eso1904is — Fréttatilkynning

Leðurblaka breiðir út vængi sína

ESO Cosmic Gems verkefnið tekur nýja mynd af rykugum vængjum geimleðurblöku

14. mars 2019, Hafnarfjordur

Þessi geimleiðurblaka breiðir út rykuga vængi sína í um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá Jörðinni í stjörnumerkinu Óríon. Ungar stjörnur í miðju geimþokunnar lýsa hana upp, þrátt fyrir að þær séu á kafi í ógegnsæjum rykskýjum. Þokan nefnist NGC 1788 og er of dauf til að sjást með berum augum en Very Large Telescope ESO fangar hana vel.

Very Large Telescope (VLT) ESO tók þessa mynd af geimþoku í myrkviðum stjörnumerkisins Óríons. Þokan ber skráarheitið NGC 1788 en gengur líka undir gælunafninu Geimleðurblakan. Þessi leðurblökulaga endurskinsþoka gefur ekki frá sér eigið ljós, heldur lýsir þyrping ungra stjarna í miðju hennar sem sjá má glitta í í gegnum rykskýið. Mælitæki í vísindum hafa batnað stórlega frá því að NGC 1788 fannst en myndin sem VLT tók af þokunni er sú besta sem tekin hefur verið af henni.

Þótt þessi draugalega þoka í Óríon virðist fjarri öðrum geimfyrirbærum telja stjörnufræðingar að öflugir vindar frá risastjörnum í nágrenninu hafi mótað skýið. Stjörnuvindar eru straumar rafgass sem stjarna þeytir úr efstu efnislögum sínum á miklum hraða og mótar skýin sem fela ungstirni þokunnar.

Þýsk-enski stjörnufræðingurinn William Herschel fann NGC 1788 og bætti henni við skrá sína sem síðan lá til grundvallar skrár yfir djúpfyrirbæri, New General Catalogue (NGC) [1]. 2,2 metra MPG/ESO sjónaukinn í La Silla stjörnustöð ESO hafði áður tekið ágæta mynd af þessari litlu og daufu þoku en þessi nýja mynd er mun betri. Myndin var tekin í tilefni af tuttugu ára afmæli FOcal Reducer and low dispersion Spectrograph 2 (FORS2), eitt fjölhæfasta mælitæki ESO, og sýnir rykuga vængi leðurblökunnar í smáatriðum.

FORS2 er mælitæki á Antu, einum af 8,2 metra VLT sjónaukunum Paranal stjörnustöðinni. Geta þess til að taka myndir af stórum svæðum á himninum í einstökum smáatriðum hefur gert það að eftirstóttu mælitæki hjá ESO. og hefur stundum veirð kallaði „svissneski hnífurinn“, einmitt vegna þess hve fjölhæft tækið er [2]. FORS2 er ekki aðeins gagnlegt í vísindarannsóknir, heldur tekur tækið stórglæsilegar myndir sem gagnast í vísindamiðlum.

Þessi mynd var tekin fyrir ESO Cosmic Gems verkefnið sem snýst eingöngu um að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Verkefnið fær eingöngu úthlutuðum þeim tíma í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.

Skýringar

[1] Árið 1864 birti John Herschel General Catalogue of Nebulae and Clusters, skrá sem inniheldur meira en fimm þúsund djúpfyrirbæri á himni. Tuttugu og fjórum árum síðar bætti John Louis Emil Dreyer við skrána og gaf hana út sem New General Catalogue of Nebulae and Clusters of Stars (NGC), yfirgripsmikla skrá yfir glæsileg djúpfyrirbæri.

[2] FORS2 getur auk þess tekið litróf af mörgum fyrirbærum á næturhimninum í einu og greint skautun í ljósi þeirra. Gögn frá FORS2 liggja til grundvallar meira en hundrað rannsókna sem birtar eru á hverju ári.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Calum Turner
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1904.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1904is
Nafn:NGC 1788
Tegund:Milky Way : Nebula : Appearance : Reflection
Facility:Very Large Telescope
Instruments:FORS2

Myndir

A Cosmic Bat in Flight
A Cosmic Bat in Flight
texti aðeins á ensku
Around NGC 1788
Around NGC 1788
texti aðeins á ensku
The Cosmic Bat in the Constellation Orion
The Cosmic Bat in the Constellation Orion
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 195 Light: A Cosmic Bat in Flight
ESOcast 195 Light: A Cosmic Bat in Flight
texti aðeins á ensku
ESOcast 196 Light: 20 Years of exploring the Universe
ESOcast 196 Light: 20 Years of exploring the Universe
texti aðeins á ensku
Zooming into the Cosmic Bat
Zooming into the Cosmic Bat
texti aðeins á ensku
Panning across the Cosmic Bat
Panning across the Cosmic Bat
texti aðeins á ensku