eso1715is — Fréttatilkynning

Annar spegill ELT steyptur

Annar spegill ELT steyptur

22. maí 2017

SCHOTT fyrirtækið í Mainz í Þýskalandi hefur lokið við að steypa Extremely Large Telescope (ELT) sjónauka ESO. Spegillinn verður 4,2 metrar á breidd og vegur 3,5 tonn. Hann verður stærsti aukaspegill sem smíðaður hefur verið fyrir sjónauka og einnig stærsti kúpti spegill sögunnar.

Hinn 39 metra Extremely Large Telescope (ELT) sjónauki ESO verður stærsti sjónauki sögunnar þegar hann verður tekinn í notkun árið 2024. Nýjum áfanga hefur verið náð með smíði annars aukaspegilsins (M2) sem er stærri en safnspeglar margra sjónauka í heiminum í dag.

Spegillinn er steyptur úr Zerodur® glerkeramiki [1] sem verður nú fægður nákvæmlega. Í janúar 2017 veitti ESO fyrirtækinu SCHOTT samning um smíði M2 spegilsins (eso1704). ESO hefur notið góðs af samstarfi við SCHOTT því fyrirtækið smíðaði líka 8,2 metra bjúgflöt safnspeglanna í Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni (ann12015). SCHOTT framleiðir framúrskarandi spegla og hefur fyrirtækið þegar afhent mótin fyrir þunnu aflaganlegu speglanna sem mynda fjórðu aukaspegla ELT (M4) og mun einnig framleiða þriðja aukaspegilinn (M3).

Mót safnspegilsins þarf nú að ganga í gegnum hæga kólnun, slípun og hitamótun næsta árið. Það verður síðan tilbúið til að verða mótað nákvæmlega og fægt. Franska fyrirtækið Safran Reosc sér um þennan hátt verksins, sem og prófanir (ann16045). Spegillinn verður mótaður og fægður með 15 nanómetra nákvæmni (15 milljónustu úr millímetra) yfir allan flötinn.

Þegar smíði annars safnspegilsins er lokið og honum hefur verið komið fyrir verður hann á hangandi á hvolfi yfir safnspegli sjónaukans og myndar þar annan hlut af fimm spegla kerfi sjónaukans. Spegillinn er mjög kúptur og er því mjög erfitt að smíða hann og prófa.

[1] Zerodur® var upphaflega þróað fyrir stjörnusjónauka í lok sjöunda áratugarins. Það hefur næstum enga varmaútþenslu, jafnvel við miklar hitasveiflur, er efnafræðilega stöðugt og er hægt að fægja mjög nákvæmlega. Margir sjónaukar sem skarta Zerodur® speglum hafa verið í notkun í áratugi, þar á meðal Very Large Telescope ESO í Chile.

Skýringar

[1] Zerodur® var upphaflega þróað fyrir stjörnusjónauka í lok sjöunda áratugarins. Það hefur næstum enga varmaútþenslu, jafnvel við miklar hitasveiflur, er efnafræðilega stöðugt og er hægt að fægja mjög nákvæmlega. Margir sjónaukar sem skarta Zerodur® speglum hafa verið í notkun í áratugi, þar á meðal Very Large Telescope ESO í Chile.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Marc Cayrel
ESO
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6685
Tölvupóstur: mcayrel@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1715.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1715is
Nafn:Extremely Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology
Facility:Extremely Large Telescope

Myndir

ELT secondary mirror blank successfully cast
ELT secondary mirror blank successfully cast
texti aðeins á ensku
ELT secondary mirror blank during transport
ELT secondary mirror blank during transport
texti aðeins á ensku
Transfer of ELT secondary mirror blank
Transfer of ELT secondary mirror blank
texti aðeins á ensku
ELT secondary mirror during transport to annealing facility
ELT secondary mirror during transport to annealing facility
texti aðeins á ensku
ELT secondary mirror blank in the streets of Mainz
ELT secondary mirror blank in the streets of Mainz
texti aðeins á ensku
ELT secondary mirror during transport to annealing facility
ELT secondary mirror during transport to annealing facility
texti aðeins á ensku
Arrival of ELT secondary at SCHOTT annealing facility
Arrival of ELT secondary at SCHOTT annealing facility
texti aðeins á ensku
Watching the opening of the ELT M2 mould
Watching the opening of the ELT M2 mould
texti aðeins á ensku
The secondary mirror of the ELT is successfully cast
The secondary mirror of the ELT is successfully cast
texti aðeins á ensku
Temperature determination of ELT secondary mirror during annealing
Temperature determination of ELT secondary mirror during annealing
texti aðeins á ensku
Opening of the ELT secondary blank mould
Opening of the ELT secondary blank mould
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 107 Light: Secondary Mirror of ELT Successfully Cast
ESOcast 107 Light: Secondary Mirror of ELT Successfully Cast
texti aðeins á ensku
Transporting and opening the mould containing the ELT secondary mirror blank
Transporting and opening the mould containing the ELT secondary mirror blank
texti aðeins á ensku