Bylting undirbúin

Við lifum á gullöld stjörnufræðinnar. Á síðasta áratugi einum og sér hafa stjörnufræðingar gert fjölmargar stórmerkar uppgötvanir, t.d fundið reikistjörnur á braut um fjarlægar sólstjörnur og uppgötvað að útþensluhraði alheims er að aukast þar sem hin óþektu hulduefni og hulduorka ráða ríkjum.

Artist impression of the ELTEvrópa er í fararbroddi á öllum sviðum nútíma stjarnvísinda, þökk sé stjörnustöðvum ESO sem eru fremstu fjölþjóðlegu vísinda- og tæknisamtök heims í stjörnufræði. Mikilvægt er að styrkja þessa stöðu enn frekar fyrir framtíðina, meðal annars með smíði nýs byltingarkennds risasjónauka eins og Extremely Large Telescope (ELT). Þessi sjónauki mun safna margfalt betri upplýsingum um alheiminn en þeir sjónaukar sem fyrir eru. Hann gæti bylt skilningi okkar á alheiminum á svipaðan hátt og sjónauki Galíleós gerði fyrir rúmum 400 árum.

Hinn 39 metra European Extremely Large Telecsope er nú á nákvæmu hönnunarstigi. Fyrirhugað er að hefja smíði ELT síðla árs 2014 og rannsóknir snemma næsta áratug.

„Auga“ sjónaukans verður næstum helmingur af fótboltavelli að þvermáli og mun safna 15 sinnum meira ljósi en stærsti sjónauki sem til er í heiminum í dag. Sjónaukinn verður búinn nýstárlegri fimm spegla hönnun sem felur í sér aðlögunarsjóntækni til að leiðrétta ókyrrð lofthjúpsins og skila framúrskarandi myndgæðum. Safnspegillinn verður úr næstum 800 sexhyrndum speglum.