eso1824is — Fréttatilkynning

Hnífskarpar myndir frá nýju aðlögunarsjóntæki VLT

18. júlí 2018

Ný aðlögunarsjóntækjastilling sem kallast leisisneiðmyndataka (Laser Tomography) hefur verið tekin í notkun á Very Large Telescope (VLT) ESO. Fyrstu myndirnar eru hnífskarpar en þær eru af Neptúnusi, stjörnuþyrpingu og öðrum fyrirbærum. Nú geta MUSE mælitækið í Narrow-Field stillingu og GALACSI aðlögunarsjóntækið notað þessa nýju tækni til þess að leiðrétta ókyrrð í mismunandi hæð í lofthjúpnum. Nú er mögulegt að taka myndir frá jörðu niðri í sýnilegu ljósi sem eru skarpari en myndir frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA. Þessi einstaka greinigeta, auk litrófsmæligetu MUSE, gerir stjörnufræðingum kleift að rannsaka fyrirbæri í geimnum í mun meiri smáatriðum en áður.</p>

MUSE (Multi Unit Spectroscopic Explorer) mælitækið á Very Large Telescope (VLT) ESO vinnur með aðlögunarsjóntæki sem kallast GALACSI. Í því felst notkun á Laser Guide Stars Facility, 4LGSF, undirkerfis Adaptive Optics Facility (AOF). AOF færir mælitækjum í VLT 4 aðlögunarsjóntæki. MUSE var fyrsta mælitækið til að njóta góðs af nýja búnaðinum og hefur nú tvær aðlögunarstillingar — Wide Field Mode og Narrow Field Mode [1].

MUSE Wide Field Mode ásamt GALACSI í yfirborðsstillingu leiðréttir áhrif ókyrrðar í lofthjúpnum allt að kílómetra fyrir ofan sjónaukann yfir tiltölulega vítt sjónsvið. En nýja Narrow Field Mode beitir leyisisneiðmyndatöku til þess að leiðrétta næstum alla ókyrrð lofthjúpsins yfir sjónaukanum og getur þannig skilað miklu skýrari myndum en yfir þrengra sjónsvið [2].

Þessi nýja tækni gerir 8 metra sjónauka kleift að ná fræðilegri greinigetu og takmarkast ekki lengur af lélegu stjörnuskyggni. Mjög erfitt er að ná slíkri greinigetu á sýnilega sviðinu en fyrir vikið eru myndirnar álíka skarpar og þær sem Hubble geimsjónauki NASA og ESA tekur. Þetta kemur til með að gera stjörnufræðingum kleift að rannsaka í smáatriðum fyrirbæri á borð við risasvarthol í miðju fjarlægra vetrarbrauta, stróka frá ungum stjörnum, kúluþyrpingar, sprengistjörnur, reikistjörnur og tungl þeirra í sólkerfinu okkar og margt fleira.

Aðlögunarsjóntækni leiðréttir ókyrrð í lofthjúpi jarðar sem leiðir til lélegs stjörnuskyggnis sem aftur veldur því að allar myndir verða óskýrar. Sömu áhrif valda því að stjörnur sýnast blika. Ljós frá stjörnum og vetrarbrautum bjagast þegar það ferðast í gegnum mismunandi ókyrr lög lofthjúpsins svo stjörnufræðingar verða að beita sniðugum aðferðum til þess að betrumbæta greinigæðin.

Þess vegna eru fjórir bjartir leisigeislar fastir á sjónauka fjögur sem varpa sterku 30 sentímetra breiðu appelsínugulu ljósi til himins. Þar örva geislarnir natríumatóm hátt í lofthjúpnum og búa til leysiiðmiðunaristjörnur, Laser Guide Stars. Aðlögunarsjóntæki nota ljósið frá þessum gervistjörnum til þess að mæla ókyrrðina í lofthjúpnum og reikna út leiðréttingar þúsund sinnum á sekúndu. Annars spegillinn í sjónauka fjögur er sveigjanlegur og breytir lögun sinni í takt við ókyrrðina og leiðréttir hana þannig.

MUSE er ekki eina mælitækið sem nýtur góðs af Adaptive Optics Facility. Annað aðllögunarsjóntæki, GRAAL, er styður innrauðu myndavélina HAWK-I. Innan nokkurra ára kemur annað tæki til með að njóta góðs af því, ERIS. Þessi mikla framþróun í aðlögunarsjóntækni bætir mjög sjónaukaflota ESO og gera sýn okkar á alheiminn skýrari en áður.

Nýja stillingin er einnig stórt skref fyrir Extremely Large Telescope ESO sem þarf á leysisneiðmyndatækni á að halda til að uppfylla vísindaleg markmið sín. Mælingarnar með sjónauka 4 og AOF hjálpa verkfræðingum og vísindamönnum sem starfa við undirbúning ELT að smíða samskonar aðlögunarsjóntæki fyrir 39 metra risasjónaukann.

Skýringar

[1] MUSE og GALACSI í Wide Field Mode geta þegar leiðrétt sjónsvið sem er 1,0 bogamínúta á breidd og pixlarnir 0,2” sinnum 0,2” að stærð. Nýja Narrow Field Mode frá GALACSI nær yfir mun þrengra sjónsvið, 7,5 bogasekúndur, með miklu smærri pixlum, aðeins 0,025” sinnum 0,025” til að nýta upplausnina alveg.

[2] Ókyrrð í lofthjúpnum er mismunandi eftir hæð. Sum lög valda meiri dofnun á ljósgeisla frá stjörnum en önnur. Aðlögunarsjóntækni með leisisneiðmyndatöku er flókin en miðar að því að leiðrétta aðallega ókyrrð í þessum lofthjúpslögum. Hópur fyrirfram skilgreindra laga eru valin fyrir MUSE/GALACSI Narrow Field Mode í 0 km (yfirborðslag sem er alltaf mikilvægt), 3, 9 og 14 km hæð. Reikniritið sem leiðréttir er þá bestuð fyrir þessi lög og gera stjörnufræðingum kleift að ná myndgæðum sem eru næstum jafn góð og náttúruleg hjálparstjarna og nær fræðilegum mörkum sjónaukans.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Joël Vernet
ESO MUSE and GALACSI Project Scientist
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6579
Tölvupóstur: jvernet@eso.org

Roland Bacon
MUSE Principal Investigator / Lyon Centre for Astrophysics Research (CRAL)
France
Farsími: +33 6 08 09 14 27
Tölvupóstur: rmb@obs.univ-lyon1.fr

Calum Turner
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1824.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1824is
Nafn:Neptune, NGC 6388
Facility:Very Large Telescope
Instruments:4LGSF, MUSE

Myndir

Neptune from the VLT with MUSE/GALACSI Narrow Field Mode adaptive optics
Neptune from the VLT with MUSE/GALACSI Narrow Field Mode adaptive optics
texti aðeins á ensku
Neptune from the VLT with and without adaptive optics
Neptune from the VLT with and without adaptive optics
texti aðeins á ensku
Neptune from the VLT and Hubble
Neptune from the VLT and Hubble
texti aðeins á ensku
MUSE images of the globular star cluster NGC 6388
MUSE images of the globular star cluster NGC 6388
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 172 Light: Supersharp Images from New VLT Adaptive Optics (4K UHD)
ESOcast 172 Light: Supersharp Images from New VLT Adaptive Optics (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Zooming in on the globular star cluster NGC 6388
Zooming in on the globular star cluster NGC 6388
texti aðeins á ensku

Samanburður á myndum

Neptune from the VLT with MUSE Narrow Field Mode adaptive optics
Neptune from the VLT with MUSE Narrow Field Mode adaptive optics
texti aðeins á ensku