eso1502is — Fréttatilkynning

Nýir sjónaukar til fjarreikistjörnuleitar teknir í notkun á Paranal

NGTS verkefnið hafið

14. janúar 2015

Next-Generation Transit Survey (NGTS) sjónaukarnir hafa verið teknir í notkun í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Verkefnið snýst um leit að reikistjörnum utan sólkerfisins sem ganga fyrir móðurstjörnur sínar og valda þannig tímabundinni birtuminnkun á ljósi stjarnanna sem síðan er hægt að mæla með góðum mælitækjum. Leitinni verður einkum beint að reikistjörnum á stærð við Neptúnus, eða minni, þ.e. reikistjörnunum sem eru milli tvisvar til átta sinnum breiðari en Jörðin.

Next-Generation Transit Survey (NGTS) verkefnið samanstendur af tólf sjónaukum, hver með 20 cm breitt ljósop og vítt sjónsvið [1]. Verkefnið er samstarfsverkefni breskra, svissneskra og þýskra vísindamanna en sjónaukarnir eru staðsettir í Paranal stjörnustöð ESO í Chile, þar sem þeir njóta góðs af framúrskarandi aðstæðum og aðbúnaði.

„Við þurftum að finna stað þar sem við hefðum margar heiðskírar nætur og loftið tært og þurrt svo hægt sé að gera nákvæmar mælingar eins oft og mögulegt er — Parnaal var langbesti kosturinn,“ sagði Don Pollacco við Warwickháskóla í Bretlandi og einn af forystumönnum NGTS verkefnisins.

NGTS sjónaukarnir eru að mestu sjálfvirkir en þeir munu fylgjast með birtustigi mörg hundruð þúsund tiltölulega bjartra stjarna á suðurhveli himins. Sjónaukarnir eiga að fylgjast með þvergöngum reikistjarna og mæla birtustig stjarna með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr — niður í þúsundasta hluta úr birtustigi. Slík nákvæmni hefur aldrei náðst áður í sambærilegu verkefni [2].

Tæknilega mjög krefjandi er að gera svo nákvæmar birtumælingar yfir stórt svæði en tæknin sem þarf til þess var prófuð með minni frumgerð NGTS á La Palma á Kanaríeyju árin 2009 og 2010. NGTS byggir líka á árangri SuperWASP verkefnisins sem er leiðandi í uppgötvunum á gasrisum utan okkar sólkerfis.

Aðrir stærri sjónaukar, þeirra á meðal Very Large Telescope ESO, munu rannsaka betur reikistjörnurnar NGTS kemur til með að finna. Eitt helsta markmiðið er að finna litlar reikistjörnur sem hægt er að mæla massann. Það gerir mönnum aftur kleift að reikna út eðlismassa reikistjarnanna sem veitir vísbendingar um efnasamsetningu þeirra.

Ennfremur verður hægt að rannsaka lofthjúpa sumra reikistjarna er þær ganga fyrir móðurstjörnurnar. Við þvergönguna berst ljós frá stjörnunni í gegnum lofthjúp reikistjörnunnar og skilur eftir sig lítil en greinileg ummerki. Hingað til hafa fáar slíkar mælingar verið gerðar en NGTS ætti að gera mun fleiri.

NGTS er fyrsta sjónaukaröðin sem ESO hýsir á Paranal en sér ekki um reksturinn. Nokkur önnur verkefni hafa hins vegar starfað undir svipuðum formerkjum í La Silla stjörnustöðinni. Gögn frá NGTS munu rata inn í gagnasafn ESO og verða aðgengileg stjörnufræðingum um heim allan.

„Við hlökkum til að hefja leit að litlum reikistjörnum í kringum nálægar stjörnur. Uppgötvanir NGTS og frekari rannsóknir í kjölfarið með öðrum sjónaukum á Jörðinni og í geimnum, verða mikilvægar í rannsóknum á lofthjúpum og efnasamsetningu lítilla reikistjarna á borð við Jörðina,“ sagði Peter Wheatley, einn af forsprökkum NGTS verkefnisins við Warwickháskóla.

Aðstandendur NGTS verkefnisins eru Warwickháskóli í Bretlandi, Queen’s háskóli í Belfast í Bretlandi, Leicesterháskóli í Bretlandi, Cambridgeháskóli í Bretlandi, Genfarháskóli í Sviss og DLR Berlin í Þýskalandi.

Skýringar

[1] NGTS sjónaukarnir eru breyttar útgáfur af hágæða áhugamannasjónaukum frá Astro Systeme Austria (ASA). NGTS myndavélarnar eru breyttar ikon-L myndavélar frá Andor Technology Ltd (http://www.andor.com) og voru smíðaðar í kringum CCD myndflögur, sem eru næmar fyrir rauðum lit, frá fyrirtækinu e2v (http://www.e2v.com).

[2] Keplerssjónauki NASA hefur gert nákvæmari mælingar á birtustigi stjarna en hann rannsakar mun minna svæði af himninum en NGTS. Leit NGTS er víðfemari og beinist að litlum en bjartari fjarreikistjörnum sem hentar betur til frekari rannsókna.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Reykjavík, Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Peter Wheatley
University of Warwick
Coventry, United Kingdom
Sími: +44 247 657 4330
Tölvupóstur: P.J.Wheatley@warwick.ac.uk

Heike Rauer
Deutsches Zentrum für Luft- und Raumfahrt (DLR) / Institut für Planetenforschung
Berlin, Germany
Sími: +49 30 67055 430
Tölvupóstur: heike.rauer@dlr.de

Stéphane Udry
Observatoire de l’Université de Genève
Geneva, Switzerland
Sími: +41 22 379 24 67
Tölvupóstur: stephane.udry@unige.ch

Ather Mirza
University of Leicester
Leicester, United Kingdom
Sími: +44 116 252 3335
Tölvupóstur: pressoffice@le.ac.uk

David Azocar
Universidad de Chile
Santiago, Chile
Tölvupóstur: dazocar@das.uchile.cl

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1502.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1502is
Nafn:Next-Generation Transit Survey
Tegund:Unspecified : Technology
Facility:Next-Generation Transit Survey

Myndir

The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 71: New Exoplanet-hunting Telescopes on Paranal
ESOcast 71: New Exoplanet-hunting Telescopes on Paranal
texti aðeins á ensku
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku
The enclosure of the Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The enclosure of the Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku
The enclosure of the Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
The enclosure of the Next-Generation Transit Survey (NGTS) at Paranal
texti aðeins á ensku