eso1836is — Fréttatilkynning

ALMA og MUSE finna vetrarbrautargosbrunn

6. nóvember 2018

Mælingar ALMA og gögn frá MUSE litrófsritanum á VLT sjónauka ESO hafa leitt í ljós risavaxna lind, knúna áfram af svartholi, sem spýtir gassameindum eins og gosbrunnur úr björtustu vetrarbrautinni í Abell 2597 vetrarbrautaþyrpingunni. Þetta er í fyrsta sinn sem inn- og útflæði af þessu tagi hefur sést í einu og sama kerfinu.

Abell 2597 er nálæg vetrarbrautaþyrping í aðeins eins milljarðs ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Í henni leynist risavaxinn gosbrunnur: Massamikið svarthol í hjarta vetrarbrautar sem dælir gríðarmiklu magni af köldum gassameindum út í geiminn, sem dembist síðan aftur á svartholið. Aldrei áður hefur svo feikilega mikið inn- og útflæði sést í einu en það á rætur að rekja til innstu 100.000 ljósáranna frá björtustu vetrarbrautinni í Abell 2597 þyrpingunni.

Þetta er líklega fyrsta kerfið þar sem við fundum sönnunargögn fyrir bærði köldu sameindagasflæði í átt að svartholinu og útstreymi eða upplyftingu frá strókunum sem stíga upp frá svartholinu,“ sagði Grant Tremblay við Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, áður hjá ESO, sem hafði umsjón með rannsókninni. „Risasvartholið í miðju risavetrarbrautarinnar virkar eins og dæla í gosbrunni.“

Trembley og samstarfsfólk hans notaði ALMA til að rekja staðsetningu og hreyfingu kolmónoxíðsameinda í þokunni. Þessar köldu sameindir, sem eru við mínus 250-260°C, reyndust vera að falla inn að svartholinu. Stjörnufræðingarnir notuðu líka gögn frá MUSE mælitækinu á Very Large Telescope ESO til að fylgjast með heitara gasi – sem spýtist burt frá svartholinu á formi stróka.

„Það sem er einstakt hér er mjög nákvæm greining á uppsprettunni með gögnum frá ALMA og MUSE,“ sagði Trembley. „Sjónaukarnir tveir eru einstaklega öflugir saman.“

Gagnasöfnin draga upp nákvæma mynd af ferlinu: Kalt gas fellur í átt að svartholinu og tendrar það, ef svo má segja, svo til verða strókar sem skjóta gríðarheitu rafgasi út í tómið, eins og gosbrunnar, hvor í sína áttina. Rafgasið kólnar, hægir á sér og rignir að lokum aftur niður á svartholið, svo ferlið hefst á ný.

Mælingarnar eru einstakar og gætu varpað ljósi á lífsferil vetrarbrauta. Stjörnufræðingarnir telja að þetta ferli sé ekki aðeins mjög algengt, heldur líka nauðsynlegt til að skilja myndun vetrarbrauta. Þótt inn- og útstreymi kalds sameindagass hafi áður verið rannsakað, er þetta í fyrsta sinn sem bæði streymi hafa sést í einu og sama kerfinu og er þar af leiðandi fyrstu sönnunargögnin um að bæði séu hluti af mjög stóru ferli.

Abell 2597 er í stjörnumerkinu Vatnsberanum og dregur nafn sitt af skrá stjörnufræðingsins Abell yfir vetrarbrautaþyrpingar. Í skránni eru einnig þyrpingar eins og Ofnþyrpingin, Herkúlesarþyrpingin og Pandóruþyrpingin.

Frekari upplýsingar

Skýrt var frá rannsókninni í greininni „A Galaxy-Scale Fountain of Cold Molecular Gas Pumped by a Black Hole“, sem birtist í Astrophysical Journal.

Í rannsóknarteyminu eru G. R. Tremblay (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA; Yale Center for Astronomy and Astrophysics, Yale University, New Haven, USA), F. Combes (LERMA, Observatoire de Paris, Sorbonne University, Paris, France), J. B. R. Oonk (ASTRON, Dwingeloo, the Netherlands; Leiden Observatory, the Netherlands), H. R. Russell (Institute of Astronomy, Cambridge University, UK), M. A. McDonald (Kavli Institute for Astrophysics and Space Research, Massachusetts Institute of Technology, Cambridge, USA), M. Gaspari (Department of Astrophysical Sciences, Princeton University, USA), B. Husemann (Max-Planck-Institut für Astronomie, Heidelberg, Germany), P. E. J. Nulsen (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA; ICRAR, University of Western Australia, Crawley, Australia), B. R. McNamara (Physics & Astronomy Department, Waterloo University, Canada), S. L. Hamer (CRAL, Observatoire de Lyon, Université Lyon, France), C. P. O’Dea (Department of Physics & Astronomy, University of Manitoba, Winnipeg, Canada; School of Physics & Astronomy, Rochester Institute of Technology, USA), S. A. Baum (School of Physics & Astronomy, Rochester Institute of Technology, USA; Faculty of Science, University of Manitoba, Winnipeg, Canada), T. A. Davis (School of Physics & Astronomy, Cardiff University, UK), M. Donahue (Physics and Astronomy Department, Michigan State University, East Lansing, USA), G. M. Voit (Physics and Astronomy Department, Michigan State University, East Lansing, USA), A. C. Edge (Department of Physics, Durham University, UK), E. L. Blanton (Astronomy Department and Institute for Astrophysical Research, Boston University, USA), M. N. Bremer (H. W. Wills Physics Laboratory, University of Bristol, UK), E. Bulbul (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA), T. E. Clarke (Naval Research Laboratory Remote Sensing Division, Washington, DC, USA), L. P. David (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA), L. O. V. Edwards (Physics Department, California Polytechnic State University, San Luis Obispo, USA), D. Eggerman (Yale Center for Astronomy and Astrophysics, Yale University, New Haven, USA), A. C. Fabian (Institute of Astronomy, Cambridge University, UK), W. Forman (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA), C. Jones (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA), N. Kerman (Yale Center for Astronomy and Astrophysics, Yale University, New Haven, USA), R. P. Kraft (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA), Y. Li (Center for Computational Astrophysics, Flatiron Institute, New York, USA; Department of Astronomy, University of Michigan, Ann Arbor, USA), M. Powell (Yale Center for Astronomy and Astrophysics, Yale University, New Haven, USA), S. W. Randall (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA), P. Salomé (LERMA, Observatoire de Paris, Sorbonne University, Paris, France), A. Simionescu (Institute of Space and Astronautical Science [ISAS], Kanagawa, Japan), Y. Su (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA), M. Sun (Department of Physics and Astronomy, University of Alabama in Huntsville, USA), C. M. Urry (Yale Center for Astronomy and Astrophysics, Yale University, New Haven, USA), A. N. Vantyghem (Physics & Astronomy Department, Waterloo University, Canada), B. J. Wilkes (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA) and J. A. ZuHone (Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics, Cambridge, USA).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Grant Tremblay
Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics
Cambridge, USA
Sími: +1 207 504 4862
Tölvupóstur: grant.tremblay@cfa.harvard.edu

Francoise Combes
LERMA, Paris Observatory
Paris, France
Tölvupóstur: francoise.combes@obspm.fr

Calum Turner
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1836.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1836is
Nafn:Abell 2597
Tegund:Local Universe : Galaxy : Grouping : Cluster
Facility:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Very Large Telescope
Science data:2018ApJ...865...13T

Myndir

ALMA and MUSE Detect Galactic Fountain
ALMA and MUSE Detect Galactic Fountain
texti aðeins á ensku
Digitized Sky Survey image around Abell 2597
Digitized Sky Survey image around Abell 2597
texti aðeins á ensku
Abell 2597 in the Constellation of Aquarius
Abell 2597 in the Constellation of Aquarius
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 182 Light: ALMA and MUSE Detect Galactic Fountain (4K UHD)
ESOcast 182 Light: ALMA and MUSE Detect Galactic Fountain (4K UHD)
texti aðeins á ensku
Zooming in on a Galactic Fountain
Zooming in on a Galactic Fountain
texti aðeins á ensku