ELT sjónaukinn

Artist impression of the ELTHugmyndin með ELT er að smíða sjónauka með 39 metra spegilþvermál og sjónsvið sem nemur um tíunda hluta úr stærð fulls tungls á himinhvolfinu. Hönnun sjónaukans er byltingarkennd. Segja má að hann sé kerfi fimm spegla sem skila framúrskarandi myndgæðum. Safnspegillinn er settur saman úr næstum 800 stökum 1,4 metra breiðum en aðeins 50 mm þykkum speglum. Aukaspegillinn er engin smásmíð, næstum 6 metra breiður, álíka stór og stærstu speglar jarðar eru í dag.

Sjónaukinn verður útbúinn aðlögunarsjóntækni svo unnt sé að draga úr áhrifum ókyrrðar í lofthjúpi jarðar. Án aðlögunarsjóntækni verða myndirnar ekki nálægt það skarpar. Undir einum speglinum eru meira en 5.000 hreyfiliðir sem aflaga spegilinn þúsund sinnum á sekúndu.

Á sjónaukanum verða fjölmörg mælitæki. Hægt verður að skipta milli þeirra á fáeinum mínútum. Auk þess verður hægt að beina sjónaukanum á nýjan stað á himninum á mjög skömmum tíma.

Stjörnufræðingar munu nýta stærð sjónanukans til hins ítrasta með því að rannsaka sýnilegar og mið-innrauðar bylgjulengdir.