eso1801is — Fréttatilkynning

Fyrstu speglar ELT safnspegilsins steyptir

9. janúar 2018, Hafnarfjordur

Þýska fyrirtækið SCHOTT í Mainz í Þýskalandi hefur nú lokið við að streypa fyrstu sex sexhyrndu speglana í safnspegil Extremely Large Telescope (ELT) ESO. Speglarnir koma til með að mynda 39 metra breiðan safnspegil sjónaukans en hann verður samsettur úr 798 stökum speglum þegar smíðinni lýkur. ELT verður stærsti sjónauki heims fyrir sýnilegt ljós þegar hann verður tekinn í notkun árið 2024.

Hinn 39 metra breiði safnspegill Extremely Large Telescope ESO verður sá stærsti sem smíðaður hefur verið. Spegillinn er of stór til þess að hægt sé að steypa hann í heilu lagi og kemur hann því til með að samanstanda af 798 stökum sexhyrndum speglum sem verða 1,4 metra breiðir og 5 sentímetra þykkir hver um sig. Speglarnir munu virka saman eins og einn stór spegill sem safnar mörgum tugum milljón sinnum meira ljósi en mannsaugað.

„Það var dásamleg tilfinning að sjá fyrstu stykkin steypt. Þetta er stór áfangi í smíði ELT,“ sagði Marc Cayrel sem hefurr umsjón með smíði spegla ELT hjá ESO.

Safnspegillinn verður, rétt eins og annar aukaspegillinn, búinn til úr keramikefni frá SCHOTT sem kallast Zerodur© en það býr yfir mjög lítilli varmaútþenslu. ESO gerði samning við þýska fyrirtækið til að steypa fyrstu fjóra spegla ELT (kallaðir M1 til M4 en M1 er safnspegillinn) (eso1704).

Fyrsta steypunin er mikilvæg því hún gerir verkfræðingum SCHOTT kleift að skoða og laga framleiðsluferði og tækin og tólin sem eru notuð til verksins.

Steypun fyrstu sex speglanna markar þáttaskil í smíði sjónaukans en enn er langur vegur framundan. Steypa þarf meira en 900 spegla og síðan fægja (798 stykki fyrir safnspegilinn sjálfann og 133 stykki aukalega). Þegar framleiðslan kemst á fulla ferð verður einn spegill steyptur á dag.

Eftir steypun verða speglanir látnir kólna hægt og rólega og gangast undir hitameðferð en síðan verða þeir fægðir svo þeir taki á sig rétta lögun svo ekki má skeika meira en 15 nanómetrum yfir allt flatarmálið. Franska fyrirtækið Safran Reosc hefur umsjón með slípuninni en það sér einnig um aðrar prófanir (eso1717).

Skýringar

[1] Zerodur var upphaflega þróað fyrir sjónauka seinni hluta 1960. Efnið hefur næstum enga varmaþenslu sem þýðir að jafnvel miklar hitasveiflur hafa ekki áhrif á lögun spegilsins. Efnafræðilega er efnið mjög þolið og hægt að pússa mjög vel og vandlega. Speglunarlagið, gert úr áli eða silfri, er venjulega úðað á mjög slétt yfirborð áður en sjónaukinn er gangsettur. Margir þekktir sjónaukar með Zerodur spegla hafa verið að störfum í árautgi, til dæmis Very Large Telescope ESO í Chile.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Iceland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: saevarhb@gmail.com

Marc Cayrel
ESO, Head of ELT Optomechanics
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6685
Tölvupóstur: mcayrel@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1801.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1801is
Nafn:Extremely Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope
Facility:Extremely Large Telescope

Myndir

First ELT main mirror segments successfully cast
First ELT main mirror segments successfully cast
texti aðeins á ensku
First ELT main mirror segments successfully cast
First ELT main mirror segments successfully cast
texti aðeins á ensku
First ELT main mirror segments successfully cast
First ELT main mirror segments successfully cast
texti aðeins á ensku
First ELT main mirror segments successfully cast
First ELT main mirror segments successfully cast
texti aðeins á ensku
First ELT main mirror segments successfully cast
First ELT main mirror segments successfully cast
texti aðeins á ensku
First ELT main mirror segments successfully cast
First ELT main mirror segments successfully cast
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 145 Light: First ELT Main Mirror Segments Successfully Cast (4K UHD)
ESOcast 145 Light: First ELT Main Mirror Segments Successfully Cast (4K UHD)
texti aðeins á ensku
First ELT main mirror segments successfully cast
First ELT main mirror segments successfully cast
texti aðeins á ensku