eso1829is — Fréttatilkynning

17 milljón evra sjóður til að styrkja nýsköpun i ljósmynda- og greiningartækni

5. september 2018

ATTRACT er framtak þar sem fremstu rannsóknarstöðvar heims og sérfræðingar í viðskiptastjórnun sameinast um að flýta fyrir þrón nýrra evrópskra lausna í ljósmynda- og greiningartækni og markaðssetningu hennar. ESO er þátttakandi í framtakinu sem styrkir 170 nýsköpunarverkefni sem snúa að ljósmyndun og mælitækni og að búa til vörur, þjónustu, fyrirtæki og störf sem lúta að því.

ATTRACT verkefnið leggur til 17 milljónir evra í nýsköpunarsjóð til að fjármagna 170 verkefni sem snúa að nýrri ljósmynda- og greiningartækni í Evrópu svo flýta megi fyrir því.

ESO smíðar og rekur margar tæknivæddustu rannsóknarstöðvar heims til stjarnvísindarannsókna og reiðir sig því á nýjustu ljósmynda- og greiningartækni. ESO er þátttakandi í ATTRACT og mun því njóta góðs af þeirri nýju tækni sem til verður út frá verkefninu.

„Það eru gjarnan tilviljanir sem leiða til þess að ný vísindi leiði til þróunar nýrrar tækni. Markmið ATTRACT er að skapa grundvöll fyrir það að ná slíkri umbreytingu kerfisbundið,“ sagði Henry Chesbrough sem bjó til hugtakið „opin nýsköpun“ og er sérstakur ráðgjafi ATTRACT. „Nýsköpun á þennan hátt er drifin áfram af nýtilkominni eða framtiðarþörf, öfugt við nýsköpun sem verður þegar brugðist er við vandamálum eða tækni er löguð að þeim.“

Stofnfé ATtRACT er opið öllum rannsakendum og athafnamönnum í Evrópu. Nú þegar er byrjað að taka við umsókn en lokað verður fyrir þær 31. október 2018. Sjálfstæð nýsköpunar- og þróunarnefnd metur umsóknirnar og velur þær sem fjármagna á byggt á vísindalegum áhrifum, fýsileika og hugsanlegum samfélagslegum áhrifum. Tilkynnt verður um styrkhafa snemma árs 2019.

Verkefnin sem ATTRACT styrkir hafa eitt ár til að þróa hugmyndir sínar. Á þeim tíma munu sérfræðingar í viðskiptum og nýsköpun hjá ATTRACT samstarfinu í Aalto háskóla, EIRMA og ESADE viðskiptaskólanum aðstoða teymin við að kanna hvernig hægt er að hagnýta tækninýjungarnar og markaðssetja þær.

Rekja má framþróun flestra vísindagreina, tækni og vara og þjónustu til samfélagslegra áskorana sem reiða sig á ljósmyndunar- og greiningartækni að einhverju leyti. Vonir standa til um að sú tækniþróun sem ATTRACT styrkir komi til með að hafa raunveruleg áhrif á líf fólks.

Dæmi um hagnýtingu slíkra tækninýjunga gæti verið á formi ferðaskanna fyrir aldraða sjúklinga, nema til að hjálpa sjónskertum að ferðast um á auðveldari hátt, kerfi nema til að gera landbúnað afkastameiri og draga úr orkunotkun hans, betri notkun á greiningartækni til að auka skilvirkni í verksmiðjum, betri netkennslutæki og nýjar leiðir til að fylgjast nánar með loftslagsbreytingum.

European Organization for Nuclear Research (CERN) leiðir ATTRACT framtakið en í því eru European Molecular Biology Laboratory (EMBL), European Southern Observatory (ESO), European Synchrotron Radiation Facility(ESRF), European XFEL, Institut Laue-Langevin (ILL), Aalto University, European Industrial Research Management Association (EIRMA) og ESADE. Framtakið er fjármagnað af Horizon 2020 rannsóknar- og nýsköpunarverkefni Evrópusambandsins.

Frekari upplýsingar

ATTRACT framtakið færir saman vísindi og iðnað í Evrópu þar sem markmiðið er að skapa nýja ljósmynda- og greiningartækni. Horizon 2020 verkefni Evrópusambandsins fjármagnar verkefnið en markmið þess er að efla hagkerfi Evrópu og bæta líf fólks með nýjum tækjum, þjónustu, fyrirtækjum og störrfum. Nánari upplýsingar á www.attract-eu.com

Fyrsta flokks greiningar- og ljósmyndunartækni er hornsteinninn í ýmsum iðnaði, þar á meðal í upplýsingatækni, fjarskiptatækni, orkuiðnaði, vinnsluiðnaði, framleiðslu, flugi, læknisfræði, geimtækni og samgöngum. Tækni af þessu tagi drífur áfram 100 milljarða evra iðnað (Skýrsla Frost & Sullivan, „Top Technologies in Sensors & Control“).

  • Markaðurinn fyrir myndtækni og geislunarnema er 21 milljarða evra virði á ári.
  • Gervitunglamyndtækni er 2 milljarða evra markaður, og búist er við því að hann vaxi um 14.2% frá 2018 til 2023.
  • Opin gögn geta leyst 2.7 billjón evra virði.
  • Upplýsinga- og fjarskiptatæknigeirinn er 4% af vergri landsframleiðslu Evrópusambandsríkja, og inniheldur hátækniframleiðlsu, þjarka, fjarkönnunarbúnað og ljóstæknibúnað.

Evrópskar rannsóknir skara þegar fram úr á þessum sviðum. Fé frá ATTRACT mun flýta fyrir nýrri tækniþróun, sem og bæta afkomu fjárfestinga Evrópu í vísindum með því að höfða til fjárfesta og áhættufjárfesta. ATTRACT mun einni skapa ýmsar leiðir fyrir einkafjárfesta sem vilja styðja við ný fyrirtæki og þar af leiðandi hjálpa til við hagvöxt á komandi árum.

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Virginia Mercouri
Media Adviser
Science|Business
Sími: + 32 489 095 044
Tölvupóstur: virginia.mercouri@sciencebusiness.net

Anna Alsina Bardagí
Research Impact Manager
ESADE Business School
Sími: +34 690 957 506
Tölvupóstur: anna.alsina@esade.edu

Lars Lindberg Christensen
Head of the education and Public Outreach Department
European Southern Observatory
Sími: +49 89 320 06 761
Farsími: +49 173 38 72 621
Tölvupóstur: lars@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1829.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1829is
Tegund:Unspecified : Technology

Myndir

Breakthrough Detection and Imaging Technology
Breakthrough Detection and Imaging Technology
texti aðeins á ensku