eso1720is — Fréttatilkynning

Þyrilþoka með virkt hjarta

5. júlí 2017

Very Large Telescope (CLT) ESO hefur tekið glæsilega mynd af bjálkaþyrilvetrarbrautinni Messier 77. Myndin sýnir fegurð glitrandi en rykuga þyrilarma vetrarbrautarinnar vel en lítið ber á hamförunum sem átt eftir að ganga í gegnum í framtíðinni.

Þessi glæislega þyrilvetrarbraut virkar kyrrlát en það er fjarri sanni. Messier 77 (einnig þekkt sem NGC 1068) er ein nálægasta virka vetrarbrautin en það eru með orkuríkustu og glæsilegustu fyrirbærunum í alheiminum. Kjarnar þeirra eru bjartir og skína skærar en allir hinir hlutar vetrarbrautarinnar. Virkar vetrarbrautir eru meðal björtustu fyrirbæranna í alheiminum og gefa frá sér ljós á flestum, ef ekki öllum bylgjulengdum, frá gamma- og röntgengeislum niður í örbylgjur og útvarpsbylgjur. Messier 77 telst Seyfert vetrarbraut af gerð II en þær eru sérstaklega bjartar á innrauðum bylgjulengdum.

Þessi mikla birta er komin til af öflugri geislun frá miðjunni — aðsópskringlu í kringum risasvarthol. Efni sem fellur í átt að svartholinu þjappast saman og hitnar gífurlega og gefur þá frá sér mikla orku. Aðsópskringlan er talin sveiouð þykkri kleinuhringslaga skýi úr gasi og ryki sem kallast tórus. Mælingar á Messier 77 árið 2003 með VLT víxlmælinum sýndu fyrst þetta ský (eso0319).

Þessi mynd af Messier 77 var tekin á fjórum mismunandi bylgjulengdum sem sést af bláa, rauða, fjólubláa og bleika (vetnis-alfa) litunum. Hver bylgjulengd dregur fram ólíka eiginleika. Til dæmis sýnir bleika vetnis-alfa geislunin heitari og yngri stjörnur að myndast í þyrilörmunum, á meðan rauði liturinn eru fínu gasþræðirnir í kringum Messier 77 [1]. Í forgrunni sést stjarna úr Vetrarbrautinni okkar með brodda sem hljótast af ljósbroti í sjónaukanum. Í bakgrunni sjást fjölmargar fjarlægar vetrarbrautir sem virka agnarsmáar í samanburði við virku vetrarbrautina.

Messier 77 er í 47 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Hvalnum. Hún er ein fjarlægasta vetrarbrautin í skrá Messiers. Upphaflega taldi Messier að hún væri þyrping stjarna en betri sjónaukar sýndu að um vetrarbraut var að ræða. Messier 77 er um það bil 100.000 ljósár í þvermál og ein stærsta vetrarbrautin í Messiersskránni — svo efnismikil að þyngdarkraftur hennar veldur því að nálægar vetrarbrautir hafa aflagast (eso1707) [2].

Myndin var tekin með FOcal Reducer and low Dispersion Spectrograph 2 (FORS2) mælitækinu á VLT sjónauka 1 (Antu) í Paranal stjörnustöðinni í Chile. Hún er úr Cosmic Gems verkefni ESO þar sem markmiðið er að taka glæsilegar myndir af áhugaverðum fyrirbærum með sjónaukum ESO fyrir fræðslu- og útbreiðslustarf.

Skýringar

[1] Svipaðir rauðir þræðir hafa líka fundist í NGC 1275. Þau eru köld þrátt fyrir að vera umlukin mjög heitu gasi sem er í kringum 50 milljón gráður á Celsíus. Þræðirnir eru fastir í segulsviði sem viðhalda uppbyggingu þeirra og sýna hvernig orka frá svartholinu í miðjunni flyst til gassins í kring.

[2] NGC 1055 er í um 60 milljón ljósára fjarlægð. Hún liggur á rönd, öfugt við Messier 77. Þessi stjörnufræðimynd dagsins sýnir báðar saman í sjónsviði sem er á stærð við fullt tungl (APOD).

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1720.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1720is
Nafn:Messier 77
Tegund:Local Universe : Galaxy : Activity : AGN : Seyfert
Facility:Very Large Telescope
Instruments:FORS2

Myndir

Dazzling galaxy Messier 77
Dazzling galaxy Messier 77
texti aðeins á ensku
The active galaxy Messier 77 in the constellation of Cetus
The active galaxy Messier 77 in the constellation of Cetus
texti aðeins á ensku
Wide-field image of the sky around Messier 77
Wide-field image of the sky around Messier 77
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 115 Light: Meet one of the most energetic objects in the Universe (4K UHD)
ESOcast 115 Light: Meet one of the most energetic objects in the Universe (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Zooming in on Messier 77
Zooming in on Messier 77
texti aðeins á ensku
Panning across a new image of Messier 77
Panning across a new image of Messier 77
texti aðeins á ensku