eso1734is — Fréttatilkynning
Leyndardómar vetrarbrauta afhjúpaðir
25. október 2017: Ótal vetrarbrautir, sumar stórar í forgrunni, aðrar smáar í bakgrunni, prýða þessa fallegu mynd af Ofnþyrpingunni. Ein þeirra, linsulaga vetrarbrautin NGC 1316, á sér órólega fortíð sem sést á slæðum og hringjum sem stjörnufræðingar hafa nú séð í meiri smáatriðum en áður, þökk sé VLT Survey Telescope. Þessi djúpa mynd leiðir líka í ljós fjölda daufra fyrirbæra innan um daufan ljósbjarma í þyrpingunni.