eso1307is — Fréttatilkynning
„Blekdropi á björtum himni“
13. febrúar 2013: Á þessari mynd Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile sést björt stjörnuþyrping, NGC 6520 og nágranni hennar, Barnard 86, sérkennileg gekkólaga skuggaþoka. Parið liggur fyrir framan mörgum milljónum skínanadi stjarna úr bjartasta hluta Vetrarbrautarinnar — svæði sem er svo ríkt af stjörnum að varla sést í dökkan himinn á myndinni.