eso1230is — Fréttatilkynning
Björtustu stjörnurnar lifa sjaldnast einar
26. júlí 2012: Ný rannsókn, þar sem stuðst var við gögn frá Very Large Telescope (VLT) ESO, sýnir að flestar björtustu og massamestu stjörnur alheims, sem knýja áfram þróun vetrarbrauta, verja jafnan ævi sinni með annarri stjörnu. Næstum þrír fjórðu þessara stjarna eiga sér mjög nána förunauta sem er miklu meira en áður var talið. Í flestum pörunum ríkir sundrandi víxlverkun milli stjarnanna, þ.e.a.s. efni flyst frá einni stjörnu til hinnar, auk þess sem talið er að einn þriðji muni að lokum renna saman í eina stjörnu, sem kemur á óvart. Greint er frá þessum niðurstöðum í tímaritinu Science sem kom út 27. júlí 2012.