Mánasigð sest yfir Paranal stjörnustöð ESO
Þetta myndskeið sýnir vaxandi tungl setjast yfir Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Bjarta sigðin sést vel en afgangurinn af yfirborði tunglsins líka. Þetta kallast jarðskin og hlýst af sólarljósi sem jörðin endurkastar út í geiminn, lendir á tunglinu og lýsir yfirborð þess upp.
Myndskeiðið var tekið 27. október 2011 og á henni sjást einnig reikistjörnurnar Merkúríus og Venus.
Mynd/Myndskeið:ESO/B. Tafreshi/TWAN (twanight.org)
Um myndskeiðið
Auðkenni: | eso1210b |
Tungumál: | is |
Útgáfudagur: | Feb 29, 2012, 19:00 CET |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1210 |
Tímalengd: | 18 s |
Frame rate: | 30 fps |