eso1716is — Fréttatilkynning

Hornsteinn lagður að Extremely Large Telescope ESO

Smíði ELT sjónaukans er hafin

26. maí 2017

Hornsteinn var lagður að Extremely Large Telescope (ELT) ESO við hátíðlega athöfn í dag í viðurvist Michelle Bachelet Jeria, forseta Chile. Athöfnin fór fram í Paranal stjörnustöðinni í norðurhluta Chile, nálægt staðnum þar sem risasjónaukinn verður reistur og markar þáttaskil í smíði stærrsta sjónauka heims fyrir sýnilegt ljós. Um leið hefst nýr kafli í stjarnvísindum. Tilefnið markaði einnig samteningu stjörnustöðvarinnar við rafveitukerfi Chile.

Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO tók á móti Bachelet forseta auk Roberto Tamai, verkefnastjóri ELT,, Andreas Kaufer, stjórnandi La Silla Paranal stjörnustöðvarinnar. Aurora Williams, námumálaráðherra, Luis Felipe Céspedes, fjármálaráðherra og Andrés Rebolledo orkumálaráðherra. Að auki sóttu fjölmargir aðrir gestir athöfunina, bæði úr iðnaði og stjórnmálum, auk vísindamanna og verkfræðinga ESO og fjölmiðla.

Hápunktur athafnarinnar var þegar tímahylki sem ESO útbjó var innsiglað. Í því er veggspjald með myndum af starfsfólki ESO og bók sem lýsir vísindalegum markmiðum sjónaukans. Framan á tímahylkinu er fimmhyrndur spegill úr Zerodur®, þ.e. líkan af safnspegli ELT í hlutfallinu einn á móti fimm [1].

Í ræðu sinni lagði forsetinn áherslu á: „Með því að hefja þessa miklu vinnu erum við að reisa meira en sjónauka hér: Við erum að tjá á besta mögulega hátt vísinda- og verkfræðilega getu og þá miklu möguleika sem alþjóðlegt samstarf hefur upp á að bjóða.“

Tim de Zeeuw þakkaði forsetanum og ríkisstjórn hennar fyrir áframhaldandi stuðjning við ESO í Chile og varðveislu næturhiminsins í landinu: „ELT mun leiða til uppgötvana sem við getum ekki íyndað okkur í dag og mun án nokkurs vafa veita fjölda fólks um allan heim innblástur um vísindi, tækni og stöðu okkar í alheiminum. Sjónaukinn kemur til með að nýtast öllum aðildarþjóðum ESO, Chile og heiminum öllum.“

Patrick Roche, forseti ESO ráðsins, bætir við: „Þetta eru tímamót í sögu ESO. ELT verður öflugasti og metnaðarfyllsti sjónauki sinnar tegundar. Við höfum náð þessum áfanga þökk sé framlagi fjölda fólks í aðildarríkjum ESO, í Chile og víðar, síðastliðin ár. Ég þakka þeim öllum og er hæstánægður að sjá mörg þeirra hér í dag að fagna áfanganum.“

Extremely Large Telescope (ELT) verður með 39 metra breiðan safnspegil og því stærsti sjónauki heims fyrir sýnilegt og innrautt ljós. Verkfræðin á bak við sjónaukann er einstök en hann verður hýstur undir 85 metra breiðu hvolfþaki sem snýst og er á stærð við fótboltavöll.

Fyrir ári síðan undirritaði ESO samning við ACe samstarfið sem í eru Astaldi, Cimolai og undirverktakinn EIE Group um smíði á hvolfinu og sjónaukagrindinni (eso1617). Þetta var stærsti samningur sem ESO hefur gert og stærsti samningur sögunnar sem tengist stjarnvísindum af jörðu niðri. Nú þegar hornsteinninn hefur veirð lagður er smíði ELT hvolfsins og sjónaukagrindarinnar formlega hafinn [2].

Við athöfnunina var einnig komið á sambandi við Cerro Paranal og Cerro Armazones við chileska rafveitukerfið. Þessi tenging naut mikils stuðnings frá chilesku ríkisstjórninni og lýtur stórn Grupo SAESA í Chile. Tengingin mun draga úr kostnaði og veita meiri áreiðanleika og stöðugleika sem og draga verulega úr kolefnisfótspori stjörnustöðvarinnar.

ELT er nýjasta verkefni ESO af mörgum sem hafa notið gríðarlegs stuðnings frá ríkisstjórn gestgjafaþjóðarinnar Chile í meira en hálfa öld. Stuðningur frá utanríkisráðuneytinu, orkumálaráðuneytinu og Stjórnskipunarnefnd um orkumál (CNE) hefur verið ómissandi til að koma stjörnustöðinni í gott samband við rafveitukerfið.

Ríkisstjórn Chile lagði til fjallið undir ELT en allt í kring er stórt landsvæði sem er verndað fyrir truflunum af öllu tagi í framtíðinni en markmiðið er að viðhalda stöðu Chile sem höfuðstöðva stjarnvísinda í heiminum.

ELT verður stærsta „auga“ Jarðar og mun bylta sýn okkar á alheiminn. Sjónaukinn á að leita svara við ýmsum spurningum, þar á meðal um lífvænlegar fjarreikistjörnur í geimnum, eðli hulduefnis og hulduorku og upphaf alheimsins. Sjónaukinn mun ennfremur varpa upp nýjum spurningum sem sem og bæta líf okkar á Jörðinni í gegnum nýja tækni og verkfræðikunnáttu.

ELT á að opna augun árið 2024. Lagning hornsteinsins markar upphaf nýrra tíma í stjarnvísindum.

Skýringar

[1] Vegna hvassviðris var athöfnin flutt frá Cerro Armazones yfir í Paranal Residencia.

[2] Heildarmassi hvolfsins verður í kringum 5000 tonn en sjónaukagrindin mun vega meira en 3000 tonn. Báðar byggingarnar eru langstærstar sinnar tegundar í heiminum og munu gera ELT að stærsta auga Jarðar.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1716.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1716is
Nafn:Extremely Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Facility:Extremely Large Telescope

Myndir

Artist’s rendering of the ELT in operation
Artist’s rendering of the ELT in operation
texti aðeins á ensku
The President of Chile, Michelle Bachelet, seals the time capsule at the first stone ceremony for the ELT
The President of Chile, Michelle Bachelet, seals the time capsule at the first stone ceremony for the ELT
texti aðeins á ensku
Artist’s rendering of the ELT in operation
Artist’s rendering of the ELT in operation
texti aðeins á ensku
Artist’s rendering of the ELT in operation
Artist’s rendering of the ELT in operation
texti aðeins á ensku
The levelled summit of Cerro Armazones in northern Chile
The levelled summit of Cerro Armazones in northern Chile
texti aðeins á ensku
Comparison of domes for future large telescopes
Comparison of domes for future large telescopes
texti aðeins á ensku
Map of new power grid connections to Paranal and Armazones
Map of new power grid connections to Paranal and Armazones
texti aðeins á ensku
Mosaic of the ELT made from portraits of ESO staff
Mosaic of the ELT made from portraits of ESO staff
texti aðeins á ensku
Hexagonal plaque sealing ELT time capsule
Hexagonal plaque sealing ELT time capsule
texti aðeins á ensku
ELT instruments
ELT instruments
texti aðeins á ensku
The President of Chile, Michelle Bachelet, arrives at the first stone ceremony for the ELT
The President of Chile, Michelle Bachelet, arrives at the first stone ceremony for the ELT
texti aðeins á ensku
The President of Chile, Michelle Bachelet, seals the time capsule at the first stone ceremony for the ELT
The President of Chile, Michelle Bachelet, seals the time capsule at the first stone ceremony for the ELT
texti aðeins á ensku
The President of Chile, Michelle Bachelet, attends the first stone ceremony for the ELT
The President of Chile, Michelle Bachelet, attends the first stone ceremony for the ELT
texti aðeins á ensku
ESO staff and guests on Cerro Armazones
ESO staff and guests on Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Distinguished guests at the ELT first stone ceremony
Distinguished guests at the ELT first stone ceremony
texti aðeins á ensku
Inauguration of the Armazones Substation
Inauguration of the Armazones Substation
texti aðeins á ensku
Past, present and future Directors General of ESO as of May 2017
Past, present and future Directors General of ESO as of May 2017
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 108 Light: First Stone Ceremony for ESO's ELT (4K UHD)
ESOcast 108 Light: First Stone Ceremony for ESO's ELT (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Flying into the ELT
Flying into the ELT
texti aðeins á ensku
Flying into the ELT (clip, no sound)
Flying into the ELT (clip, no sound)
texti aðeins á ensku
Artist's view of the ELT on Cerro Armazones
Artist's view of the ELT on Cerro Armazones
texti aðeins á ensku
Down the barrel of the Extremely Large Telescope
Down the barrel of the Extremely Large Telescope
texti aðeins á ensku
ELT trailer 2020
ELT trailer 2020
texti aðeins á ensku
B-roll material from ELT First Light
B-roll material from ELT First Light
texti aðeins á ensku