eso1719is — Fréttatilkynning

VISTA fangar þrjár þokur í einu

14. júní 2017

Á þessari nýju þriggja gígapixla mynd frá VLT Survey Telescope (VST) ESO sjást tvær frægustu geimþokur himins ásamt aðeins minna þekktum nágranna sínum. Hægra megin sést dauft glóandi gasský sem kallast Sharpless 2-54, Arnarþokan í miðjunni og vinstra megin er Omegaþokan. Þríeykið er einungis lítill hluti af risavöxnu gas- og rykskýi sem getur af sér nýjar stjörnur.

Sharpless 2-54 og Arnar- og Omegaþokan eru í um 7000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Tvær fyrrnefndu þokurnar tilheyra Höggorminum en sú síðarnefnda er í Bogmanninum. Á þessu svæði í Vetrarbrautinni okkar eru mikil ský úr stjörnumyndunarefni. Þokurnar þrjár eru á svæði í skýinu sem hefur kastast í kekki og myndað nýjar stjörnur. Orkuríkt ljós frá ungviðinu veldur því að gasið í kring lýsist upp en vetnisský gefa frá sér ljós sem hefur bleikan blæ.

Tvö fyrirbæranna á myndinni fundust á svipaðan hátt. Stjörnufræðingar tóku fyrst eftir björtum stjörnuþyrpingum í bæði Sharpless 2-54 og Arnarþokunni. Þegar betur var að gáð reyndist síðarnefnda þyrpingin gasský. Breski stjörnufræðingurinn William Herschel tók fyrstur manna eftir Sharpless 2-54 þyrpingunni árið 1784. Sú þyrping er kölluð NGC 6604 (eso1219) og sést vinstra megin á myndinni. Daufu gasskýin í kring fundust ekki fyrr en bandaríski stjörnufræðingurinn Stewart Sharpless tók eftir þeim á ljósmyndum sem teknar voru fyrir National Geographic-Palomar Sky Atlas.

Ekki leið á löngu þar til heildarmynd fékkst á Arnarþokuna. Fyrst uppgötvaði svissneski stjörnufræðingurinn Philippe Loys de Chéseaux björtu stjörnuþyrpinguna NGC 6611 árið 1745 eða 1746 (eso0142). Tveimur áratugum síðar fann franski stjörnufræðingurinn Charles Messier nokkrar aðrar þokur á svæðinu og gaf því öllu heitið Messier 16 í skrá sinni (eso0926).

de Chéseaux tókst að sjá Omegaþokuna árið 1745 en skrá Svisslendingsins varð aldrei þekkt. Messier fann sjálfur Omegaþokuna árið 1746 og gaf henni skráarheitið Messier 17 (eso0925).

Myndirnar sem hér sjást voru teknar með VLT Survey Telescope (VST) ESO í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Litmyndin var sett saman úr mörgum ljósmyndum — hver 256 megapixlar — sem teknar voru með OmegaCAM myndavélinni á sjónaukanum. Lokaafurðin krafðist mikillar myndvinnslu og er í heil 3,3 gígapixlar, ein stærsta mynd sem ESO hefur birt.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1719.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1719is
Nafn:Eagle Nebula, M 16, M 17, Messier 16, Messier 17, Omega Nebula, Swan Nebula
Tegund:Milky Way : Nebula : Appearance : Emission : H II Region
Facility:VLT Survey Telescope
Instruments:OmegaCAM

Myndir

The VST captures three spectacular nebulae in one image
The VST captures three spectacular nebulae in one image
texti aðeins á ensku
Highlights from huge VST nebula image
Highlights from huge VST nebula image
texti aðeins á ensku
Nebulae on the borders of the constellations of Sagittarius and Serpens
Nebulae on the borders of the constellations of Sagittarius and Serpens
texti aðeins á ensku
The VST captures three spectacular nebulae in one image (annotated)
The VST captures three spectacular nebulae in one image (annotated)
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 111 Light: VST captures glowing celestial triplet
ESOcast 111 Light: VST captures glowing celestial triplet
texti aðeins á ensku
Zooming in on a rich region of star formation
Zooming in on a rich region of star formation
texti aðeins á ensku
Highlights from huge VST nebula image
Highlights from huge VST nebula image
texti aðeins á ensku
The Omega Nebula region seen with the VST
The Omega Nebula region seen with the VST
texti aðeins á ensku
The region of the Eagle Nebula seen with the VST
The region of the Eagle Nebula seen with the VST
texti aðeins á ensku
The Sharpless 2-54 region seen with ESO's VST
The Sharpless 2-54 region seen with ESO's VST
texti aðeins á ensku