eso1717is — Fréttatilkynning

ESO undirritar samninga um smíði risasafnspegils ELT

30. maí 2017

Samningar um smíði á 39 metra safnspegli Extremely Large Telescope (ELT) ESO voru undirritaðir í höfuðstöðvum ESO nærri München í dag. Þýska fyrirtækið SCHOTT mun framleiða speglana en franska fyrirtækið Safran Reosc mun pússa þá og prófa. Samningur um pússun á speglunum er næst stærsti samningurinn sem tengist smíði ELT og þriðji stærsti samningur sem ESO hefur gert.

Speglakerfi Extremely Large Telescope ESO samanstendur af fimm speglum og er smíði hvers og eins verkfræðilega mjög krefjandi. Safnspegillinn verður 39 metra breiður og samanstendur af 798 stökum sexhyrndum einingum sem hver er 1,4 metrar á breidd. Spegillinn verður sá langstærsti sem gerður hefur verið fyrir stjörnusjónauka. Saman mynda speglarnir safnlinsu sem nemur mörgum milljón sinnum meira ljós en mannsaugað [1].

Samningar um smíði og pússun á safnspegli ELT voru undirritaðir í dag af Tim de Zeeuw, framkvæmdastjóra ESO, og fulltrúum SCHOTT og Safran Reosc, dóttufyrirtæki Safran Electronics & Defense í viðurvist lykilstarfsmanna ESO. Christoph Fark, varaforseti Advanced Opctics og Thomas Wasterhoff, markaðsstjóri Zerodur, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd SCHOTT. Hinn samningurinn var undirritaður af Philippe Rioufreyt, forstjóra Safran Reosc.

„Síðustu tvær vikur hafa verið einstakar! Við sáum annan spegil ELT í fyrsta sinn og síðastliðinn föstudag nutum við nærveru Michelle Bachelet, forseta Chile, við fyrstu skóflustungu ELT. Nú eru tvö leiðandi evrópsk fyrirtæki að hefja smíði á safnspegli ELT, sem er ef til vill stærsta áskorunin,“ sagði Tim de Zeeuw um framgang ELT verkefnisins.

Fimmhyrndu soeglarnir 798 mynda saman safnspegil ELT en þeir verða gerðir úr keramikefninu Zerodur® [2] frá SCHOTT. SCHOTT hafði áður fengið samning um framleiðslu á öðrum og þriðju speglum ELT og efnið verður einnig notað í fjórða spegil ELT, sem verður sveigjanlegur, og er í smíðum.

Þegar speglarnir eru tilbúnir verða þeir fluttir til Safran Reosc sem sér um að smíða festingar á þá, pússa og prófa og loks koma þeim fyrir í sjónaukanum. Við pússunina verður hver spegill fægður þangað til engar ójöfnur á speglinum eru stærri en 10 nanómetar — álíka mikið og fuglsungi ef spegillinn væri á stærð við Frakkland!

Til að mæta þeirri áskorun að flytja svo marga spegla innan nokkurra ára mun Safran Reosc smíða allt að einn spegil á dag. Sérstök aðstaða verður sett upp í verksmiðjunni þeirra í Poitiers sem sérhæfir sig í framleiðslu á ljós- og ljósraftæknibúnaði [3].

Samingurinn við Safran Reosc er næst stærsti samningurinn sem tengist smíði ELT og þriðji stærsti samningurinn sem ESO hefur undirritað [4]. Safran Reosc mun einnig hanna, pússa og prófa annan og þriðja spegil ELT og er um þessar mundir að framleiða 2mm þykka sveigjanlega spegilskel sem verður að fjórða spegli ELT.

Bæði SCHOTT og Safran Reosc eiga langa sögu að baki með ESO. Saman hafa fyrirtækin framleitt ýmis sjóntæki fyrir ESO, þar á meðal 8,2 metra speglana í Very Large Telescope ESO.

ELT er nú í smíðum á Cerro Armazones nærri Paranal stjörnustöð ESO í norðurhluta Chile. Gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun árið 2024.

Skýringar

[1] Speglunum í safnspegli ELT verður komið fyrir í grind með áföstum jaðarnemum — þeim nákvæmustu sem notaðir hafa verið í sjónauka — sem munu stöðugt mæla staðsetningu þeirra miðað við speglana í kring og gera þeim kleift að starfa saman sem fullkomið ljósmyndakerfi.

[2] Zerodur® er háþróað efni sem hefur næstum enga varmaútþenslu, jafnvel við miklar hitastigsbreytingar, er efnafræðilega stöðugt og er hægt að pússa mjög nákvæmlega. Spegiunarlagið verður úr áli eða silfri og sprautað á yfirborð þeirra skömmu áður en sjónakuinn verður tekinn í notkun. Margir þektir Zerodur® speglar hafa verið í notkun um árabil, .þar á meðal í Very Large Telescope ESO í Chile.

[3] Allt að 931 speglar verða framleiddir og pússaðir, þar á meðal 133 sem eru hugsaðir fyrir viðhald sjónaukans, þ.e. hægt verður að fjarlægja spegla og þrífa þá en koma öðrum fyrir á meðan til að halda ELT starfhæfum á meðan.

[4] Hinir samningarnir tveir voru fyrir grindina og hvolfið í kringum ELT og evrópsku ALMA loftnetin.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1717.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1717is
Nafn:Extremely Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology
Facility:Extremely Large Telescope

Myndir

Artists’s Rendering of the primary mirror of the ELT
Artists’s Rendering of the primary mirror of the ELT
texti aðeins á ensku
Signature ceremony with SCHOTT for ELT primary mirror segment blanks
Signature ceremony with SCHOTT for ELT primary mirror segment blanks
texti aðeins á ensku
Signature ceremony with Safran Reosc for production of ELT primary mirror segments
Signature ceremony with Safran Reosc for production of ELT primary mirror segments
texti aðeins á ensku
Size comparisons between the ELT primary mirror and other large planned facilities
Size comparisons between the ELT primary mirror and other large planned facilities
texti aðeins á ensku
ELT primary mirror blank contract awarded to SCHOTT
ELT primary mirror blank contract awarded to SCHOTT
texti aðeins á ensku
ELT primary mirror segments contract awarded to Safran Reosc
ELT primary mirror segments contract awarded to Safran Reosc
texti aðeins á ensku
Group picture of participants in ELT M1 contracts ceremony in May 2017
Group picture of participants in ELT M1 contracts ceremony in May 2017
texti aðeins á ensku
Tim de Zeeuw addresses participants at the ELT M1 contracts signing ceremony
Tim de Zeeuw addresses participants at the ELT M1 contracts signing ceremony
texti aðeins á ensku
Christoph Fark addresses participants at the ELT M1 contracts signing ceremony
Christoph Fark addresses participants at the ELT M1 contracts signing ceremony
texti aðeins á ensku
Joël Berkoukchi addresses participants at the ELT M1 contracts signing ceremony
Joël Berkoukchi addresses participants at the ELT M1 contracts signing ceremony
texti aðeins á ensku
Philippe Rioufreyt addresses participants at the ELT M1 contracts signing ceremony
Philippe Rioufreyt addresses participants at the ELT M1 contracts signing ceremony
texti aðeins á ensku
Philippe Rioufreyt presents the ESO Director General with a gift
Philippe Rioufreyt presents the ESO Director General with a gift
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 109 Light: Full steam ahead with ELT primary mirror (4K UHD)
ESOcast 109 Light: Full steam ahead with ELT primary mirror (4K UHD)
texti aðeins á ensku