eso1834is — Fréttatilkynning

Sjóræninginn á suðuhimni

24. október 2018

FROS2 mælitækið á Very Large Telescope ESO, tók þessa fallegu ljósmynd af stjörnumyndunarsvæðinu NGC 2467 sem stundum er kölluð Sjóræningjaþokan. Myndin var tekin fyrir ESO Cosmic Gems verkefnið sem snýst um að nýta þær sjaldgæfu stundir sem gefast þegar aðstæður til rannsókna eru ekki heppilegar en ágætar til að taka fallegar myndir af suðurhveli himins.

Þessi mynd af stjörnumyndunarsvæðinu NGC 2467, sem stundum er kölluð Sjóræningjaþokan, er jafn ískyggileg og hún er falleg. Hér er gas og ryk ásamt björtum, ungum stjörnum að safnast saman með hjálp þyngdarkraftsins og mynda höfuðkúpulaga ský á mynd sem FORS2 mælitækið á Very Large Telescope (VLT) ESO hneppti. Alla jafna afla sjónaukar ESO mælingum öllum stundum en fyrir kemur að aðstæður leyfa það ekki svo þá er ágætt að nýta tækifærið og taka fallegar myndir í staðinn.

Það er nokkuð auðvelt að sjá hvers vegna þokan er kölluð Sjóræningjaþokan. Þessi unga og bjarta þoka líkist nokkuð höfuðkúpu en á myndinni sést aðeins gapandi munnurinn. NGC 2467 er í stjörnumerkinu Skutinum.

Þetta þokukennda safn stjörnuþyrpinga er fæðingarstaður margra stjarna, þar sem vetnisgas er hráefnið í nýjar stjörnur. Þokan er ekki ein, heldur samanstendur hún af nokkrum þyrpingum sem ferðast á mismiklum hraða um geiminn. Það er síðan sjónlínan við Jörðina sem veldur því að stjörnur og gas taka á sig andlitsmynd. Myndin segir stjörnufræðingunm kannski ekki neitt nýtt en hún veitir okkur nasasjón af suðurhimninum og undrunum sem mannsaugað nemur ekki.

Skuturinn er eitt þrigja stjörnumerkja á suðurhimninum sem mynda saman risamerkið Argo Navis, nefnt eftir Jasoni og Argóaförunum. Argo Navis hefur síðan verið skipt upp í Kjölinn, Seglið og Skutinn en þar er þessa þoku að finna. Jason var goðsagnakempa, frægastur fyrir að hafa stolið gullna reyfinu, svo NGC 2467 er ekki aðeins í miðju skipsins himneska, heldur meðal þjófa, sem er viðeigandi fyrir nafngift þokunnar.

Þessi mynd var sett saman fyrir ESO Cosmic Gems verkefnið sem snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Calum Turner
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1834.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1834is
Nafn:NGC 2467
Tegund:Local Universe : Nebula : Appearance : Emission : H II Region
Facility:Very Large Telescope
Instruments:FORS2

Myndir

The Pirate of the Southern Skies
The Pirate of the Southern Skies
texti aðeins á ensku
Digitized Sky Survey image around NGC 2467
Digitized Sky Survey image around NGC 2467
texti aðeins á ensku
NGC 2467 in the constellation of Puppis
NGC 2467 in the constellation of Puppis
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 180 Light: The Pirate of the Southern Skies (4K UHD)
ESOcast 180 Light: The Pirate of the Southern Skies (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Zooming in on NGC 2467
Zooming in on NGC 2467
texti aðeins á ensku
Panning across NGC 2467
Panning across NGC 2467
texti aðeins á ensku