eso1910is — Fréttatilkynning

ESO leggur sitt af mörkum til að verja Jörðina fyrir hættulegum smástirnum

VLT fylgist með tveimur smástirnum þjóta framhjá Jörðinni á 70.000 km/klst

3. júní 2019

SPHERE mælitækið á Very Large Telescope ESO gerði vísindamönnum kleift að taka skýrustu myndirnar til þess af tveimur smástirnum sem þutu framhjá Jörðinni 25. maí. Þótt Jörðinni stæði ekki ógn afþ essu smástirnatvíeyki notuðu stjörnufræðingar tækifærið til að æfa viðbrögð við hættulegum jarðnándarsmástirnum sem sýnir að mælitæki ESO geta leikið lykilhlutverk í árekstravörnum.

Alþjóðlegra smástirnaárekstrarnetið (International Asteroid Warning Network (IAWN) stóð fyrir mælingum á smástirninum 1999 KW4 þegar það sveif framhjá 5,2 milljón km fjarlægð frá Jörðinni [1] hinn 25. maí 2019. 1999 KW4 er um 1,3 km á breidd og stóð Jörðinni engin hætta af því. Braut þessa smástirnis er vel þekkt, svo vísindamenn gátu spáð fyrir um framhjáflugið og undirbúið mælingarnar vel.

ESO tók þátt í mælingunum með aðalsjónauka sínum, Very Large Telescope (VLT). Á VLT er SPHERE myndavélin – eitt fárra mælitækja í heiminum sem getur tekið nógu skýrar myndir til að sundurgreina smástirnin tvö en aðeins 2,6 km skilja á milli þeirra.

SPHERE var hannað til þess að greina fjarreikistjörnum; víxlmælitækin eru fyrsta flokks en þau leiðrétta bjögun sem lofthjúpur Jarðar veldur og tekur þannig álíka skarpar myndir og geimsjónauki. Tæið er einnig útbúið kórónusjám sem minnka glýjuna frá björtum stjörnum og afhjúpa þannig daufar fjarreikistjörnur í kring.

SPHERE tækið var í fríi frá hefðbundnum mælingum á fjarreikistjörnum og hjálpaði stjörnufræðingum að greina smástirnið. Tækið gerði þeim kleift að mæla hvort minna smástirnið hefði sömu efnasamsetningu og það stærra.

„Gögnin, sem og öll hin gögnin frá öðrum sjónaukum í IAWN herferðinni, nýtast til að meta tækni til að bægja smástirnum frá, ef svo vildi til að smástirni finnist sem stefnir á Jörðina,“ sagði Olivier Hainaut, stjörnufræðingur hjá ESO. „Í verstu tilvikum er slík þekking nauðsynleg til að spá fyrir um hverni smástirni gæti verkað við lofthjúpinn og yfirborð Jarðar og gert okkur kleift að lágmarka saða ef árekstur yrði.“

Smástirnatvíeykið þaut framhjá Jörðinni a´70.000 km/lst sem gerði mælingar erfiðar,“ sagði Diego Parraguez sem hjálpaði til við að stýra sjónaukanum. „Sjónsvið myndavélarinnar er aðeins um 50 km í þeirri fjarlægð sem 1999 KW4 var í,“. Hann nýtti alla sína sérþekkingu til að fylgja smástirninu eftir og fanga það með SPHERE.

„Það gladdi okkur mjög að sjá fylgitunglið á leiðréttu myndunum. Þá var öll þessi erfiðisvinna algerlega þess virði,“ sagði Bin Yang, stjörnufræðingur hjá ESO. Mathias Jones, annar VLT stjörnufræðingur sem tók þátt í mælingunum sagði ennfremur: „Aðstæður í lofthjúpnum voru sérstaklega óvinsamlegar sem olli því að aðlögunarsjóntækin virkuðu ekki sem skildi og gerði mælingarnar sérstaklega erfiðar. Það var því gott að sjá að mælingarnar tókust þrátt fyrir það!“

Þótt engin hætta stafi af 1999 KW4 er það mjög líkt öðru smástirnatvíeyki sem kallast Didymos sem Jörðinni gæti stafað ógn af í fjarlægri framtíð.

Didymos og fylgihnötturinn „Didymoon“ eru viðfangsefni tilraunar í framtíðinni sem snýst um að vernda Jörðina. DART geimfar NASA á að rekast á Didymoon í tilraun til þess að breyta braut tunglsins um móðurhnöttinn svo kanna megi fýsileika þess að færa smástirni til. Eftir áreksturinn á Hera leiðangur ESA að kanna Didymos smástirnin árið 2026 til að afla lykilupplýsinga, þar á meðal á massa Didymoon, um yfirborðið og lögun DART gígsins.

Árangur slíkra leiðangra veltur á samstarfi milli stofnanna og það að rekja brautir jarðnándarsmástirna er ein af megináherslum samstarfs ESO og ESA. Þetta samvinnuverkefni hefur staðið yfir frá því að braut smástirnis var í fyrsta sinn rakin árið 2014.

„Við tökum þátttöku í því að verja Jörðina fyrir smástirnum fagnandi,“ sagði Xavier Barcons, aðalritari ESO. „Við leggjum ekki aðeins af mörkum framúrskarandi sjónauka, heldur vinnum við líka með ESA að því að útbúa nýtt net sjónauka sem finna, rekja og greina smástirni.“

Þessi nýlegu kynni við 1999 KW4 áttu sér stað mánuð fyrir Asteroid Day, opinberan dag Sameinuðu þjóðanna sem snýst um fræðslu og vitundarvakningu um smástirni og haldið verður upp á 30. júní. Viðburðir verða haldnir í fimm heimsálfum og ESO verður meðal þeirra stóru stjarnvísindasamtaka sem taka þátt. ESO Supernova Planetarium & Visitor Centre mun standa fyrir ýmsum atburðum sem tengjast smástirnum þann dag og er almenningi boðið að taka þátt í hátíðahöldunum.

Skýringar

[1] Þetta er fjórtánföld fjarlægð milli Jarðar og tunglsins – nógu stutt til þess að hægt sé að rannsaka smástirnið og alltof mikil til þess að okkur stafi ógn af því. Mörg önnur lítil smástirni komast miklu nær Jörðinni en 1999 KW4, stundum nær okkur en tunglið. Hinn 15. febrúar 2013 komst áður óþekkt smástirni, 19 metra breitt, inn í lofthjúpinn og sprakk yfir borginni Chelyabinsk í Rússlandi. Höggbylgjan sem kom í kjölfar þess að smástirnið sprakk fyrir ofan borgina olli tjóni og meiðslum 1500 manns.

Frekari upplýsingar

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Calum Turner
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1910.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1910is
Nafn:Asteroid
Tegund:Solar System : Interplanetary Body : Asteroid
Facility:Very Large Array
Instruments:SPHERE

Myndir

Side by side observation and artist's impression of Asteroid 1999 KW4
Side by side observation and artist's impression of Asteroid 1999 KW4
texti aðeins á ensku
Minimum Separation of Asteroid 1999 KW4 and Earth
Minimum Separation of Asteroid 1999 KW4 and Earth
texti aðeins á ensku
Artist’s Impression of Asteroid 1999 KW4
Artist’s Impression of Asteroid 1999 KW4
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 202 Light: ESO helps protect Earth from dangerous asteroids
ESOcast 202 Light: ESO helps protect Earth from dangerous asteroids
texti aðeins á ensku
Artist’s Impression of Asteroid 1999 KW4
Artist’s Impression of Asteroid 1999 KW4
texti aðeins á ensku