eso1533is — Fréttatilkynning

Hægfara dauði alheimsins kortlagður

Fyrstu gögnin úr GAMA kortlagningunni birt á aðalþingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga

10. ágúst 2015

Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga sem rannsakaði meira en 200.000 vetrarbrautir hefur gert nákvæmari mælingar en nokkru sinni fyrr á heildarorkunni sem til verður á stóru svæði í geimnum. Þetta er lang ítarlegasta mælingin á orkuútgeislun í hinum nálæga alheimi til þessa. Rannsóknin staðfestir að orkan sem til verður á tilteknu svæði í geimnum fer þverrandi og er aðeins helmingur af því sem hún var fyrir tveimur milljörðum ára. Stjörnufræðingarnir komust að því að dofnunin á sér stað yfir allar bylgjulengdir, frá útfjólubláu yfir í fjar-innrautt. Alheimurinn er að hægt og rólega að deyja.

Rannsóknin er byggð á mælingum sem gerðar voru með mörgum af öflugustu sjónaukum heims, þar á meðal VISTA og VST kortlagningarsjónaukum ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile. Mælingar voru einnig gerðar með tveimur geimsjónaukum NASA (GALEX og WISE) og einum frá Geimvísindastofnun Evrópu (Herschel) [1].

Rannsóknin er hluti af Galaxy And Mass Assembly (GAMA) verkefninu, stærsta kortlagningaverkefni sem til er og nær yfir margar bylgjulengdir.

„Við notuðum eins marga sjónauka á Jörðinni og í geimnum og við gátum til þess að mæla heildarorkuútgeislun yfir 200.000 vetrarbrauta á eins breiðu tíðnisviði og hægt var,“ segir Simon Driver (ICRAR, University of Western Australia) sem stýrir GAMA teyminu.

Gögnin úr kortlagningunni, sem gerð voru opinber í dag, innihalda mælingar á orkuútgeislun hverrar vetrarbrautar á 21 bylgjulengd, frá útfjólubláu ljósi yfir í fjar-innrautt. Þetta gagnasafn mun hjálpa stjörnufræðingum að skilja betur hvernig ólíkar gerðir vetrarbrauta myndast og þróast.

Öll orka í alheiminum varð til við Miklahvell og hluti hennar umbreyttist í massa. Stjörnur skína með því að breyta massa í orku eins og hin fræga jafna Einsteins, E = mc2, lýsir [2]. GAMA kortlagningin á að skrá og útbúa líkön af allri orku sem til verður innan stórs svæðis í geimnum í dag og á mismunandum tímum í fortíðinni.

„Þótt mestur hluti orkunnar í alheiminum hafi orðið til við Miklahvell er aukaorka stöðugt að verða til í stjörnum þegar þær binda saman frumefni eins og vetni og helíum,“ segir Simon Driver. „Annað hvort gleypir ryk í vetrarbrautunum þessa orku þegar hún ferðast í gegnum hana, eða hún losnar út geiminn og ferðast uns hún rekst á eitthvað, til dæmis aðra stjörnu, reikistjörnu eða, sem hendir stundum, sjónauka.“

Sú staðreynd að alheimurinn er hægt og rólega að dofna hefur verið þekkt frá tíunda áratug 20. aldar. Þessi rannsókn sýnir hins vegar að dofnunin á sér stað á öllum bylgjulengdum frá útfjólubláu yfir í innrautt. Rannsóknin er því ítarlegasta matið á orkuútgeislun í hinum nálæg alheimi.

„Héðan í frá mun alheiminn hrörna þegar hann eldist. Alheimurinn hefur í raun sest á sófann, komið sér fyrir undir teppi og er um það bil að sofna svefninum langa,“ segir Simon Driver.

Stjörnufræðingarnir vonast til að útvíkka rannsóknina enn frekar og kortleggja orkuútgeislunina yfir alla sögu alheimsins með nýjum sjónaukum, þar á meðal stærsta útvarpssjónauka heims, Square Kilometer Array, sem koma á upp í Ástralíu og Suður Afríku næsta áratuginn.

Vísindamennirnir kynna rannsóknina mánudaginn 10. ágúst 2015 á 29. aðalþingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga sem fram fer í Honolulu á Hawaii.

Skýringar

[1] Sjónaukarnir og gögnin sem notuð voru, raðað eftir vaxandi bylgjulengd, eru: GALEX, SDSS, VST (KiDS survey), AAT, VISTA (VIKING survey)/UKIRT, WISE, Herschel (PACS/SPIRE).

[2] Stór hluti af orkuútgeislun alheimsins stafar af kjarnasamruna í stjörnum, þegar massa er breytt í orku. Mjög heitar skífur í kringum svarthol í miðju vetrarbrauta er önnur stór orkuuppspretta, þar sem þyngdarstöðuorka breytist í rafsegulgeislun í dulstirnum og öðrum virkum vetrarbrautakjörnum. Geislun með mun lengri bylgjulengd má rekja til stórra rykskýja sem geisla aftur frá sér orku frá stjörnum sem í þeim eru.

Frekari upplýsingar

Rannsóknin verður birt í greininni „Galaxy And Mass Assembly (GAMA): Panchromatic Data Release (far-UV—far-IR) and the low-z energy budget“, eftir S. Driver et al., í tímaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society. Rannsóknin verður einnig tekin til umfjöllunar í fyrirlestri og á blaðamannafundi á aðalþingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga á Hawaii 10. ágúst 2015.

Í rannsóknarteyminu eru Simon P. Driver (ICRAR, The University of Western Australia, Crawley, Western Australia, Australia [ICRAR]; University of St Andrews, United Kingdom), Angus H. Wright (ICRAR), Stephen K. Andrews (ICRAR), Luke J. Davies (ICRAR) , Prajwal R. Kafle (ICRAR), Rebecca Lange (ICRAR), Amanda J. Moffett (ICRAR) , Elizabeth Mannering (ICRAR), Aaron S. G. Robotham (ICRAR), Kevin Vinsen (ICRAR), Mehmet Alpaslan (NASA Ames Research Centre, Mountain View, California, United States), Ellen Andrae (Max Planck Institute for Nuclear Physics, Heidelberg, Germany [MPIK]), Ivan K. Baldry (Liverpool John Moores University, Liverpool, United Kingdom), Amanda E. Bauer (Australian Astronomical Observatory, North Ryde, NSW, Australia [AAO]), Steve Bamford (University of Nottingham, United Kingdom), Joss Bland-Hawthorn (University of Sydney, NSW, Australia), Nathan Bourne (Institute for Astronomy, University of Edinburgh, Royal Observatory, Edinburgh, United Kingdom), Sarah Brough (AAO), Michael J. I. Brown (Monash University, Clayton, Victoria, Australia), Michelle E. Cluver (The University of Western Cape, Bellville, South Africa), Scott Croom (University of Sydney, NSW, Australia), Matthew Colless (Australian National University, Canberra, ACT, Australia), Christopher J. Conselice (University of Nottingham, United Kingdom), Elisabete da Cunha (Macquarie University, Sydney NSW, Australia), Roberto De Propris (University of Turku, Piikkiö, Finland), Michael Drinkwater (Queensland University of Technology, Brisbane, Queensland, Australia), Loretta Dunne (Institute for Astronomy, University of Edinburgh, Royal Observatory, Edinburgh, United Kingdom; Cardiff University, Cardiff, United Kingdom), Steve Eales (Cardiff University, Cardiff, United Kingdom), Alastair Edge (Durham University, Durham, United Kingdom), Carlos Frenk (Durham University, Durham, United Kingdom), Alister W. Graham (Macquarie University, Sydney NSW, Australia), Meiert Grootes (MPIK), Benne W. Holwerda (Leiden Observatory, University of Leiden, Leiden, The Netherlands), Andrew M. Hopkins (AAO) , Edo Ibar (Universidad de Valparaso, Valparaiso, Chile), Eelco van Kampen (ESO, Garching, Germany), Lee S. Kelvin (Liverpool John Moores University, Liverpool, United Kingdom), Tom Jarrett (University of Cape Town, Rondebosch, South Africa), D. Heath Jones (Macquarie University, Sydney, NSW, Australia), Maritza A. Lara-Lopez (Universidad Nacional Automana de México, México), Angel R. Lopez-Sanchez (AAO), Joe Liske (Hamburger Sternwarte, Universität Hamburg, Hamburg, Germany), Jon Loveday (University of Sussex, Falmer, Brighton, United Kingdom), Steve J. Maddox (Institute for Astronomy, University of Edinburgh, Royal Observatory, Edinburgh, United Kingdom; Cardiff University, Cardiff, United Kingdom), Barry Madore (Observatories of the Carnegie Institution of Washington, Pasadena, California, United States [OCIW]), Martin Meyer (ICRAR) , Peder Norberg (Durham University, Durham, United Kingdom), Samantha J. Penny (University of Portsmouth, Portsmouth, United Kingdom), Stephen Phillipps (University of Bristol, Bristol, United Kingdom), Cristina Popescu (University of Central Lancashire, Preston, Lancashire), Richard J. Tuffs (MPIK), John A. Peacock (Institute for Astronomy, University of Edinburgh, Royal Observatory, Edinburgh, United Kingdom), Kevin A.Pimbblet (Monash University, Clayton, Victoria, Australia; University of Hull, Hull, United Kingdom), Kate Rowlands (University of St Andrews, United Kingdom), Anne E. Sansom (University of Central Lancashire, Preston, Lancashire), Mark Seibert (OCIW), Matthew W.L. Smith (Queensland University of Technology, Brisbane, Queensland, Australia), Will J. Sutherland (Queen Mary University London, London, United Kingdom), Edward N. Taylor (The University of Melbourne, Parkville, Victoria, Australia), Elisabetta Valiante (Cardiff University, Cardiff, United Kingdom), Lingyu Wang (Durham University, Durham, United Kingdom; SRON Netherlands Institute for Space Research, Groningen, The Netherlands), Stephen M. Wilkins (University of Sussex, Falmer, Brighton, United Kingdom) and Richard Williams (Liverpool John Moores University, Liverpool, United Kingdom).

Galaxy and Mass Assembly Survey, eða GAMA, er samstarfsverkefni nærri 100 vísindamanna frá meira en 30 háskólum í Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjunum.

ICRAR er samvinnuverkefni Curtin University og University of Western Australia með stuðningi og fjármagni frá fylkisstjórninni í Vestur Ástralíu.

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Reykjavík, Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Simon Driver
ICRAR – University of Western Australia
Sími: +61 400 713 514
Farsími: +1 808 304 2392
Tölvupóstur: simon.driver@icrar.org

Andrew Hopkins
Australian Astronomical Observatory
North Ryde, NSW, Australia
Sími: +61 432 855 049
Tölvupóstur: andrew.hopkins@aao.gov.au

Joe Liske
Hamburger Sternwarte, Universität Hamburg
Hamburg, Germany
Tölvupóstur: jochen.liske@uni-hamburg.de

Pete Wheeler
Media Contact. ICRAR – University of Western Australia
Australia
Sími: +61 423 982 018
Tölvupóstur: pete.wheeler@icrar.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1533.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1533is
Nafn:Galaxies
Tegund:Early Universe : Cosmology
Unspecified : Galaxy
Facility:UKIRT, Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy, VLT Survey Telescope
Instruments:VIRCAM
Science data:2016MNRAS.455.3911D

Myndir

Galaxy images from the GAMA survey
Galaxy images from the GAMA survey
texti aðeins á ensku

Myndskeið

A fly-through of the GAMA galaxy survey (with voice-over)
A fly-through of the GAMA galaxy survey (with voice-over)
texti aðeins á ensku
A fly-though of the GAMA galaxy survey (with music)
A fly-though of the GAMA galaxy survey (with music)
texti aðeins á ensku