eso1840is — Fréttatilkynning

Dansað við óvininn

R Aquarii vika ESO heldur áfram með skörpustu mynd sem tekin hefur verið af fyrirbærinu til þessa

12. desember 2018

Stjörnufræðingar sem prófuðu nýtt undirkerfi á SPHERE reikistjörnuleitartækin á Very Large Telescope ESO tóku einstakar myndir af tvístirnakerfinu R Aquarii. Myndirnar eru svo skýrar og skarpar að þær eru jafnvel betri en mælingar Hubble geimsjónaukans.

Þessi glæsilega mynd – sem er annað innslagið í R Aquarii viku ESO – sýnir tvístirnakerfið R Aquarii í einstökum smáatriðum. Tvístirni lúta stjórn þyngdarkraftsins og eru flest fremur róleg, en hið sama er ekki hægt að segja um R Aquarri. Minni stjarnan í kerfinu er hægt og rólega að draga til sín efni frá deyjandi förunauti sínum sem er rauð risastjarna.

Áratugalangar rannsóknir hafa leitt í ljós sérkennilega sögu R Aquarii tvístirnisins. Stærri stjarnan er rauð risastjarnan af Mira-gerð. Við ævilok byrja stjörnur af því tagi að tifa og verða 1000 sinnum skærari en sólin þegar ytri efnislög þeirra þenjast út og kastast út í geiminn.

Andarslitrurnar eru tilþrifamiklar en áhrif fylgistjörnunnar, sem er hvítur dvergur, umbreytir þessu áhugavarða fyrirbæri í nokkuð enn áhrifaríkara. Hvíti dvergurinn – sem er minni, þéttari og miklu heitari en rauði risinn – hrífur til sín ytri efnislög rauða risans. Strókar úr stjörnuefni streymir burt af risanum deyjandi, eins og sjá má á myndinni.

Stöku sinnum safnast nægilega mikið efni saman á yfirborði hvíta dvergsins til að hrinda af stað kjarnorkusprengingu sem þeytir gríðarmiklu magni af efni út í geiminn. Leifarnar sjást á myndinni í gashjúpnum þunna í kringum R Aquarii.

R Aquarii er í aðeins 650 ljósára fjarlægð frá Jörðinni – næsta nágrenni á stjarnfræðilegum mælikvarða – og er eitt nálægasta samlífistvístirnakerfið við okkur. Sem slíkt hefur kerfið vakið sérstaka eftirtekt stjörnufræðinga um áratugaskeið. Að taka mynd af R Aquarii í smáatriðum var kjörin leið fyrir stjörnufræðinga að prófa Zurich IMaging POLarimeter (ZIMPOL) eininguna á reikistjörnuleitartækinu SPHERE. Útkoman er betri en mælingar í geimnum – myndin sem hér sést er enn skarpari en myndir frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA.

SPHERE er afrakstur margra ára þróunar og rannsókna sem snúa að einu erfiðasta en janframt mest spennandi sviði stjarnvísinda, leitinni að fjarreikistjörnum. SPHERE getur, með hjálp fyrsta flokks aðlögunarsjóntækja og sérhæfðra tækja eins og ZIMPOL, tekið myndir af fjarreikistjörnum. Mæligeta SPHERE er þó ekki bundin við fjarreikistjörnur, heldur getur tækið líka verið notað til að rannsaka fjölda annarra fyrirbæra – eins og sjá má af þessari glæsilegu mynd af R Aquarii.

Skýringar

Frekari upplýsingar

Fjallað er um rannsóknina í greininni „SPHERE / ZIMPOL observations of the symbiotic system R Aqr. I. Imaging of the stellar binary and the innermost jet clouds“ eftir H.M. Schmid o.fl., sem birtist í tímaritinu Astronomy & Astrophysics.

Í teyminu eru H. M. Schmid (ETH Zurich, Institute for Astronomy, Switzerland), A. Bazzon (ETH Zurich, Institute for Astronomy, Switzerland), J. Milli (European Southern Observatory), R. Roelfsema (NOVA Optical Infrared Instrumentation Group at ASTRON, the Netherlands), N. Engler (ETH Zurich, Institute for Astronomy, Switzerland) , D. Mouillet (Université Grenoble Alpes and CNRS, France), E. Lagadec (Université Côte d’Azur, France), E. Sissa (INAF and Dipartimento di Fisica e Astronomia “G. Galilei” Universitá di Padova, Italy), J.-F. Sauvage (Aix Marseille Univ, France), C. Ginski (Leiden Observatory and Anton Pannekoek Astronomical Institute, the Netherlands), A. Baruffolo (INAF), J.L. Beuzit (Université Grenoble Alpes and CNRS, France), A. Boccaletti (LESIA, Observatoire de Paris, France), A. J. Bohn (ETH Zurich, Institute for Astronomy, Switzerland), R. Claudi (INAF, Italy), A. Costille (Aix Marseille Univ, France), S. Desidera (INAF, Italy), K. Dohlen (Aix Marseille Univ, France), C. Dominik (Anton Pannekoek Astronomical Institute, the Netherlands), M. Feldt (Max-Planck-Institut für Astronomie, Germany), T. Fusco (ONERA, France), D. Gisler (Kiepenheuer-Institut für Sonnenphysik, Germany), J.H. Girard (European Southern Observatory), R. Gratton (INAF, Italy), T. Henning (Max-Planck-Institut für Astronomie, Germany), N. Hubin (European Southern Observatory), F. Joos (ETH Zurich, Institute for Astronomy, Switzerland), M. Kasper (European Southern Observatory), M. Langlois (Centre de Recherche Astrophysique de Lyon and Aix Marseille Univ, France), A. Pavlov (Max-Planck-Institut für Astronomie, Germany), J. Pragt (NOVA Optical Infrared Instrumentation Group at ASTRON, the Netherlands), P. Puget (Université Grenoble Alpes, France), S.P. Quanz (ETH Zurich, Institute for Astronomy, Switzerland), B. Salasnich (INAF, Italy), R. Siebenmorgen (European Southern Observatory), M. Stute (Simcorp GmbH, Germany), M. Suarez (European Southern Observatory), J. Szulagyi (ETH Zurich, Institute for Astronomy, Switzerland), C. Thalmann (ETH Zurich, Institute for Astronomy, Switzerland), M. Turatto (INAF, Italy), S. Udry (Geneva Observatory, Switzerland), A. Vigan (Aix Marseille Univ, France), og F. Wildi (Geneva Observatory, Switzerland).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Farsími: 8961984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Calum Turner
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1840.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1840is
Nafn:R Aquarii
Tegund:Milky Way : Star : Type : Variable
Facility:Very Large Telescope
Instruments:SPHERE

Myndir

R Aquarii peculiar stellar relationship captured by SPHERE
R Aquarii peculiar stellar relationship captured by SPHERE
texti aðeins á ensku
R Aquarii viewed by the Very Large Telescope and Hubble
R Aquarii viewed by the Very Large Telescope and Hubble
texti aðeins á ensku
R Aquarii In the constellation Aquarius
R Aquarii In the constellation Aquarius
texti aðeins á ensku
Digitized Sky Survey image around R Aquarii
Digitized Sky Survey image around R Aquarii
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 188 Light: Dancing with the Enemy
ESOcast 188 Light: Dancing with the Enemy
texti aðeins á ensku
Zooming in on R Aquarii
Zooming in on R Aquarii
texti aðeins á ensku
The ever-changing R Aquarii
The ever-changing R Aquarii
texti aðeins á ensku
A vampiric star
A vampiric star
texti aðeins á ensku
Close-up of a red giant star
Close-up of a red giant star
texti aðeins á ensku
Jet outburst of a vampiric star
Jet outburst of a vampiric star
texti aðeins á ensku
Changing brightness of R Aquarii
Changing brightness of R Aquarii
texti aðeins á ensku
Close-up of jets
Close-up of jets
texti aðeins á ensku