eso2202is — Fréttatilkynning

Þriðja reikistjarnan finnst í kringum nálægustu stjörnuna við sólkerfið okkar

10. febrúar 2022

Hópur stjörnufræðinga sem notaði Very Large Telescope (VLT) European Southern Observatory (ESO) í Chile, hafa fundið þriðju reikistjörnu í kringum Proxima Centauri, nálægustu stjörnuna við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er sú minnsta sem fundist hefur í Proxima-sólkerfinu, aðeins fjórðungur af massa Jarðar og því ennfremur léttasta reikistjarna sem fundist hefur utan sólkerfisins.

„Uppgötvunin sýnir að okkar næsta nágrannsólkerfi er sneysafullt af forvitnilegum reikistjörnum sem við getum rannsakað enn betur,“ sagði João Faria, stjörnufræðingur við Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço í Portúgal og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í dag í tímaritinu Astronomy & Astrophysics. Proxima Centauri er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar, aðeins fjögur ljósár í burtu.

Nýfundna reikistjarnan er kölluð Proxima d. Hún er í um fjögurra milljón kílómetra fjarlægð frá Proxima Centauri eða sem nemur tíunda hluta af fjarlægð Merkúríusar frá sólinni. Sporbrautin liggur því á milli stjörnunnar og lífbeltisins – þess svæðis í kringum stjörnu þar sem vatn getur verið fljótandi á yfirborði reikistjörnu. Umferðartími hennar, eða árið, er þar af leiðandi aðeins fimm dagar.

Fyrir er vitað um tvær aðrar reikistjörnur í sólkerfinu: Proxima b, sem er álíka massamikil og Jörðin og gengur um móðurstjórnuna í lífbeltinu á ellefu dögum, og Proxima c, sem hefur um fimm ára umferðartíma.

Proxima b fannst fyrir nokkrum árum með HARPS mælitækinu á 3,6 metra sjónauka ESO. Uppgötvunin var staðfest árið 2020 þegar stjörnufræðingar fylgdust náið með Proxima-sólkerfinu með nýju og enn betra mælitæki á VLT sjónauka ESO: Echelle Spectrograph for Rocky Exoplanets and Stable Spectroscopic Observations (ESPRESSO). Það var þá sem stjörnufræðingar sáu fyrstu merkin um reikistjörnu með fimm daga umferðartíma. Þar sem merkið var svo veikt urðu stjörnufræðingarnir að bíða frekari mælinga með ESPRESSO til að staðfesta að um reikistjörnu væri að ræða en ekki breytingar á stjörnunni sjálfri.

„Með ítarlegri mælingum gátum við staðfest að merkið var líklega frá nýrri reikistjörnunni,“ sagði Faria. „Mér fannst gríðar spennandi að mæla svona dauft merki og um leið finna reikistjörnu svona nálægt Jörðinni.“

Proxima d er fjórðungur af massa Jarðar og því léttasta fjarreikistjarna sem fundist hefur með sjónstefnumælingum til þessa. Áður átti reikistjarnan í L 98-59 sólkerfinu metið. Leitaraðferðin virkar þannig að horft er eftir hárfínu vaggi á hreyfingu stjörnunnar sem rekja má til þyngdartogs reikistjörnu. Þyngdartog Proxima d á móðurstjórnuna er sáralítið og veldur því að hún riðar á um 40 sentímetra hraða á sekúndu (1,44 kílómetra á klukkustund).

„Þetta er geysimikilvægt framfaraskref,“ sagði Pedro Figueira, tækjasérfræðingur ESPRESSO hjá ESO í Chile. „Uppgötvunin sýnir að sjónstefnumæliaðferðin er fær um að finna fjölmargar litlar reikistjörnur, eins og okkar eigin, en þær eru taldar vera þær algengustu í Vetrarbrautinni okkar og geta mögulega búið yfir lífi.“

„Niðurstöðurnar sýna glögglega hvað ESPRESSO mælitækið getur og ég velti fyrir mér hvað okkur tekst að finna með hjálp þess í framtíðinni,“ bætti Faria við.

Leitin að reikistjörnunum utan okkar sólkerfis mun taka stakkaskiptum þegar Extremely Large Telescope (ELT) sjónauki ESO, sem nú er í smíðum í Atacamaeyðimörkinni, verður tekinn í notkun síðar á þessum áratugi.

Frekari upplýsingar

Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í greininni „A candidate short-period sub-Earth orbiting Proxima Centauri“ (doi:10.1051/0004-6361/202142337) sem birtist í Astronomy & Astrophysics.

Í rannsóknarteyminu eru J. P. Faria (Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço, Universidade do Porto, Portugal [IA/UPorto], Centro de Astrofísica da Universidade do Porto, Portugal [CAUP] and Departamento de Física e Astronomia, Faculdade de Ciências, Universidade do Porto, Portugal [FCUP]), A. Suárez Mascareño (Instituto de Astrofísica de Canarias, Tenerife, Spain [IAC], Departamento de Astrofísica, Universidad de La Laguna, Tenerife, Spain [IAC-ULL]), P. Figueira (European Southern Observatory, Santiago, Chile [ESO-Chile], IA-Porto), A. M. Silva (IA-Porto, FCUP) M. Damasso (Osservatorio Astrofisico di Torino, Italy [INAF-Turin]), O. Demangeon (IA-Porto, FCUP), F. Pepe (Département d’astronomie de l’Université de Genève, Switzerland [UNIGE]), N. C. Santos (IA-Porto, FCUP), R. Rebolo (Consejo Superior de Investigaciones Científicas, Madrid, Spain [CSIC], IAC-ULL, IAC), S. Cristiani (INAF - Osservatorio Astronomico di Trieste, Italy [OATS]), V. Adibekyan (IA-Porto), Y. Alibert (Physics Institute of University of Bern, Switzerland), R. Allart (Department of Physics, and Institute for Research on Exoplanets, Université de Montréal,Canada, UNIGE), S. C. C. Barros (IA-Porto, FCUP), A. Cabral (Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço, Faculdade de Ciências da Universidade de Lisboa, Portugal [IA-Lisboa], Faculdade de Ciências da Universidade de Lisboa, Portugal [FCUL]), V. D’Odorico (OATS, Institute for Fundamental Physics of the Universe, Trieste, Italy [IFPU], Scuola Normale Superiore, Pisa, Italy) P. Di Marcantonio (OATS), X. Dumusque (UNIGE), D. Ehrenreich (UNIGE), J. I. González Hernández (IAC-ULL, IAC), N. Hara (UNIGE), J. Lillo-Box (Centro de Astrobiología (CAB, CSIC-INTA), Depto. de Astrofísica, Madrid, Spain), G. Lo Curto (European Southern Observatory, Garching bei München, Germany [ESO], ESO-Chile) C. Lovis (UNIGE), C. J. A. P. Martins (IA-Porto, Centro de Astrofísica da Universidade do Porto, Portugal), D. Mégevand (UNIGE), A. Mehner (ESO-Chile), G. Micela (INAF - Osservatorio Astronomico di Palermo, Italy), P. Molaro (OATS), IFPU), N. J. Nunes (IA-Lisboa), E. Pallé (IAC, IAC-ULL), E. Poretti (INAF - Osservatorio Astronomico di Brera, Merate, Italy ), S. G. Sousa (IA-Porto, FCUP), A. Sozzetti (INAF-Turin), H. Tabernero (Centro de Astrobiología, Madrid, Spain [CSIC-INTA]), S. Udry (UNIGE), og M. R. Zapatero Osorio (CSIC-INTA).

European Southern Observatory (ESO) gerir vísindamönnum um allan heim kleift að afhjúpa leyndardóma alheimsins til hagsbóta fyrir alla. Við hönnum, smíðum og starfrækjum stjörnustöðvar í fremstu röð – sem stjörnufræðingar nota til að svara spennandi spurningum og auka áhuga á stjarnvísindum – og eflum alþjóðlega samvinnu í stjörnufræði. ESO var stofnuð árið 1962 og nýtur í dag stuðnings 16 aðildarríkja (Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Írlands, Hollands, Póllands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands), auk gestaþjóðarinnar Chile og stuðningsþjóðarinnar Ástralíu. Höfuðstöðvar ESO og gestastofa og stjörnuverið ESO Supernova, er staðsett nálægt Munchen í Þýskalandi en sjónaukarnir eru allir í Atacameyðimörkinni í Chile, stórfenglegum stað þar sem aðstæður til rannsókna eru einstakar. ESO starfrækir þrjár stjörnustöðvar í heimsflokki í Chile: Á La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope og Very Large Telescope víxlmælinn, fullkomnustu stjörnusjónauka heims, auk tveggja kortlaningarsjónauka, VISTA sem nemur innrautt ljós og VLT Survey Telescope sem nemur sýnilegt ljós. Á Paranal hýsir og starfrækir ESO einnig Cherenkov Telescope Array South, stærsta og næmasta gammageislasjónauka heims. ESO er stór þátttakandi í tveimur sjónaukum á Chajnantor, APEX og ALMA, sem nema millimetra- og hálfsmillimetrageislun utan úr geimnum. Á Cerro Armazones, skammt frá Paranal, erum við að smíða 39 metra risasjónauka, Extremely Large Telescope, sem verður „stærsta auga jarðar“. Í skrifstofum okkar í Santiago í Chile leggjum við grunninn að rannsóknum okkar og tökum þátt í að efla samstarfsaðila okkar og samfélagið í Chile.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðivefurinn
Ísland
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

João Faria
Instituto de Astrofisica e Ciências do Espaço, Faculdade de Ciências, Universidade do Porto
Porto, Portugal
Sími: +351 226 089 855
Tölvupóstur: joao.faria@astro.up.pt

Pedro Figueira
ESO and Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço
Santiago, Chile
Sími: +56 2 2463 3074
Tölvupóstur: pedro.figueira@eso.org

Nuno Santos
Instituto de Astrofisica e Ciências do Espaço, Faculdade de Ciências, Universidade do Porto
Porto, Portugal
Tölvupóstur: nuno.santos@astro.up.pt

Mario Damasso
INAF – Osservatorio Astrofisico di Torino
Turin, Italy
Sími: +39 339 1816786
Tölvupóstur: mario.damasso@inaf.it

Alejandro Suárez Mascareño
Instituto de Astrofísica de Canarias
Tenerife, Spain
Sími: +34 658 778 954
Tölvupóstur: asm@iac.es

Baptiste Lavie
Département d’astronomie de l’Université de Genève
Genève, Switzerland
Sími: +41 22 379 24 88
Tölvupóstur: baptiste.lavie@unige.ch

Bárbara Ferreira
ESO Media Manager
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6670
Farsími: +49 151 241 664 00
Tölvupóstur: press@eso.org

Connect with ESO on social media

Þetta er þýðing á fréttatilkynningu ESO eso2202.

Um fréttatilkynninguna

Fréttatilkynning nr.:eso2202is
Nafn:Proxima Centauri, Proxima d
Tegund:Milky Way : Star : Circumstellar Material : Planetary System
Facility:Very Large Telescope
Instruments:ESPRESSO
Science data:2022A&A...658A.115F

Myndir

Artist’s impression of Proxima d (close-up)
Artist’s impression of Proxima d (close-up)
texti aðeins á ensku
Artist’s impression of Proxima d (wider view)
Artist’s impression of Proxima d (wider view)
texti aðeins á ensku
Proxima Centauri í stjörnumerkinu Mannfáknum
Proxima Centauri í stjörnumerkinu Mannfáknum
The sky around Alpha Centauri and Proxima Centauri (annotated)
The sky around Alpha Centauri and Proxima Centauri (annotated)
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Ultralight Planet Found Next Door (ESOcast 250 Light)
Ultralight Planet Found Next Door (ESOcast 250 Light)
texti aðeins á ensku