APEX

Nýjum hæðum náð í hálfsmillímetra-stjörnufræði

Í einni hæstu stjörnustöð heims, í 5.100 metra hæð á Chajnantor sléttunni í Atacamaeyðimörkinni í Chile, starfrækir ESO Atacama Pathfinder Experiment sjónaukann (APEX).

APEX er 12 metra breiður útvarpssjónauki sem nemur millimetra og hálfsmillimetra bylgjulengdir, á svæðinu milli innrauðs ljóss og útvarpsbylgna í rafsegulrófinu. Með því að rannsaka hálfsmillimetra bylgjulengdir opnast gluggi út í kaldan, rykugan og fjarlægan alheim. Vatnsgufan í lofthjúpi jarðar dregur að mestu leyti í sig þessa geislun. Þess vegna er Chajnantor sléttan, sem er einn þurrasti staður jarðar, kjörinn fyrir sjónauka eins og APEX. Hún er meira en 750 metrum hærri en stjörnustöðvarnar á Mauna Kea og 2.400 metrum hærri en Very Large Telescope á Cerro Paranal.

BEIN vefútsending

Webcam | 09 Dec 2017 15:41 CET
LIVE

BEINT frá APEX (09 Dec 2017 15:41 CET)

Webcam | 09 Dec 2017 15:41 CET
LIVE

APEXcam BEINT (vefmyndavél | 09 Dec 2017 15:41 CET)

Ferðalag um Chajnantor hásléttuna

Virtual Tour at the Chajnantor Plateau

Click on the image to take a Virtual Tour in and nearby Chajnantor.

APEX er stærsti hálfsmillimetra-sjónaukinn sem starfræktur er á suðurhveli jarðar. Á honum eru fjölmörg mælitæki. Helst ber að nefna LABOCA , Large APEX Bolometer Camera. LABOCA er röð mjög næmra hitageislunarmæla (alrófsmæla), sem greina ljós með hálfsmillimetra bylgjulengd. Myndavélin er 300 pixla, sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Hver hitageislunarmælir er kældur niður í innan við 0,3 gráður yfir alkul (-272,85°C) svo hægt sé að greina hárfínar hitastigsbreytingar í hálfsmillímetra-geisluninni. LABOCA er mjög næmt og með vítt sjónsvið (þriðjungur af þvermáli fulls tungls) og er stjörnufræðingum ómetanlegt verkfæri í að kortleggja alheiminn í hálfsmillímetra-bylgjulengdum.

APEX er undanfari ALMA, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, byltingarkenndrar útvarpssjónaukaröaðar sem ESO og alþjóðlegir samstarfsaðilar setja nú upp á Chajnantor sléttunni. APEX er frumgerð loftnetsins sem smíðað var fyrir ALMA. Hann á að finna fjölmörg fyrirbæri sem ALMA kemur til með að kanna nánar.

APEX er samstarfsverkefni Stofnunar Max Planck í útvarpsstjörnufræði (MPIfR) Onsala Space Observatory (OSO) og ESO, sem sér jafnframt um rekstur sjónaukans.

Rannsóknir með APEX sjónaukanum

Hálfsmillímetra-stjörnufræði er tiltölulega ókannað svið innan stjörnufræðinnar og sýnir okkur alheim sem hvorki sést í sýnilegu né innrauðu ljósi. Hálfsmillímetra-stjörnufræði er kjörin til rannsókna á köldustu svæðum alheims, t.d. stórum, köldum gasskýjum þar sem hitastigið er aðeins nokkra tugi gráða yfir alkuli. Stjörnufræðingar nota þessar bylgjulengdir til að kanna efna- og eðlisfræðilegar aðstæður í þessum þéttu gas- og rykskýjum þar sem nýjar stjörnur eru að myndast. Skýin eru oftar en ekki svört og hulin ryki sem hleypa ekki sýnilegu ljósi í gegn en skína þess í stað skært á millimetra og hálfsmillimetra bylgjulengdum. Þessar bylgjulengdir eru líka kjörnar til rannsókna á fjarlægustu vetrarbrautum alheims, þeim fyrstu sem mynduðust í alheimi. Vegna útþenslu alheimsins hefur teygst á bylgjulengd ljóssins (rauðvik).

Vísindamarkmið

Stjarnefnafræði, hinn kaldi alheimur.

Meira um rannsóknir rannsóknir með APEX

Meira um APEX sjónaukann

APEX stikla

Sækja APEX stikluna í myndskeiðasafninu..

 

APEX

Name: Atacama Pathfinder Experiment
Site: Chajnantor
Altitude: 5050 m
Enclosure: Open air
Type: Sub-millimeter antenna
Optical design: Cassegrain
Diameter. Primary M1: 12.0 m
Material. Primary M1: CFRP and Aluminium
Diameter. Secondary M2: 0.75 m Hyperboloidal
Material. Secondary M2: Aluminium
Mount: Alt-Azimuth mount
First Light date: 14 July 2005
Images taken with APEX: Link
Images of APEX: Link
Videos of APEX: Link
Press Releases with APEX: Link

 

Did you know?
Stars form in dense clouds of the interstellar medium, but even in these densest regions the pressure is comparable to the most tenuous vacuum created in a laboratory on Earth. In these clouds, the temperatures are below -200 degrees Celsius.

 

APEX á Google Maps

 

Sjá stærra kort.