eso1704is — Fréttatilkynning

Samingar undirritaðir um smíði spegla og nema ELT

18. janúar 2017

Í höfuðstöðvum ESO í dag voru undirritaðir fjórir samningar um smíði stórra hluta Extremely Large Telescope (ELT) sem ESO er hyggst reisa. Samningar voru gerðir við: SCHOTT um framleiðslu á fyrsta og öðrum aukaspeglum sjónaukans; SENER Group um framleiðslu á grindinni sem ber aukaspeglana tvo og FAMES samstarfið um jaðarnema sem verða nauðsynlegur hluti af safnspegli sjónaukans sem verður samsettur. Annar aukaspegillinn verður sá stærsti sem gerður hefur verið, sem og stærsti kúpti spegill sögunnar.

Smíði 39 metra ELT sjónaukans, stærsta sjónauka heims fyrir sýnilegt og innrautt ljós, mjakast áfram. Risasjónaukinn verður samsettur úr fimm spegla kerfi sem aldrei hefur verið notað áður og krefst sjóntækja og vélbúnaðar sem reynir til hins ítrasta á nútímatækni.

Framkvæmdarstjóri ESO, Tim de Zeeuw, og fulltrúar þriggja verktaka í aðildarríkjum ESO hafa undirritað samning um smíði nokkurra þessara hluta í sjónaukann.

„Það er mér mikil ánægja að undirrita þessa fjóra samninga í dag, hvern og einn fyrir smíði á hinum byltingarkenndu sjóntækjum sjónaukans. Samningarnir undirsstrika að smíði risasjónaukans heldur áfram á fullri ferð og er fyrirhugað að hann verði tekinn í notkun árið 2024. Við hjá ESO hlökkum til að vinna með SCHOTT, SENER og FAMES — þremur leiðandi verktökum í aðildarríkjum okkar,“ sagði Tim de Zeeuw við undirritunina.

Christoph Fark, varaforseti SCHOTT, undirritaði fyrstu tvo samningana. Þeir eru fyrir smíði stærstu stöku spegla ELT — 4,2 metra fyrri aukaspegilinn og 3,8 metra annan aukaspegilinn — sem verða úr Zerodur © keramíkefni SCHOTT en það hefur lága varmaþenslu [1].

Annar aukaspegillinn verður stærsti kúpti spegill sem smíðaður hefur verið, sem og stærsti aukaspegill heims, en hann mun hanga á hvolfi í grind sjónaukans hátt yfir hinn 39 metra breiða safnspegil [2]. Annar aukaspegillinn verður íhvolfur og einn af óvenjulegu hlutum sjónaukans [3]. Aukaspeglarnir báðir verða álíka stórir og safnspeglar margra nútíma sjónauka og munu vega 3,5 og 3,2 tonn hvor um sig [4]. Fyrri aukaspegillinn verður afhentur í árslok 2018 og sá seinni í júlí 2019.

Diego Rodriguez, framkvæmdarstjóri geimdeildar hjá SENER Group, undirritaði þriðja samninginn. Hann nær yfir smíði á burðargrindunum fyrir aukaspeglana tvo og tengd virk sjóntæki sem tryggja að þessir stóru en sveigjanlegu speglar halda réttri lögun og eru á réttum stað í sjónaukanum. Mikla nákvæmni þarf til þess að sjónaukinn geti skilað mestu myndgæðum [5].

Didier Rozière, framkvæmdarstjóri FAMES Fogale og Martin Sellen, framkvæmdarstjóri FAMES Micro-Epsilon, undirrituðu fjórða samninginn fyrir hönd FAMES samstarfsins sem í eru Fogale og Micro-Epsilon. Samningurinn kveður á um smíði 4608 jaðarnema fyrir 798 speglana sem munu mynda safnspegil ELT [6].

Jaðarnemarnir verða þeir nákvæmustu sem notaðir hafa verið í sjónauka og geta mælt staðsetningu speglanna með nokkurra nanómetra nákvæmni. Þeir mynda mjög flókið kerfi sem munu nema samfellt staðsetningu allra speglanna í safnspegli sjónaukans og gera mönnum kleift að mynda fullkomið ljósmyndatæki. Það er ekki aðeins mikil áskorun að framleiða nema fyrir svo mikla nákvæmni, heldur líka að framleiða þá nógu hratt í þúsundavís svo hægt sé að afhenda þá réttum tíma.

Fulltrúar fyrirtækja sem koma að verkefnunum og ESO voru einnig viðstaddir undirritunina. Þetta var gott tækifæri fyrir fulltrúa verktakanna til þess að kynnast þar sem þeir hefja nú samstarf um smíði stærsta auga heims.

Skýringar

[1] Zerodur var upphaflega þróað fyrir sjónauka seinni hluta 1960. Efnið hefur næstum enga varmaþenslu sem þýðir að jafnvel miklar hitasveiflur hafa ekki áhrif á lögun spegilsins. Efnafræðilega er efnið mjög þolið og hægt að pússa mjög vel og vandlega. Speglunarlagið, gert úr áli eða silfri, er venjulega úðað á mjög slétt yfirborð áður en sjónaukinn er gangsettur. Margir þekktir sjónaukar með Zerodur spegla hafa verið að störfum í árautgi, til dæmis Very Large Telescope ESO í Chile.

[2] Þar sem spegillinn er mjög kúptur er smíði hans mjög erfið og afraksturinn verður framúrskarandi dæmi um nákvæmnisvinnu í sjóntækni. Spegillinn verður fyrsti sinnar tegundar. Heildarþyngda hans og grindarinnar sem ber hann er 12 tonn — og þar sem hann hangir yfir safnspeglinum verður að gæta þess í hvívetna að hann detti ekki niður!

[3] Í flestum stórum sjónaukum í dag, þar á meðal VLT og Hubble geimsjónauka NASA og ESA, eru aðeins tveir sveigðir speglar. Í þessum tilvikum er þriðji spegillinn stundum notaður til að beina ljósi í þægilegan fókus — sá spegill er venjulega lítill og flatur. Í ELT verður þriðji spegillinn líka með sveigt yfirborð því þrír speglar skila betri lokamynd yfir stort sjónsvið en hægt væri með tveimur speglum.

[4] Samningur um pússun á fyrri aukaspeglinum hefur þegar verið undirritaður.

[5] M2 og M3 grindarnar eru flókin tæki sem eru meira en 6,5 metra breiðar og vega nærri 12 tonn með speglunum. Þær tryggja nákvæmni upp á nokkra tugi míkrómetra í að uppröðun speglanna. Grindarnar vega líka upp á móti aflögun speglanna niður í tugi nanómetra með nýstárlegum lausnum, svo sem beislum og hliðarstuðningi.

[6] Á þessum tímapunkti hafa 3288 nemar verið pantaðiar (fyrir fyrsta fasa ELT) og aðrir 1320 verða komnir fyrir annan fasa ELT, svo í heild eru nemarnir 4608.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1704.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1704is
Nafn:Extremely Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope
Facility:Extremely Large Telescope

Myndir

The optical system of the ELT showing the location of the mirrors
The optical system of the ELT showing the location of the mirrors
texti aðeins á ensku
Signatures for contracts with SCHOTT for the ELT M2 and M3 mirror blanks
Signatures for contracts with SCHOTT for the ELT M2 and M3 mirror blanks
texti aðeins á ensku
Signature of contract with SENER for the ELT's M2 and M3 mirror cells
Signature of contract with SENER for the ELT's M2 and M3 mirror cells
texti aðeins á ensku
Signature of contract with FAMES consortium for ELT primary mirror edge sensors
Signature of contract with FAMES consortium for ELT primary mirror edge sensors
texti aðeins á ensku
Signature ceremony for contracts for casting ELT's M2 and M3 mirrors
Signature ceremony for contracts for casting ELT's M2 and M3 mirrors
texti aðeins á ensku
Contract ceremony for the ELT's M2 and M3 mirror cells
Contract ceremony for the ELT's M2 and M3 mirror cells
texti aðeins á ensku
Contract ceremony for the ELT's M1 edge sensors
Contract ceremony for the ELT's M1 edge sensors
texti aðeins á ensku
Participants in the ELT contract signature ceremony at ESO Headquarters
Participants in the ELT contract signature ceremony at ESO Headquarters
texti aðeins á ensku
The optical system of the ELT showing the location of the mirrors
The optical system of the ELT showing the location of the mirrors
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 93 Light: Kick-off for Mirrors and Sensors for Biggest Eye on the Sky (4K UHD)
ESOcast 93 Light: Kick-off for Mirrors and Sensors for Biggest Eye on the Sky (4K UHD)
texti aðeins á ensku