eso1428is — Fréttatilkynning
Stjörnuþyrping sem ekki er öll þar sem hún er séð
10. september 2014: Á þessari nýju mynd frá VLT Survey Telescope í Paranal stjörnustöð ESO í norðurhluta Chile sést stór hópur stjarna, kúluþyrpingin Messier 54. Þótt þyrpingin líti út fyrir að vera næsta alveg eins og samskonar hópar, er einn grundvallarmunur. Messier 54 tilheyrir ekki Vetrarbrautinni okkar, heldur lítilli fylgivetrarbraut, Bogmanns-dvergvetrarbrautinni. Stjörnufræðingar beindi nýlega Very Large Telescope ESO (VLT) að þessari óvenjulegu þyrpingu til að kanna hvort stjörnur hennar hafi líka óvenju lítið magn af frumefninu liþíum líkt og stjörnurnar í Vetrarbrautinni okkar.