eso1345is — Fréttatilkynning
Forseti Chile heimsækir Paranal til að tilkynna um afsal á landi undir E-ELT
28. október 2013: Við athöfn sem fram fór í gær í Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile, afhenti Sebastián Piñera, forseti Chile, skjöl sem nýlega voru undirrituð þar sem ríkisstjórn Chile afsalar landinu í kringum Cerro Armazones til ESO. Cerro Armazones, sem er 3060 metra hár fjallstindur um 20 km frá Very Large Telescope ESO á Cerro Paranal, verður framtíðarheimili European Extremely Large Telescope (E-ELT).