eso1713is — Fréttatilkynning

ALMA Residencia tekið í noktun

Ný gistiaðstaða fyrir starfsfólk og gesti ALMA í Chile

25. apríl 2017

Nýjá ALMA Residencia í stjórnstöð ALMA sjónaukans hefur verið tekin í notkun. Haldið var upp á þennan áfanga í smíði stjörnustöðvarinnar og var stjórn ALMA viðstödd, sem og og framkvæmdarstjórar ESO, NAOJ og NRAO. Arkitekarnir sem hönnuðu bygginguna voru líka á staðnum. ALMA Residencia er síðasti stóri hlutinn sem ESO afhendir ALMA.

Opnun ALMA Residencia markar þáttaskil í þróun Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). Byggingin veitir starfsfólki og gestum í stjórnstöð ALMA gistingu nálægt San Pedro de Atacama í norðurhluta Chile, aðeins 28 kílómetra frá sjónaukanum sjálfum. ESO leggur Residencia til og var það seinasta stóra framlegð samtakanna til ALMA verkefnisins.

Finnska arkitektastofan Kouvo & Partanen hannaði bygginguna og var hún síðan staðfærð af chilesku arkitektastofunni Rigotti & Simunovic Arquitectos. Samningur um smíði ALMA Residencia var veittur AXIS LyD Construcciones Ltda, samstarfi Constructora L y D S.A. og Axis Desarrollos Constructivos S.A. Bæði fyrirtækin eru frá Chile og hafa mikla reynslu af smíði bygginga af þessu tagi í erfiðu umhverfi norður Chile. Smíði hófst formlega 23. febrúar 2015.

Byggingarnar voru hannaðar þannig að útlit þeirra og lögun félli inn í landslagið og umhverfið hjá ALMA stjörnustöðinni. Öræfi eyðimerkurinnar og vinnutími starfsmanna ALMA (bæði dag og nótt) eru þannig að Residencia er hannað til að gera umhverfið þægilegt fyrir starfsmenn og gesti sem koma frá öllum heimshornum.

Residencia hefur tvö meginsvæði: Samkomusal og gistiaðstöðu. Hönnunin byggir á því að auðvelt er að byggja við húsið ef þörf krefur. Í byrjun eru 120 herbergi í sex byggingum. Í samkomusalnum er bókasafn, kaffitería, setustofa, spa með líkamsræktarstöð, sundlaug, gufubað og grillsvæði. Einnig er eldhús og stór matsalur fyrir helming gesta í einu.

Stjórnstöð sjónaukans, þar sem Residencia er staðsett, er 2000 metrum neðar en sjónaukinn sjálfur á Chajnantor hásléttunni. ALMA samanstendur af röð 66 tólf og sjö metra breiðum loftnetum sem mæla millímetra- og hálfsmillímetra geislun. Stjörnustöðin tók til starfa í lok september 2011 og rannsakar myndun stjarna, sólkerfa, vetrarbrauta og uppruna lífs. Þannig reynir sjónaukinn að leita svara við sumum af dýpstu spurningum um okkar eigin uppruna í geimnum.

Frekari upplýsingar

Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), alþjóðleg stjörnustöð, er samstarfsverkefni ESO, National Science Foundation (NSF) í Bandaríkjunum og National Institutes of Natural Sciences (NINS) í Japan, í samvinnu við Chile. ALMA er fjármögnuð af ESO fyrir hönd aðildarríkja þess, af NSF í samstarfi við National Research Council of Canada (NRC) og National Science Council of Taiwan (NSC) og NINS í samvinnu við Academia Sinica (AS) í Taívan. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd aðildarríkjanna en National Radio Astronomy Observatory (NRAO), sem lýtur stjórn Associated Universities, Inc. (AUI), fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1713.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1713is
Nafn:ALMA Residencia
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility
Facility:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array

Myndir

The ALMA Residencia
The ALMA Residencia
texti aðeins á ensku
ALMA Residencia handed over
ALMA Residencia handed over
texti aðeins á ensku
ALMA Residencia handed over
ALMA Residencia handed over
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 103 Light: New ALMA accommodation unveiled (4K UHD)
ESOcast 103 Light: New ALMA accommodation unveiled (4K UHD)
texti aðeins á ensku
ALMA Residencia construction time-lapse
ALMA Residencia construction time-lapse
texti aðeins á ensku
ALMA Residencia construction time-lapse
ALMA Residencia construction time-lapse
texti aðeins á ensku