eso1329is — Fréttatilkynning

Heimsfrumsýning á IMAX® þrívíddarmyndinni Hidden Universe

Þinn miði til stjarnanna í gegnum augu öflugustu stjörnusjónauka heims, nú á hvíta tjaldinu og í þrívídd í fyrsta sinn

1. júlí 2013

Þann 28. júní 2013 var þrívíddarmyndin Hidden Universe frumsýnd í IMAX® kvikmyndahúsum og öðrum kvikmyndahúsum víða um heim. Myndin var fyrst sýnd í Great Lakes Science Center í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum og degi síðar, þann 29. júní, í Tycho Brahe stjörnuverinu í Kaupmannahöfn. Í myndinni eru heimsins bestu stjörnusjónaukar sýndir í mestu upplausn innan um dáleiðandi þrívíddarmyndir af fyrirbærum í geimnum og þrívíddarlíkönum af þróun alheimsins.

Til þess að heimsækja bestu stjörnustöðvar heims er nauðsynlegt að ferðast til afskekktra staða eins og í 5.000 metra hæð í Andesfjöllin í Chile. Nú er hins vegar komin einfaldari leið til að upplifa þessa harðneskjulegu staði.

Í fyrsta sinn í IMAX® 3D getur þú nú skoðað Very Large Telescope (VLT), flaggskip ESO, á hvíta tjaldinu og heimsótt stærstu alþjóðlegu stjörnustöð heims — Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA, alþjóðleg stjörnustöð á vegum Evrópu, Norður Ameríku og austur Asíu í samvinnu við Chile) í myndinni Hidden Universe.

Leikstjóri myndarinnar er Russell Scott en hann var á tökustaðnum í nóvember 2012. „Það var frábær reynsla að fá að skjóta í Atacamaeyðimörkinni í stjörnustöðvum á heimsmælikvarða,“ segir hann. „Sumir tökustaðirnir í Andesfjöllunum voru nánast ójarðneskir og manni leið næstum eins og maður væri staddur í öðrum heimi og þessi tilfinning fyrir náttúrunni — umfram það sem við erum vön — er nákvæmlega það sem ég vildi miðla til áhorfenda.“

Frá þessum afskekktu stöðum á Jörðinni fara áhorfendur í stórbrotið ferðalag um himingeiminn á því kvikmyndaformi sem gerir það best: IMAX 3D. Áhorfendur skyggnast djúpt inn í vetrarbrautir og geimþokur, fljúga yfir yfirborð Mars og sjá stórkostlegar myndir af sólinni. Alheimurinn lifnar við á raunverulegum myndum og áður óséðum þrívíddarlíkönum sem byggja á stjarnfræðilegum gögnum VLT, ALMA og öðrum sjónaukum eins og Hubble geimsjónauka NASA og ESA, allt á risaskjá í IMAX 3D.

„Hidden Universe veitir okkur ferska sýn á alheiminn — við könnum sólina, tengsl okkar mannfólksins við alheiminn og skoðum ótrúlegar myndir af fjarlægum vetrarbrautum á hátt sem var ómögulegt að gera áður,“ segir Stephen Amezdroz framleiðandi myndarinnar.

Breska leikkonan Miranda Richardson er þulur myndarinnar en hún hreppti Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í Enchanted April og var að auki tilnefnd til Óskars- og Golden Globe verðlauna fyrir Damage eftir Louis Malle en hlaut BAFTA verðlaunin fyrir hana.

Hidden Universe er tekin upp á 15/70 formi og er framleidd af December Media, margverðlaunuðu áströlsku framleiðslufyrirtæki í samstarfi við Film Victoria, Swinburne University of Technology og ESO. Myndin er einnig framleidd í samvinnu við MacGillivray Freeman Films, fyrirtæki sem tvisvar hefur hlotið Óskarstilnefningu og er helsti framleiðandi og dreifingaraðili IMAX kvikmynda.

„Við hlökkum mikið til að sýna sjónauka og vísindalegar niðurstöður ESO í IMAX,“ segir Lars Lindberg Christensen, yfirmaður Mennta- og vísindamiðlunarsviðs ESO. „Aðeins IMAX formið kemur virkilega til skila þeirri frábæru upplifun að sjá háþróuðustu sjónauka mannkyns að störfum.“

Á opinberri heimasíðu myndarinnar er listi reglulega uppfærður yfir staði þar sem myndin er sýnd.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

December Media er eitt reyndasta fyrirtæki Ástralíu í framleiðslu heimildamynda. Fyrirtækið hefur aðsetur í Melbourne en það er þekktast fyrir vandaðar heimildamyndir og -þætti fyrir ástralskan og alþjóðlegan markað. Fyrirtækið býr að yfir 20 ára reynslu af heimildamynda- og kennslumyndagerð sem og teiknimyndagerð fyrir börn. December Media hefur mikla reynslu af framleiðslu, fjármögnun og þróun heimildamynda, sem og stórt tengslanet sem gagnast til að fjármagna og dreifa myndinni um allan heim.

Film Victoria er einskonar kvikmyndasjóður í Victorifylki í Ástralíu sem fjármagnar og kynnir kvikmyndir og veitti meira en 7,2 milljónum ástralskra dollara til kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu á síðasta ári. Film Victoria hefur tekið þátt í framleiðslu á myndinni I Frankenstein og sjónvarpsþáttum fyrir HBO á borð við The PacificDon’t Be Afraid of the DarkWhere the Wild Things AreGhost Rider og Knowing.

Swinburne 3D Productions, í samvinnu við Swinburne University‘s Center for Astrophysics and Supercomputing, er leiðandi í framleiðslu á vísindamyndum og fyrsta flokks geimsjónsköpun sem sameinar vísindaleg gögn og nýjungar í tölvumyndvinnslu og þrívíddarmyndum. Swinburne sérhæfir sig í kvikmyndum, gagnvirku efni og kennsluefni og hefur yfir tíu ára reynslu af framleiðslu þrívíddarmynda.

MacGillivray Freeman Films er helsti sjálfstæði framleiðandi og dreifingaraðili risaskjámynda fyrir IMAX kvikmyndahús, þar á meðal á myndunum Dolphins og The Living Sea sem tilfnefndar voru til Óskarsverðlauna. Undanfarna fjóra áratugi hafa myndir fyrirtækisins verið sýndar á helstu stofnunum heims og var fyrirtækið fyrsti heimildamyndaframleiðandinn til að þéna meira en einn milljarð bandaríkjadala á miðasölu. MacGillivray Freeman Films er þekkt fyrir listrænar myndir blandaðar menntun og skemmtun sem og fyrir að vegsama vísindi og náttúru.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Lars Lindberg Christensen
Head, ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6761
Farsími: +49 173 3872 621
Tölvupóstur: lars@eso.org

Lori Rick
Director of Communications, MacGillivray Freeman Films
Sími: +1 818 212 3434
Tölvupóstur: lrick@macfreefilms.com

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1329.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1329is
Nafn:Movie Trailer
Tegund:Unspecified : Technology
Facility:Other

Myndir

Poster for the IMAX® 3D movie Hidden Universe
Poster for the IMAX® 3D movie Hidden Universe
texti aðeins á ensku
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the Carina Nebula
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the Carina Nebula
texti aðeins á ensku
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the surface of Mars
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the surface of Mars
texti aðeins á ensku
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the Helix Nebula in infrared
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the Helix Nebula in infrared
texti aðeins á ensku
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the interior of the Very Large Telescope
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the interior of the Very Large Telescope
texti aðeins á ensku
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the ALMA antennas
Screenshot from IMAX® 3D movie Hidden Universe showing the ALMA antennas
texti aðeins á ensku
Director of Photography for IMAX® 3D movie Hidden Universe, Malcolm Ludgate, with IMAX camera
Director of Photography for IMAX® 3D movie Hidden Universe, Malcolm Ludgate, with IMAX camera
texti aðeins á ensku
Director of Photography for IMAX® 3D movie Hidden Universe, Malcolm Ludgate, filming
Director of Photography for IMAX® 3D movie Hidden Universe, Malcolm Ludgate, filming
texti aðeins á ensku
Rock formation in the Atacama Desert
Rock formation in the Atacama Desert
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Hidden Universe in 30 seconds
Hidden Universe in 30 seconds
texti aðeins á ensku