eso2108is — Fréttatilkynning
Gufur þungmálma finnast óvænt í hjúpi halastjarna í sólkerfinu og utan þess
19. maí 2021: Belgískir stjörnufræðingar sem notuðu Very Large Telescope (VLT) ESO hafa uppgötvað járn og nikkel í gashjúpum sem umlykja halastjörnur í sólkerfinu okkar, jafnvel þeim sem eru langt frá sólu. Önnur rannsókn pólsks teymis, sem notaði líka gögn frá ESO, sýna að nikkelgufa er einnig að finna í miðgeimshalastjörnunni 2I/Borisov. Er þetta í fyrsta sinn sem þungmálmar, sem venjulega tengjast heitu umhverfi, hafa fundist í köldum gashjúpum fjarlægra halastjarna.