eso1839is — Fréttatilkynning

SPECULOOS opnar augun

Fjórir sjónaukar helgaðir leitinni að lífvænlegum reikistjörnum í kringum nálægar kaldar stjörnur taka til starfa í Paranal stjörnustöð ESO

5. desember 2018

Fyrstu mælingarnar í SPECULOOS verkefninu hafa verið gerðar í Paranal stjörnustöð ESO í norður Chile. SPECULOOS er helgað leitinni að reikistjörnum á stærð við Jörðina á braut um nálægar kaldar stjörnur og brúna dverga.

SPECULOOS Southern Observatory (SSO) hefur verið tekin í notkun í Paranal stjörnustöðinni og hafa fyrstu mælingar þegar verið gerðar. Þegar búið er að sníða af alla hnökra verður þessi reikistjörnuleitarsjónauki hefa formleg störf í janúar 2019.

SSO er miðpunkturinn í nýju fjarreikistjörnuleitarverkefni sem kallast Search for habitable Planets EClipsing ULtra-cOOl Stars (SPECULOOS) [1] og samanstendur af fjórum sjónaukum með 1 metra safnspeglum. Sjónaukarnir, sem eru kallaðir Íó, Evrópa, Ganýmedes og Kallistó eftir Galíleótunglum Júpíters, njóta einstakra mæliaðstæðna í Paranal stjörnustöðinni, sem einnig hýsir Very Large Telescope (VLT) ESO. Paranal er næstum fullkominn staður til stjörnuathugana því þar er himinninn dimmur og loftslagið stöðugt.

SPECULOOS sjónaukanna bíður heilmikið verkefni, að leita að lífvænlegum reikistjörnum á stærð við Jörðina í kringum kaldar stjörnur og brúna dverga en reikistjörnur í kringum þá síðarnefndu eru næsta óþekktar. Einungis örfáar fjarreikistjörnur hafa fundist á braut um slíkar stjörnur og meira að segja nokkrar liggja innan lífbeltisins. Þótt stjörnurnar séu daufar er erfitt að rannsaka þær en þær eru líka margar og telja raunar um 15% af öllum stjörnum í nágrenni okkar í geimnum. SPECULOOS á að rannsaka 1000 stjörnur af því tagi, þar á meðal þær nálægustu, björtustu og minnstu í leit að lífvænlegum reikistjörnum.

„SPECULOOS gerir okkur kleift til að finna bergreikistjörnur ganga fyrir sumar af minnstu og köldustu nágrannastjörnu okkar í geimnum,“ sagði Michaël Gillon við Liègeháskóla sem hefur umsjón með rannsóknum SPECULOOS. „Þetta er einstakt tækifæri til að rannska nálægar reikistjörnur í smáatriðum.“

SPECULOOS mun leita að reikistjörnum með þvergönguaðferðinni [2], rétt eins og TRAPPIST-South sjónaukinn í La Silla stjörnustöð ESO. Sá sjónauki hefur verið í notkun frá árinu 2011 og fann hið fræga TRAPPIST-1 sólkerfi. Þegar reikistjarna gengur fyrir móðurstjörnuna sína, dregur hún úr birtu stjörnunnar og veldur í raun litlum sólmyrkva. Fjarreikistjörnur sem ganga um litar stjörnur draga meira um birtu stjarnanna við þvergöngu, svo auðveldara er að greina þær en reikistjörnur um stærri sólir.

Aðeins lítill hluti þeirra fjarreikistjarna sem fundist hafa með þessari aðferð hafa reynst á stærð við Jörðina eða minni. Smæð stjarnanna sem SPECULOOS rannsakar og greinigæði sjónaukans gera okkur hins vegar kleift að finna bergreikistjörnur á stærð við Jörðina í lífbeltum. Slíkar reikistjörnur henta vel til frekari rannsókna með stærri sjónaukum á Jörðinni eða í geimnum.

„Sjónaukarnir eru útbúnir myndavélum sem eru mjög næmar fyrir nær-innrauðu ljósi,“ sagði Laetitia Delrez við Cavendish-rannsóknarstofuna í Cambridge og meðlimur í SPECULOOS rannsóknarteyminu. „Geislunin er rétt handan við það sem mannsaugað nemur en er aðalútgeislunin frá daufu stjörnunum sem SPECULOOS á að mæla.“

Þýska fyrirtækið ASTELCO smíðaði sjónaukana og sjóntækastæðin en ítalski framleiðandinn Gambato útbjó hvolfþökin. Verkefnið nýtur stuðnings frá 80 cm breiðu TRAPPIST sjónauknum tveimur sem eru annars vegar í La Silla stjörnustöðinni og Marokkó hins vegar [3]. Innan tíðar mun verkefnið einnig fela í sér SPECULOOS Northern Observatory og SAINT-Ex, sem eru í smíðum á Tenerife á Spáni annars vegar og í San Pedro Mártir í Mexíkó hins vegar.

Ennfremur er möguleiki á spennandi samstarfi við Extremely Large Telescope (ELT), flaggskip ESO í framtíðinni, sem er í smíðum á Cerro Armazones. ELT getur rannsakað reikistjörnurnar sem SPECULOOS finnur í einstökum smáatriðum – jafnvel mælt lofthjúpa þeirra.

„Nýju sjónaukarnir gera okkur kleift að rannsaka nálæga hnetti sem gætu líkst Jörðinni í meiri smáatriðum en við hefðum getað látið okkur dreyma fyrir aðeins tíu árum. Þetta eru ótrúlega spennandi tímar í fjarreikistjörnufræðum,“ sagði Gillon að lokum.

Skýringar

[1] Speculoos er vinsælt kex sem er gjarnan bakað í Belgíu og fleiri löndum á degi heilags Nikulásar hinn 6. desember. Nafn sjónaukanna endurspeglar belgískan uppruna SPECULOOS verkefnisins. TRAPPIST verkefnið var á sama hátt nefnt eftir Trappist bjórunum sem eru flestir bruggaðir í Belgíu.

[2] Þvergönguaðferðin er ein nokkurra aðferða sem notaðar eru til að leita að fjarreikistjörnum. Fjöldi mælitækja, þar á meðal HARPS litrófsriti ESO í La Silla stjörnustöðinni, nota sjónstefnumælingar til að finna fjarreikistjörnur, en þá eru mældar breytingar á vaggi stjörnu vegna þyngdartogs fjarreikistjörnu.

[3] Verkefnið hlaut líka fjármagn frá evrópska rannsóknarráðinnu sme hluti af 7. rammaáætlun Evrópusambandsins (FP7/2007-2013)/ERC styrk númer 336480.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

SPECULOOS Southern Observatory (SSO) er samstarfsverkefni Liège-háskóla (Belgíu), Cavendish Laboratory, Cambridge (Bretlandi) og King Abdulaziz University (Sádi-Arabíu), undir forystu Michaël Gillon, vísindamanns sem er yfir EXOplanets in Transit: Identification and Characterization  (EXOTIC) við Department of Astrophysics, Geophysics and Oceanography (AGO) í Liègeháskóla. Í SSO eru einnig vísindamenn frá Universities of Bern, Birmingham, og Warwick. ESO styður SSO og hýsir sjónaukana í Paranal stjörnustöðinni í Atacama eyðimörkinni í Chile.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Michaël Gillon
SPECULOOS Principal Investigator
University of Liège, Belgium
Sími: +32 4366 9743
Farsími: +32 473 346 402
Tölvupóstur: michael.gillon@uliege.be

Didier Queloz
SPECULOOS co-Principal Investigator, University of Cambridge
UK
Sími: +44 7746 010890
Tölvupóstur: dq212@cam.ac.uk

Calum Turner
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1839.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1839is
Nafn:SPECULOOS
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory
Facility:SPECULOOS

Myndir

SPECULOOS gazing into the night
SPECULOOS gazing into the night
texti aðeins á ensku
First Light for SPECULOOS Southern Observatory’s Europa Telescope
First Light for SPECULOOS Southern Observatory’s Europa Telescope
texti aðeins á ensku
SPECULOOS gazes upwards
SPECULOOS gazes upwards
texti aðeins á ensku
SPECULOOS and VLT
SPECULOOS and VLT
texti aðeins á ensku
SPECULOOS at Paranal
SPECULOOS at Paranal
texti aðeins á ensku
Night falls over SPECULOOS
Night falls over SPECULOOS
texti aðeins á ensku
Sunset over SPECULOOS
Sunset over SPECULOOS
texti aðeins á ensku
First Light for SPECULOOS Southern Observatory’s Europa Telescope
First Light for SPECULOOS Southern Observatory’s Europa Telescope
texti aðeins á ensku
First Light for SPECULOOS Southern Observatory’s Callisto Telescope
First Light for SPECULOOS Southern Observatory’s Callisto Telescope
texti aðeins á ensku
First Light for SPECULOOS
First Light for SPECULOOS
texti aðeins á ensku
First Light for SPECULOOS
First Light for SPECULOOS
texti aðeins á ensku
First Light for SPECULOOS
First Light for SPECULOOS
texti aðeins á ensku
First Light for SPECULOOS
First Light for SPECULOOS
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 187 Light: First Light for SPECULOOS
ESOcast 187 Light: First Light for SPECULOOS
texti aðeins á ensku
Stars wheel over SPECULOOS
Stars wheel over SPECULOOS
texti aðeins á ensku
Drone Footage of SPECULOOS
Drone Footage of SPECULOOS
texti aðeins á ensku
Sunset at SPECULOOS
Sunset at SPECULOOS
texti aðeins á ensku
Sunset at SPECULOOS
Sunset at SPECULOOS
texti aðeins á ensku
SPECULOOS flyby
SPECULOOS flyby
texti aðeins á ensku
Aerial view of SPECULOOS
Aerial view of SPECULOOS
texti aðeins á ensku
SPECULOOS on display
SPECULOOS on display
texti aðeins á ensku
Night flight over SPECULOOS
Night flight over SPECULOOS
texti aðeins á ensku
Night flight over SPECULOOS
Night flight over SPECULOOS
texti aðeins á ensku