eso1909is — Fréttatilkynning

17 milljón evra sjóður styrkir 170 nýsköpunarverkefni í ljósmyndun og mælitækni

Verkefni valin sem nota tækni frá ESO og gagnast samfélaginu

23. maí 2019

ATTRACT, Horizon 2020 rannsóknar- og þróunarverkefni Evrópusambandsins sem nýtur einnig stuðnings níu samstarfsaðlia, þar á meðal ESO, hefur tilkynnt um 170 nýsköpunarverkefni sem fær 100.000 evrur til að þróa tækni sem gæti breytt samfélaginu. Verkefnin voru valin út frá framlagi til samfélagsins og sérþekkingu ESO.

Verkefnin sem verða fjármögnuð voru valin úr hópi meira en 1200 umsókna frá vísindamönnum og frumkvöðlum úr vísindum og atvinnulífinu víða um heim. Sjálfstæð nefnd (Research, Developement and Innovation, R&D&I) sá um matsferlið til að finna út hvaða umsóknir fengju hundrað þúsund evra styrk.

„170 hugmyndir voru valdar út frá nokkrum þáttum: Vísindalegu framlagi, nýsköpuna og möguleg samfélagsleg áhrif,“ sagði Sergio Bertolucci, stjórnarformaður ATTRACT R&D&I nefndinnar. „Hugmyndin er að hraða þróunarferlinu og nota nýja tækni til að breyta samfélaginu.“

ESO er þátttakandi í ATTRACT samstarfinu og endurspeglar þannig hlutverk sitt sem leiðandi afl í nýtingu stjarnvísinda til að bæta samfélagið. Eftirfarandi ATTRACT verkefni undirstrika framlag tæknilega og samfélagslega ábyrgð ESO:

3D-CANCER-SPEC notar tækni úr stjarnvísindum í baráttunni við krabbamein, eina helstu ástæðu dauðsfalla í heiminum. Verkefnið – sem lýtur stjórn Martin Roth við innoFSPEC við Leibniz-Institut für Astrophysik í Potsdam – færir sér í nyt sérþekkingu tveggja aðila sem þróuðu MUSE mælitækið á Very Large Telescope ESO. Tækið krafðist þess að þróaður yrði ljósmyndabúnaður og litrófsriti sem nýtist í krabbameinsrannsóknir.

Litrófsgreining er mjög öflug tækni sem gerir okkur kleift að finna út efnasamsetningu fyrirbæra út frá ljósinu sem þau gefa frá sér, sama hvort ljósið kemur frá fyrirbæri í geimnum eða manneskju á Jörðinni. Krabbameinsvefir er nógu ólíkur heilbrigðum vefum að hægt er að greina muninn með Raman litrófsgreiningu án þess að skera vef af líkamanum. Þegar hefur verið sýnt fram á að þetta er mögulegt en myndgreiningin tók langan tíma og það þarf að bæta. Til þess að gera þetta mögulegt hyggst teymið beyta sérstakri tækni sem kallast heildarsviðs-litrófsgreining – eins og MUSE notar – sem var þróuð fyrir ljósmyndun í stjarnvísindum.

Single Photon Visible Light Image Sensors for Science and Technology snýst um að leggja grunninn að byltingu í ljósmyndun í lélegum birtuskilyrðum. Verkefninu stýrir Konstantin Stefanov við Opne University í samstarfi við Mark Downing, tækjasérfræðing hjá ESO. Það snýst um að .þróa myndavélar sem geta fanga stakar ljóseindir en það nýtist í aðlögunarsjóntækni og litrófsmyndatökum í lítilli birtu. Greinigæði slíkra nema takmarkast aðeins af ljóseindagleypingu í hálfleiðurum og skammtafræðilegu eðli ljóss. Með .því að mæla og telja hvera einustu ljósiend án þess að við bætist suð geta þessir nema hjálpað okkur að sjá og uppgötva hið óþekkta.

Það e dásamlegt að sjá hvernig tækni sem sjónaukar og mælitæki ESO nota geta nýst á gerólíkum sviðum,“ sagði Andrew Williams, fulltrúi ESO í stjórn ATTRACT. „Þetta er lykilmarkmið ATTRACT verkefnisins, sem veitir styrk til þess að gera slíkar hugmyndir að veruleika og halda áfram þeirri löngu hefð að grundvallarrannsóknir gagnist samfélaginu í heild.“

Margar af þeim 170 hugmyndum sem styrktar voru, sem eru allt frá víkkuðum veruleika til snjallnema og -tækja, eig að koma til með að breyta læknisfræði, heilsuvöktun og persónulegum meðferðum við sjúkdómum eins og krabbameini, Alzheimer eða malaríu, sem og hjarta- og taugasjúkdómum.

Temi vísindamanna, athafnamanna og fyrirtækja um allan heim munu líka þróa nýja nema og tæki sem bjóða upp á frábæra möguleika á markaðsvæðingu. Má þar nefna snjalltæki til umhverfisvöktunar, grænar lausnir í baráttunni gegna loftslagsváni, nýstárleg tæki og tól fyrir einstaklinga, snjallkerfi fyrir framleiðsluferla og tækni sem eykur vísindalega þekkingu.

Nánari upplýsingar um verkefnin 170 eru birtar í dag og flokkaðar í fjóra flokka: Gagnaöflun, kerfis- og tölvunarfræði, framenda og bakenda raftæki, nema og hugbúnað.

Flestar hugmyndir – 64% – munu þróa næstu kynslóð mælitækja, 16% fókusa á gagnaöflunarkerfi og útreikninga, 12% hugbúnaðarverkefni og 8% fram- og bakendaraftækni sem þarf fyrir nýja nema- og myndtækni.

ATTRACT verkefnin 170 [1] hafa eitt ár til lað sýna fram á að hugmyndirnar séu verðugar frekari fjárfestinga og verða kynnt á ráðstefnu í Brussel haustið 2020. Á þessu eina þróunarári munu athafnamenn og nýsköpunarsérfræðingar frá ATTRACT samstarfinu við Aalto háskóla, EIRMA og ESADE viðskiptaskólann hjálp teymunum að kanna hvernig hægt er að breyta hugmyndunum í nýsköpunarverkefni með mikla markaðsmöguleika.

Skýringar

[1] Í ATTRACT samstarfinu eru European Organization for Nuclear Research (CERN), European Molecular Biology Laboratory (EMBL), European Southern Observatory (ESO), European Synchrotron Radiation Facility (ESRF), European XFEL, Institut Laue-Langevin (ILL), Aalto University, European Industrial Research Management Association (EIRMA) og ESADE. Samstarfið lýtur forystu CERN og er fjármagnað af Horizon 2020 rannsóknar- og þróunarverkefni Evrópusambandsins.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

ATTRACT framtakið færir saman vísindi og iðnað í Evrópu þar sem markmiðið er að skapa nýja ljósmynda- og greiningartækni. Horizon 2020 verkefni Evrópusambandsins fjármagnar verkefnið en markmið þess er að efla hagkerfi Evrópu og bæta líf fólks með nýjum tækjum, þjónustu, fyrirtækjum og störrfum. Nánari upplýsingar á www.attract-eu.com

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Lars Lindberg Christensen
ESO Head of Outreach Initiatives
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6761
Farsími: +49 173 38 72 621
Tölvupóstur: lars@eso.org

Virginia Mercouri
Media Adviser, Science|Business
Sími: +32 489 095 044
Tölvupóstur: virginia.mercouri@sciencebusiness.net

Anna Alsina Bardagí
Content Director, ESADE Business School
Sími: +34 690 957 506
Tölvupóstur: anna.alsina@esade.edu

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1909.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1909is
Tegund:Unspecified : Technology

Myndir

ATTRACT initiative for innovative sensing and imaging technologies
ATTRACT initiative for innovative sensing and imaging technologies
texti aðeins á ensku
ATTRACT Kick-off Meeting
ATTRACT Kick-off Meeting
texti aðeins á ensku
ATTRACT Kick-off Meeting
ATTRACT Kick-off Meeting
texti aðeins á ensku
ATTRACTive Presentation
ATTRACTive Presentation
texti aðeins á ensku
ATTRACTive Presentation
ATTRACTive Presentation
texti aðeins á ensku
The AOF + MUSE at work
The AOF + MUSE at work
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 201 Light: ATTRACT
ESOcast 201 Light: ATTRACT
texti aðeins á ensku
About Single Photon Visible Light Image Sensors for Science and Technology
About Single Photon Visible Light Image Sensors for Science and Technology
texti aðeins á ensku
About 3D-CANCER-SPEC
About 3D-CANCER-SPEC
texti aðeins á ensku