfir Paranal með 50 cm áhugamannasjónauka sem sjóntækjafræðingur ESO, Stephane Guisard, setti upp. Tveir aðrir Danir, þeir Claus Madsen, alþjóðasamskiptastjóri ESO, og Lars Lindberg Christensen, yfirmaður vísindamiðlunar hjá ESO, gáfu hjónunum tvær bækur sínar um 50 ára afmæli ESO.

Danmörk var fyrsta landð sem gekk til liðs við fimm stofnríki ESO (Belgíu, Frakkland, Þýskaland, Holland og Svíþjóð) árið 1967 og hefur síðan lagt sitt af mörkum til uppgötvana ESO (sjá þátttaka Dana í ESO).

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Lars Lindberg Christensen
ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Sími: +49-89-3200-6761
Farsími: +49-173-3872-621
Tölvupóstur: lars@eso.org

Massimo Tarenghi
ESO Representative in Chile
Santiago, Chile
Sími: +56 2 463 3143
Tölvupóstur: mtarengh@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1314.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1314is
Nafn:Paranal, Site visit, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Unspecified : People
Facility:Very Large Telescope

Myndir

The Crown Prince couple of Denmark admire the night skies of  ESO's Paranal Observatory
The Crown Prince couple of Denmark admire the night skies of ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The Crown Prince Couple of Denmark during their visit to ESO’s Paranal Observatory
The Crown Prince Couple of Denmark during their visit to ESO’s Paranal Observatory
texti aðeins á ensku
The Crown Prince Couple of Denmark on the platform of ESO's Very Large Telescope
The Crown Prince Couple of Denmark on the platform of ESO's Very Large Telescope
texti aðeins á ensku
The Crown Prince Couple of Denmark inside one of the domes of ESO’s Very Large Telescope
The Crown Prince Couple of Denmark inside one of the domes of ESO’s Very Large Telescope
texti aðeins á ensku
The Crown Prince Couple of Denmark during their visit to ESO’s Paranal Observatory
The Crown Prince Couple of Denmark during their visit to ESO’s Paranal Observatory
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Video News Release 39: The Crown Prince Couple of Denmark during their visit to ESO's Paranal Observatory
Video News Release 39: The Crown Prince Couple of Denmark during their visit to ESO's Paranal Observatory
texti aðeins á ensku