ALMA

Leitin að uppruna okkar í alheiminum

Webcam | 20 Oct 2016 12:03 CEST
LIVE
Þessi beina vefútsending sýnir Chajnantor hásléttuna sem er í 5000 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Hér sjást nokkur loftnet ALMA sem og APEX.

Hvað er ALMA

Hátt á Chajnantor sléttunni í Andesfjöllunum í Chile starfrækja ESO og alþjóðlegir samstarfsaðilar Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) – sjónaukaröð í hæsta gæðaflokki sem kanna á ljós köldustu fyrirbæra alheims. Þessi fyrirbæri gefa frá sér geislun sem fellur milli innrauðs ljóss og útvarpsbylgna og er þess vegna nefnd millímetra- og hálfsmillímetra-geislun. ALMA samanstendur af 66 loftnetum sem dreift er yfir allt að 16 kílómetra breitt svæði. Þetta alþjóðlega samstarfsverkefni er stærsta stjarnvísindaverkefni heims.

Hvað er hálfsmillímetra stjörnufræði?

Ljós með þessar bylgjulengdir má rekja til stórra og kaldra þoka í geimnum sem eru aðeins nokkra tugi gráða yfir alkuli og frá elstu og fjarlægustu vetrarbrautum alheims. Stjörnufræðingar nota þessar bylgjulengdir til að kanna efna- og eðlisfræðilegar aðstæður í þessum þéttu gas- og rykskýjum þar sem nýjar stjörnur myndast. Oftar en ekki eru þessi ský svört því þau hleypa sýnilegu ljósi ekki í gegn en skína þess í stað skært á millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdum rafsegulrófsins.

Hvers vegna að byggja ALMA hátt í Andesfjöllunum?

Með því að rannsaka hálfsmillimetra bylgjulengdir opnast gluggi út í kaldan, rykugan og fjarlægan alheim. Vatnsgufan í lofthjúpi jarðar dregur að mestu leyti í sig þessa geislun. Þess vegna eru sjónaukar eins og ALMA byggðir á háum, þurrum stöðum eins og Chajnantor sléttunni, sem er meira en 5.000 metra há og því ein hæsta stjörnustöð jarðar.

ALMA (Atacama Large Millimeter/submillimeter Array) er stærsta stjarnvísindaverkefni sem til er. ALMA er rúma 50 km austan við San Pedro de Atacama í norðurhluta Chile, á einum þurrasta stað jarðar. Þar eru aðstæður til rannsókna í stjarnvísindum sérstaklega heppilegar en um leið mjög erfiðar, hæðarinnar vegna. Chajnantor er meira en 750 metrum hærri en stjörnustöðvarnar á Mauna Kea og 2.400 metrum hærri en Very Large Telescope á Cerro Paranal.

Ferð um Chajnantor hásléttuna

Virtual Tour at the Chajnantor Plateau

Smelltu á myndina til að fara í sýndarferðalag um og í kringum Chajnantor.

Ef þú hefur hug á að heimsækja ALMA, vinsamlegast skoðaðu Media Visits

Hvers vegna er ALMA víxlmælir?

ALMA er byltingarkennd risaröð 66 loftneta sem mæla geislun með 0,3 til 9,6 mm bylgjulengdir. Af þessum 66 loftnetum mynda fimmtíu 12 metra loftnet víxlmæli. Að auki verða fjögur önnur 12 metra lotnet og 12 sjö metra loftnet notuð til að fínstilla röðina. Hægt verður að færa öll loftnetin til yfir 150 metra til 16 km breitt svæði. Þannig getur ALMA „þysjað“ að þeim fyrirbærum sem verið er að rannsaka. ALMA á að kanna alheiminn í millimetra og hálfsmillimetra bylgjulengdum með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr. Sjónaukaröðin nær allt að tíu sinnum skarpari myndum en Hubblessjónaukinn eog verða myndir frá VLT víxlmælinum notaðar til að gera þær enn betri.

Vísindi með ALMA

ALMA er öflugasti sjónauki heims til að kanna hinn kalda alheim — sameindagas og ryk, sem og geislun frá Miklahvelli. ALMA mun rannsaka byggingareiningar stjarna, sólkerfa, vetrarbrauta og lífsins. Sjónaukinn gerir stjörnufræðingum kleift að varpa ljósi á margar mikilvægustu spurningar nútíma stjarnvísinda um uppruna okkar í alheiminum með því að taka nákvæmar myndir af stjörnum og reikistjörnum myndast í gasskýjum nærri sólkerfinu okkar og rannsaka fjarlægar vetrarbrautir við endimörk hins sýnilega alheims.

ALMA var formlega tekinn í notkun árið 2011 en mælingar hófust með röðinni hálfkláraðari árið 2011. Frekari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu eso1137.

Smíði ALMA verður lokið árið 2013 en fyrstu rannsóknir hefjast þegar röðin er að hluta til tilbúin í kringum árið 2011.

ALMA er samstarfsverkefni Evrópu, Japans, Norður-Ameríku og Chile. Í Evrópu er verkefnið fjármagnað af ESO, í Norður Ameríku af National Science Foundation (NSF) í samstarfi við National Research Council of Canada (NRC) og National Science Council of Taiwan (NSC) og í austur Asíu af National Insitutes of Natural Sciences (NINS) í Japan í samstarfi við Academia Sinica (AS) í Taívan. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO), sem lýtur stjórn Associated Universities, Inc. (AUI), fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Vísindaleg markmið

Myndun stjarna, sameindaský, árdagar alheimsins.

Meira um ALMA stjörnustöðina

Stjörnuversmynd um ALMA

"In search of our Cosmic Origins" er fróðleg mynd um ALMA, stærsta stjarnvísindaverkefni heims. Lestu meira um hana á Cosmic Origins vefsíðunni.

ALMA stikla

Sækja stikluna í myndskeiðasafninu.

 

ALMA

Name: Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Site: Chajnantor
Altitude: 4576 to 5044m (most above 5000 m)
Enclosure: Open air
Type: Sub-millimeter interferometer antenna array
Optical design: Cassegrain
Diameter. Primary M1: 54 x 12.0 m (AEM, Vertex, and MELCO) and 12 x 7.0 m (MELCO)
Material. Primary M1: CFRP and Aluminium (12-metre),
Steel and Aluminium (7-metre)
Diameter. Secondary M2: 0.75 m (for 12-metre antennas);
0.457 m (for 7-metre antennas)
Material. Secondary M2: Aluminium
Mount: Alt-Azimuth mount
First Light date: 30 September 2011
Interferometry: Baselines from 150 m to 16 km
Images taken with ALMA: Link
Images of ALMA: Link
Press Releases with ALMA: Link

 

Did you know?
The two ALMA transporters each weigh 132.5 tonnes and have twin engines each rated at 500 kW each (at sea level). This gives a total of about 1400 horsepower, and is equivalent to about 20 "Smart Fortwo" cars.

 

ALMA á Google Maps

The antenna icons in this image show — in real time — the location of the antennas at the Chajnantor plateau (AOS)

 

Sjá stærra kort.