eso1822is — Fréttatilkynning

Almyrkvi á sólu 2019 í La Silla stjörnustöð ESO í Chile

4. júlí 2018, Hafnarfjordur

Þann 2. júlí árið 2019 verður eitt tignarlegasta sjónarspil náttúrunnar, almyrkvi á sólu, sjáanlegt frá La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Almyrkvar á sólu eru sjaldséðir frá hverjum tilteknum stað á Jörðinni — næsti verður sýnilegur frá La SIlla eftir 212 ár — svo ESO mun bjóða fólki að fylgjast með myrkvanum frá stjörnustöðinni. MIðar verða í boði frá kl. 11:00 að íslenskum tíma föstudaginn 13. júlí 2018.

Annan júlí árið 2019 hylur tunglið skífu sólar og breytir degi í nótt um stundarkorn þegar almyrkvi á sér stað á 150 km breiðu belti í norðurhluta Chile. Þúsundir gesta frá öllum heimshornum munu ferðast á svæðið til að upplifa þetta einstaka náttúrufyrirbæri í stórkostlegri náttúru Chile.

Almyrkvinn sést frá La Silla stjörnustöð ESO í Chile á 50 ára starfsafmæli stöðvarinnar. Til að halda upp á þetta stendur ESO fyrir sólmyrkvaskoðun árið 2019 í La Silla stjörnustöðinni. Myrkvinn stendur yfir seint síðdegis svo boðið verður upp á ýmsa viðburði yfir daginn, þar á meðal skoðunarferð um sjónaukana, fyrirlestra og vinnusmiðjur. Það veltur á veðri hvort myrkvinn sjáist og ekki hægt að ábyrgjast það [1].

„Þennan þriðjudag í júlí 2019 verða augu heimsins á Chile þegar tunglið gengur milli Jarðar og sólar og skyggir á ljós hennar,“ sagði Claudio Melo, fulltrúi ESO í Chile. „Stjarnvísindi, óviðjafnanleg fegurð chileska himinsins sem blasir við og sólmyrkvinn munu laða mörg þúsund manns að, bæði frá Chile og öðrum löndum.“

ESO og Cerro Tololo Inter-American Observatory, Gemini Observatory, SOAR Observatory, Large Synoptic Survey Telescope, Las Campanas Observatory, og Giant Magellan Telescope Project vinna náið með yfirvöldum í Coquimbo og Atacama, sem og með fyrirtækjum og stofnunum á svæðunum. Markmið allra er að tengja vísindi og sér í lagi stjarnvísindi við almenning í Chile á meðan myrkvanum 2019 stendur og bjóða mikinn fjölda gesta velkominn.

Frekari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vef ESO. Þrjú hundruð miðar verða í boði í ESOshop frá kl. 11:00 að íslenskum tíma föstudaginn 13. júlí. MIðarnir kosta 200 evrur og innifalið er flutningur frá rótum La Silla fjalls upp í stjörnustöðina, sólmyrkvagleraugu og aðgangur að öllum viðburðum á svæðinu. Fyrstir koma fyrstir fá.

Tekjur af miðasölunni verða notaðar til að ná upp í kostnað við viðburðinn og fjármagna önnur menntaverkefni, þar á meðal frían aðgang aðgang fyrir almenning í stjörnustöðvar ESO og skólabörn í Chile. Gestir frá skólum í Chile munu sækja viðburðinn í gegnum sérstaka samkeppni í Chile og staðið verður fyrir opinberri samkeppni fyrir almenning í aðildarríkjum ESO. Samfélagsmiðlahittingur í gegnum #MeetESO verður ennfremur á dagskrá. Fjölmiðlar og fræðsluhópar munu einnig sækja atburðinn. Frekari upplýsingar verða aðgengilegar á vef ESO.

Stjörnustöðvarnar munu ásamt SOCHIAS, CONICYT og háskólum í Chile kynna almyrkvann 2019 og færa stjarnvísindi nær almenningi í Chile og í heiminum og reyna að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að vernda næturhiminninn í Chile. Viðburðir þess efnis munu eiga sér stað þangað til myrkvinn skellur á, þar á meðal fyrirlestrar, sýningar, veflægt efni og samkeppnir á samfélagsmiðlum og í skólum en sigurvegurunum verður boðið í heimsókn í eina af stjörnustöðvunum.

Almyrkvar eru tiltölulega sjaldgæfir en þeir eiga sér á nærri 360 ára frestir frá hverjum tilteknum stað á Jörðinni. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir áhugasama að verða vitni að einstöku sjónarspili.

Skýringar

[1] Mikilvægt er að hafa í huga að á La Silla svæðinu eru framúrskarandi aðstæður til stjörnuskoðunar en ekki er hægt að ábyrgjast góðar veðuraðstæður. Upplýsingar um veður má finna hér. Viðburðirnir, þar á meðal fyrirlestrar og vinnusmiðjur, fara fram óháð veðri. Verði að hætta við atburð af öryggisástæðum verða miðar endurgreiddir að fullu.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Laura Ventura
ESO education and Outreach Department – Group Leader Chile
Santiago, Chile
Sími: +56 2 24633258
Tölvupóstur: contacto@eso.org

Richard Hook
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1822.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1822is
Nafn:Eclipse
Tegund:Solar System : Sky Phenomenon : Eclipse : Solar : Total

Myndir

Clear-weather simulation of the 2019 eclipse viewed from La Silla
Clear-weather simulation of the 2019 eclipse viewed from La Silla
texti aðeins á ensku
Clear-weather simulation of the 2019 eclipse viewed from La Silla (annotated, English)
Clear-weather simulation of the 2019 eclipse viewed from La Silla (annotated, English)
texti aðeins á ensku
Clear-weather simulation of the 2019 eclipse viewed from La Silla (annotated, Spanish)
Clear-weather simulation of the 2019 eclipse viewed from La Silla (annotated, Spanish)
texti aðeins á ensku
Paths of all total solar eclipses in the period 2019–2040
Paths of all total solar eclipses in the period 2019–2040
texti aðeins á ensku
Total Solar Eclipse 2019
Total Solar Eclipse 2019
texti aðeins á ensku
The double-diamond-ring effect seen during the hybrid solar eclipse of 3 November 2013
The double-diamond-ring effect seen during the hybrid solar eclipse of 3 November 2013
texti aðeins á ensku
Compound view of the hybid solar eclipse of 3 November 2013
Compound view of the hybid solar eclipse of 3 November 2013
texti aðeins á ensku
Compound view of the 13 November 2012 total solar eclipse
Compound view of the 13 November 2012 total solar eclipse
texti aðeins á ensku
The total solar eclipse of 21 August 2017
The total solar eclipse of 21 August 2017
texti aðeins á ensku
The 9 March 2016 total solar eclipse
The 9 March 2016 total solar eclipse
texti aðeins á ensku
Total solar eclipse on 9 March 2016
Total solar eclipse on 9 March 2016
texti aðeins á ensku
The total solar eclipse of 21 August 2017
The total solar eclipse of 21 August 2017
texti aðeins á ensku
Total solar eclipse path in Chile
Total solar eclipse path in Chile
texti aðeins á ensku
Total solar eclipse path in Chile
Total solar eclipse path in Chile
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 170: All you need to know about total solar eclipse 2019
ESOcast 170: All you need to know about total solar eclipse 2019
texti aðeins á ensku
ESOcast 170: Todo lo que necesitas saber sobre el eclipse solar total de 2019
ESOcast 170: Todo lo que necesitas saber sobre el eclipse solar total de 2019
texti aðeins á ensku
Hiding the Sun
Hiding the Sun
texti aðeins á ensku
The dark side of the Earth
The dark side of the Earth
texti aðeins á ensku
Shadow of the Moon
Shadow of the Moon
texti aðeins á ensku
Artist's impression of the 2 July 2019 total solar eclipse
Artist's impression of the 2 July 2019 total solar eclipse
texti aðeins á ensku
Objects in the sky during the La Silla total solar eclipse (English)
Objects in the sky during the La Silla total solar eclipse (English)
texti aðeins á ensku
Objects in the sky during the La Silla total solar eclipse (Spanish)
Objects in the sky during the La Silla total solar eclipse (Spanish)
texti aðeins á ensku
The path of totality for the total solar eclipse of 2231
The path of totality for the total solar eclipse of 2231
texti aðeins á ensku