eso1813is — Fréttatilkynning

Ný Supernova yfir München

ESO Supernova Planetarium & Visitor Center opnað

27. apríl 2018

Hinn 28. apríl 2018 var Supernova stjörnuver og gestastofa ESO tekið í notkun og verður hún opin almenningi frá og með þeim degi. Gestastofan er við höfuðstöðvar ESO í Garching i Þýskalandi og geta gestir fundið þar mikinn fróðleik um stjarnvísindi almennt, tliteknar uppgötvanir ESO, sem og upplýsingar um ýmis verkefni og tæknibúnað. Árið 2018 verður aðgangur að ESO Supernova ókeypis og er hægt að bóka sýningar og aðra viðburði á vefnum.

ESO Supernova Planetarium & Visitor Center er samstarfsverkefni European Southern Observatory (ESO) og Heidelberg Institute for Theoretical Studies (HITS). Byggingin er gjöf frá Klaus Tschira Stiftung (KTS), sjóðs sem styður við bakið á náttúruvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði. ESO sér um rekstur gestastofunnar [1].

Byggingin glæsilega var hönnuð af arktektastofunni Bernhardt + Partner. Hún líkist þéttu tvístirnakerfi þar sem efni flyst af annarri stjörnunni yfir til hinnar. Þetta leiðir til þess að sú þyngri endar sem sprengistjarna og skín þá um tíma skærar en allar stjörnur í hýsivetrarbrautinni samanlagt. Gestastofan kallast ESO Supernova en hlutverk hennar er að efla áhuga ungra sem aldna á stjarnvísindum.

Í hjarta ESO Supernova er stjörnuver útbúið fyrsta flokks sýningarbúnaði. Í stjörnuverinu verða margar mismunandi sýningar sem og aðrir menningarviðburðr fara fram. Gestir sem heimsækja það milli apríl og júní 2018 geta valið úr átta stjörnuverssýningum, allt frá verðlaunamyndinni The Secrets of Gravity sem er teiknimynd um uppgötvanir Albert Einstein, til heimildarmyndarinnar Hidden Universe.

ESO Supernova býður skólahópum ennfremur upp á tvær sérsniðnar sýningar — A Tour of the Solar System og The Skies Above Us — auk sex vinnusmiðja sem byggja á námskrármarkmiðum. Námskeiðin eru miðuð að leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Í ESO Supernova verður líka boðið upp á sérstök kennaranámskeið.

Í ESO Supernova er einnig gagnvirk sýning þar sem gestir geta skoðað raunverulega tæki og tól sem notuð eru í rannsóknum. Gestir geta líka gert tilraunir til að fá hugmynd um hvað það þýðir að vera stjörnufræðingum, að starfa við vísindi og læra um leyndardóma alheimsins. Fyrsta varanlega sýningin kallast The Living Universe og fjallar hún um líf í alheimi.

Í byggingunni er 40 metra breið ljósmynd af næturhimninum (sú stærsta í heimi), loftsteinn og hluti úr spegli Extremely Large Telescope sem gestir geta snert. Annars staðar geta gestir smíðað sína eigin skónauka, auk þess sem kappsamir gestir geta sest á reiðhjól og hjólað á ljóshraða! Hægt er að skoða sýninguna bæði með leiðsögn eða upp á eigin spýtur.

Á þaki hússins eru fundarsalir þar sem hægt er að halda fyrirlestra, vinnusmiðjur og ráðstefnur en neðst, í rými sem kallast The Void, er einstakt og fallegt stjörnuþak.

ESO Supernova verður opið milli 9:00 og 17:00 á miðvikudögum til föstudaga en frá kl. 12:00 til 17:00 á laugardögum og sunnudögum. Hægt er að bóka ókeypis miða á netinu og prenta út þegar komið er í gestastofuna.

Allt fræðsluefni er bæði á ensku og þýsku og verður ókeypis árið 2018. Frekari upplýsingar um dagskrá og fleira má nálgast á vefsíðu ESO Supernova.

Gestir geta skráð sig og fengið send fréttabréf og fylgt @ESOSupernovaDE á þýsku á Facebook og/eða Twitter, eða @ESOSupernova á ensku á Facebook og/eða Twitter. Fjölmiðlar geta einnig fengið fréttir hér en kennarar geta einnig fengið sérstakt fréttabréf.

Framlög og samstarf við ESO Supernova er þegið með þökkum. Einnig er hægt að leigja rými í húsinu.

Skýringar

[1] Eftir að hugmyndin kviknaði um að þróa nýstárlega byggingu helgaða miðlun og kennslu í stjarnvísindum leitaði Klaus Tschira heitinn, þáverandi stjórnarformaður Klaus Tschira Stiftung (KTS) og Heidelberg Institute for Theoretical Studies (HITS) til ESO um hýsingu. Í desember 2013 þáði ESO formlega bygginguna að gjöf.

Frekari upplýsingar

ESO Supernova nýtur stuðnings LOR Foundation, Evans & Sutherland og Sky-Skan

KTS

Klaus Tschira Stiftung (KTS) sjóðurinn var settur á laggirnar árið 1995 af eðlisfræðingnum og stofnanda SAP, Klaus Tschira (1940-2015). Sjóðurinn er einn stærsti einkarekni góðgerðarsjóður Evrópu. Hann styður við bakið á náttúruvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði, einkum í leikskólum, grunnskólum, háskólum og rannsóknarmiðstöðvum. Sjóðurinn beitir nýjum aðferðum í að yfirfæra vísindalega þekkingu og styður bæði við þróun og miðlun rannsóknarniðurstaða. ESO Supernova er gjöf frá KTS og ESO sér um reksturinn.

HITS

Heidelberg Institute for Theoretical Studies (HITS gGmbH) var stofnuð árið 2010 af eðlisfræðingnum og stofnanda SAP, Klaus Tschira. Stofnunin er einkarekin rannsóknarstofnun. HITS gerir grunnrannsóknir í náttúruvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði, þar sem áhersla er lögð á vinnslu mikils gagnamagns. Rannsóknarsviðin ná frá sameindalíffræði til stjarneðlisfræði. Hluthafar í HITS eru HITS Stiftung, sem er undir Klaus Tschira Foundation, Heidelberg University og Karlsruhe Institute of Technology (KIT). HITS starfar líka með öðrum háskólum og rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum. Grunnfjármögnun HITS kemur frá HITS Stiftung og fjármagni frá Klaus Tschira Foundation. Helstu utanaðkomandi fjármögnunaraðilar eru Mennta og vísindamálaráðuneytið (BMBF), Þýska rannsóknarráðið (DFG) og Evrópusambandið.

ESO

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Tania Johnston
ESO Supernova Coordinator
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6130
Tölvupóstur: tjohnsto@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1813.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1813is
Nafn:ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility

Myndir

The ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre
The ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre
texti aðeins á ensku
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
texti aðeins á ensku
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
texti aðeins á ensku
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
texti aðeins á ensku
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
texti aðeins á ensku
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
texti aðeins á ensku
ESO Supernova opening poster
ESO Supernova opening poster
texti aðeins á ensku
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
texti aðeins á ensku
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
ESO Supernova opening — a new supernova over Munich
texti aðeins á ensku
Views of the Void
Views of the Void
texti aðeins á ensku
ESO Supernova seminar room
ESO Supernova seminar room
texti aðeins á ensku
Supernova in the Sun
Supernova in the Sun
texti aðeins á ensku
ELT exhibition
ELT exhibition
texti aðeins á ensku
Press conference for inauguration of the ESO Supernova
Press conference for inauguration of the ESO Supernova
texti aðeins á ensku
Reception at the ESO Supernova
Reception at the ESO Supernova
texti aðeins á ensku
Mock-up of the Atacama Desert
Mock-up of the Atacama Desert
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Time-lapse of the construction of the ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre
Time-lapse of the construction of the ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre
texti aðeins á ensku
ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre construction
ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre construction
texti aðeins á ensku
Flying over the ESO Supernova compilation
Flying over the ESO Supernova compilation
texti aðeins á ensku
ESOcast 158 Light: A New Supernova Over Munich (4K UHD)
ESOcast 158 Light: A New Supernova Over Munich (4K UHD)
texti aðeins á ensku
The opening of the ESO Supernova compilation
The opening of the ESO Supernova compilation
texti aðeins á ensku
From the ESO Supernova to the end of the Universe
From the ESO Supernova to the end of the Universe
texti aðeins á ensku
ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre trailer
ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre trailer
texti aðeins á ensku
Time-lapse of the sky above the ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre
Time-lapse of the sky above the ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre
texti aðeins á ensku