eso1607is — Fréttatilkynning
Dvalarstaðir falinna risastjarna
2. mars 2016: Á þessari nýju mynd sjást skarlatsrauð gasský sem sjaldgæfar. massamiklar og nýmyndaðar sjtörnur, sem enn eru grafnar innan í þykkum rykskýjunum, lýsa upp. Tími þessara barnungu, brennheitu stjarna í sviðsljósinu er stuttur og uppruni þeirra er enn mikil ráðgáta. Þokan sem stjörnurnar urðu til úr, sem og tignarlegt umhverfi hennar, sést hér í smáatriðum á mynd sem tekin var með VLT Survey Telescope (VST) ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile.