Sýnilegar glæður þyngdarbylgjulinda
Upphaf fjöl-sendiboða stjörnufræði
Sjónaukar ESO í Chile hafa fundið fyrstu sýnilegu glæðurnar frá þyngdarbylgjulind. Mælingarnar eru sögulegar og benda til þess að um hafi verið að ræða samruna tveggja nifteindastjarna. Við hamfarirnar — sem menn hafa lengi spáð fyrir um að gætu orðið og kallast kílónóvur — verða til þung frumefni eins og gull og platína sem dreifast út í geiminn. Uppgötvunin er einnig sterkasta sönnunin þess efnis að nifteindastjörnur valdi stuttum gammablossum.
Mælingarnar marka upphaf „fjöl-sendiboða“ stjörnufræði. Sjá fréttatilkynningu ESO eso1733.