Erum við ein?

Artist impression of the E-ELTMeð E-ELT komumst við skrefi lengra. E-ELT á eftir að reynast gullsígildi í leit okkar að reikistjörnum á braut um aðrar sólstjörnur. E-ELT mun ekki aðeins finna reikistjörnur á stærð við jörðina með óbeinum mælingum eins og sjónstefnumælingum heldur líka ljósmynda stærri reikistjörnur og hugsanlega efnagreina lofthjúpa þeirra.

Mælitæki E-ELT munu auk þess gera stjörnufræðingum kleift að fylgjast með fyrstu skrefunum í myndun sólkerfa og finna vatn og lífrænar sameindir í aðsópskringlum stjarna í myndun. Þannig á E-ELT vonandi eftir að svara nokkrum grundvallarspurningum um myndun og þróun reikistjarna og færa okkur skrefi nær að svari við spurningunni: Erum við ein?

Til baka            Næsta