eso1920is — Fréttatilkynning

Sjónauki ESO tekur glæsilega mynd af miðsvæði Vetrarbrautarinnar og finnur merki um forna stjörnumyndunarhrinu

16. desember 2019

Very Large Telescope (VLT) ESO var notaður til að taka myndir af miðsvæðum Vetrarbrautarinnar í mikilli upplausn sem leiddu í ljós nýjar upplýsingar um stjörnumyndunarsögu hennar. Stjörnufræðingar fundu vísbendingar um stjörnumyndunarhrinu fyrr í sögu Vetrarbrautarinnar sem var svo kröftug að hún leiddi til mörg hundruð þúsund sprengistjarna.

„Rannsóknir okkar á miðsvæðum Vetrarbrautarinnar hafa gefið okkur góða innsýn í myndun stjarna í þessum hluta hennar,“ sagði Rainer Schödel við Institute of Astrophysics of Andalusia í Granada á Spáni sem hafði umsjón með mælingunum. „Við komumst að því að myndun stjarna hefur ekki verið samfelld, öfugt við það sem áður var talið,“ bætti Francisco Nogueras-Lara við en hann hafði umsjón með tveimur nýjum rannsóknum á miðsvæðum Vetrarbrautarinnar þegar hann ar hjá sömu stofnun í Granada.

Grreint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í dag í tímaritinu Nature Astronomy. Stjörnufræðingarnir komust að því að um 80% stjarna í miðsvæðum Vetrarbrautarinnar urðu til snemma í sögu hennar, fyrir 8 til 13,5 milljörðum ára. Í kjölfar þessarar fyrstu stjörnumyndunarlotu kom um sex milljarða ára skeið þar sem mjög fáar stjörnur urðu til. Því lauk þegar mikil stjörnumyndunarhrina varð á aðeins um 100 milljón ára tímabili fyrir um milljarði ára en þá urðu til nokkrir tugir milljóna sólmassa af stjörnum á svæðinu.

„Aðstæðurnar þar, þegar þessi hrina stóð yfir, hlýtur að hafa líkst því sem við sjáum í hrinuvetrarbrautum, þ.e.a.s. vetrarbrautum sem mynda meira en 100 sólmasssa af stjörnum á ári,“ sagði Nogueras-Lara sem er nú hjá Max Planck Institute for Astronomy í Heidelberg í Þýskalandi. Í dag myndast einn til tveir sólmassar af stjörnum í Vetrarbrautinni á ári.

„Stjörnumyndunarhrinan, sem hlýtur að hafa leitt til mörg hundruð þúsund sprengistjarna, var líklega einn orkuríkasti atburðurinn í sögu Vetrarbrautarinnar,“ bætti hann við. Við stjörnumyndunarhrinu verða til hámassastjörnur sem lifa mun skemur en lágmassastjörnurr og enda ævina sem sprengistjörnur.

Þessi rannsókn á miðsvæðum Vetrarbrautarinnar var gerð með hjálp HAWK-I mælitækisins á VLT sjónauka ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile. HAWK-I er innnrauð myndavél sem skyggndist í gegnum rykið í Vetrarbrautinni og tók þannig sérstaklega góðar myndir af miðsvæðum hennar. Myndin var birt í annarri grein eftir Nogueras-Lara og hóp stjörnufræðinga frá Spáni, Bandaríkjunum, Japan og Þýskalandi í tímaritinu Astronomy & Astrophysics. Myndin er sérlega glæsileg og sjást á henni stjörnur, gas og ryk á þéttustu svæðum Vetrarbrautarinnar, sem einnig geymir risasvarthol, en greinigæðin eru 0,2 bogasekúndur. Það þýðir að smáatriðin sem HAWK-I sér jafngildir því að sjá fótbolta á Blönduósi frá Reykjavík.

Myndin var tekin fyrir GALACTICNUCLEUS kortlagningarverkefnið. Í því voru greinigæði HAWK-I á VLT sjónauka ESO nýtt til þess að ná sérstaklega skýrum og skörpum myndum af miðsvæðum Vetrarbrautarinnar. Í verkefninu voru rannsakaðar meira en þrjár milljónir stjarna á svæði sem er um 60.000 ljósár á breidd.

Frekari upplýsingar

Greint var frá rannsókninni í greininni „GALACTICNUCLEUS: A high angular resolution JHKs imaging survey of the Galactic Centre: II. First data release of the catalogue and the most detailed CMDs of the GC“ sem birtist í Astronomy & Astrophysics og í „Early formation and recent starburst activity in the nuclear disc of the Milky Way“ sem birtist í Nature Astronomy (doi: 10.1038/s41550-019-0967-9).

Teymið sem gerði greinina í Astronomy & Astrophysics samanstendur af F. Nogueras-Lara (Instituto de Astrofísica de Andalucía, Granada, Spáni [IAA-CSIC]), R. Schödel (IAA-CSIC), A. T. Gallego-Calvente (IAA-CSIC), H. Dong (IAA-CSIC), E. Gallego-Cano (IAA og Centro Astronómico Hispano-Alemán, Almería, Spáni), B. Shahzamanian (IAA-CSIC), J. H. V. Girard (Space Telescope Science Institute, Baltimore, Bandaríkjunum), S. Nishiyama (Miyagi University of Education, Sendai, Japan), F. Najarro (Departamento de Astrofísica, Centro de Astrobiología CAB (CSIC-INTA), Torrejón de Ardoz, Spain), N. Neumayer (Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Þýskalandi).

Teymið sem gerði greinina í Nature Astronomy samanstendur af F. Nogueras-Lara (Instituto de Astrofísica de Andalucía, Granada, Spáni [IAA-CSIC]), R. Schödel (IAA-CSIC), A. T. Gallego-Calvente (IAA-CSIC), E. Gallego-Cano (IAA-CSIC), B. Shahzamanian (IAA-CSIC), H. Dong (IAA-CSIC), N. Neumayer (Max Planck Institute for Astronomy, Heidelberg, Þýskalandi), M. Hilker (European Southern Observatory, Garching bei München, Þýskalandi), F. Najarro (Departamento de Astrofísica, Centro de Astrobiología, Torrejón de Ardoz, Spáni), S. Nishiyama (Miyagi University of Education, Sendai, Japan), A. Feldmeier-Krause (The Department of Astronomy and Astrophysics. The University of Chicago, Chicago, Bandaríkjunum), J. H. V. Girard (Space Telescope Science Institute, Baltimore, Bandaríkjunum) og S. Cassisi (INAF-Astronomical Observatory of Abruzzo, Teramo, Ítalíu).

ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 16 landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands, auk gestaþjóðarinnar Chile. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er stór þátttakandi í ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, er ESO að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope eða ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Francisco Nogueras-Lara
Max Planck Institute for Astronomy
Heidelberg, Germany
Sími: +49 6221 528-393
Tölvupóstur: nogueras@mpia.de

Rainer Schödel
Instituto de Astrofísica de Andalucía (IAA-CSIC)
Granada, Spain
Sími: +34 958 230 529
Tölvupóstur: rainer@iaa.es

Bárbara Ferreira
ESO Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Farsími: +49 151 241 664 00
Tölvupóstur: pio@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso1920.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso1920is
Nafn:Milky Way Galactic Centre
Tegund:Milky Way : Galaxy : Component : Center/Core
Facility:Very Large Telescope
Instruments:HAWK-I
Science data:2020NatAs...4..377N
2019A&A...631A..20N

Myndir

HAWK-I view of the Milky Way’s central region
HAWK-I view of the Milky Way’s central region
texti aðeins á ensku
Details of the HAWK-I view of the Milky Way’s central region
Details of the HAWK-I view of the Milky Way’s central region
texti aðeins á ensku
Location of the Galactic centre in the night sky
Location of the Galactic centre in the night sky
texti aðeins á ensku

Myndskeið

ESOcast 213 Light: Stunning stars in the Milky Way central region
ESOcast 213 Light: Stunning stars in the Milky Way central region
texti aðeins á ensku
Pan across the Milky Way’s central region
Pan across the Milky Way’s central region
texti aðeins á ensku
Zoom of the Milky Way’s central region
Zoom of the Milky Way’s central region
texti aðeins á ensku
The Milky Way’s central region in visible light and near-infrared
The Milky Way’s central region in visible light and near-infrared
texti aðeins á ensku
The Milky Way’s central region observed with VISTA and HAWK-I
The Milky Way’s central region observed with VISTA and HAWK-I
texti aðeins á ensku

Samanburður á myndum

The Milky Way’s central region in visible light and near-infrared
The Milky Way’s central region in visible light and near-infrared
texti aðeins á ensku
The Milky Way’s central region observed with VISTA and HAWK
The Milky Way’s central region observed with VISTA and HAWK
texti aðeins á ensku