Sjónaukanum fundinn staður

Artist impression of the ELTStórkostlegt vísindatæki eins og ELT kallar á stórkostlega staðsetningu. Þess vegna var staðsetning sjónaukans mjög vandlega valin. Sjónaukinn þarf að vera á hálendum og þurrum stað, langt frá allri ljósmengun og öðrum hugsanlegum truflunum. Skipuð var valnefnd sem var falið að gera ítarlega úttekt á nokkrum stöðum sem komu til greina í Argentínu, Chile, Marokkó og á Spáni. Gerð var samskonar úttekt fyrir Þrjátíu metra sjónaukann (TMT). Þeir staðir sem komu til greina undir hann (allir í Norður- og Suður-Ameríku) komu ekki til greina undir ELT en öllum upplýsingum um staðina var deilt milli aðstandenda verkefnanna.

Dagana 2.-3. mars árið 2010 kynnti valnefndin skýrslu sína fyrir stjórn ESO. Hún staðfesti að allir staðirnir sem kannaðir voru (Armazones, Ventarrones, Tolonchar og Vizcachas í Chile og La Palma á Spáni) væru heppilegir til stjörnuathugana en höfðu sína kosti og galla. Cerro Armazones þótti álitlegasti kosturinn. Þar voru aðstæður til stjörnuathugana hinar ákjósanlegustu og ekki skemmdi fyrir nálægðin við aðstöðu ESO í Paranal-stjörnustöðinni.

Cerro Armazones er 3046 metra hátt fjall í Atacamaeyðimörkinni í Chile, tæpa 130 km suður af Antofagasta og 20 km frá Cerro Paranal þar sem VLT-sjónaukar ESO eru staðsettir.

Þann 26. apríl 2010 tilkynnti ESO að ELT skildi byggður á Cerro Armazones.