eso1831is — Fréttatilkynning

Írland gengur til liðs við European Southern Observatory

Írland undirritar samning um að verða sextánda aðildaríki ESO

26. september 2018

Hinn 28. september undirrituðu John Hallingan T.D., ráðherra nýsköpunar, rannsóknar og þróunar á Írlandi, og Xavier Barcons, framkvæmdarstjóri ESO, samning um aðild Íralnds að European Southern Observatory (ESO) — öflugustu stjörnustöðvar heims. ESO býður Írland hjartanlega velkomið og mun vinna með stjarnvísindamönnum landsins sem og iðnaði til að efla framþróun stjarnvísinda.

Írskir stjarnvísindamenn fá aðgang að öflugustu stjörnusjónaukum heims í kjölfar þess að skrifað var undir aðildarsamning Írlands í Dublin í dag, 26. september 2018. Undirritun samningsins kemur í kjölfar einróma samþykkis ESO ráðsins á fundi þess hinn 6. júní 2018 um aðild Írlands.

Formlegt samþykkti á aðild Írlands að ESO er næstum að fullu leyti komið eftir samþykki Dáli Éireann og Seanad Éirean – írsku þinganna. Ferlinu lýkur þegar opinbera skjalið verður undirritað en það er geymt í franska utanríkisráðuneytinu og er búist við því að það gerist innan fáeinna daga. Dagurinn sem skjalið verður undirritað verður þá formlegur aðildardagur Írlands að ESO.

„Það gleður okkur mjög að bjóða Írland velkomið í samtökn okkar,“ sagði Xavier Barcons, framkvæmdarstjóri ESO. „Írska stjarnvísindasamfélagið er þroskað og öflugt og bætir ýmis konar sérþekkingu við aðildarríki ESO og strykir stöðu ESO í eldlínu stjarnvísindarannsókna. Írskir stjörnufræðingar fá aðgang að öflugustu sjónaukum heims og gefst tækifæri til að taka þátt í smíði næstu kynslóðar mælitækja ESO í samvinnu við aðildarríki ESO. Við hlökkum líka mikið til að vinna með írskum tækniiðnaði til að smíða og reka sjónauka ESO.“

Aðild Írlands styrkir stöðu stjarnvísindasamfélagsins í landinu á heimsvísu. Með aðild sinni að ESO fær Írland aðgang að öflugustu sjónaukum og mælitækjum í heimi, þar á meðal Very Large Telescope (VLT) á Paranal og Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) á Chajnantor, sem og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til smíði Extremely Large Telescope (ELT) á komandi árum.

Aðild Írlands að ESO bætir ennfremur við ríkulega stjarnvísindasögu landsins, sem nær aldir aftur í tímann. Í nokkra áratugi á 19. öld var stærsti sjónauki heims í Írland – Leviathan of Parsonstown – 1,8 metra speglssjónauki í Birr kastala (þar sem evrópski lágtíðniútvarpssjónaukinn I-LOFAR er nú). Öflugt rannsóknarsamfélag Írlands og hátækniiðnaður hafa stutt aðild að ESO um árabil og fá nú lykilaðgang að tækjum og tækifærum til að þróa nýja tækni vegna inngöngu sinnar í ESO.

„Það gleður mig að undirrita samninginn við European Southern Observatory. Þetta er hápunktur mikillar vinnu ríkisins og ESO, sem og írska stjarnvísindasamfélagsins. Sem aðildarríki að öflugustu stjarnvísindasamtökum heims fær Írland tækifæri á að taka þátt í framúrskarandi rannsóknar-, nýsköpunar- og samstarfsverkefnum. Þessi stóra fjárfesting í vísindasamfélaginu okkar sýnir að írska ríkið er áfram um að styðja við bakið á vísindum og tækni í landinu,“ sagði Halligan ráðherra við undirritunina.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8951984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Calum Turner
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1831.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1831is
Nafn:ESO Member States
Tegund:Unspecified

Myndir

Irish flag being hoisted at ESO’s Headquarters
Irish flag being hoisted at ESO’s Headquarters
texti aðeins á ensku
The Irish Accession Agreement being signed
The Irish Accession Agreement being signed
texti aðeins á ensku
The Irish Accession Agreement being signed
The Irish Accession Agreement being signed
texti aðeins á ensku
Irish flag being hoisted at ESO’s Headquarters
Irish flag being hoisted at ESO’s Headquarters
texti aðeins á ensku
The Irish Accession Agreement
The Irish Accession Agreement
texti aðeins á ensku
The Irish Accession Agreement being signed
The Irish Accession Agreement being signed
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Irish flag being hoisted at ESO’s Headquarters
Irish flag being hoisted at ESO’s Headquarters
texti aðeins á ensku