Teikning listamanns af dulstirninu 3C 279 (önnur útgáfa)

Hér sést teikning listamanns af dulstirninu 3C 279. Stjörnufræðingarnir tengdu APEX sjónaukann í Chile við Submillimeter Array (SMA) á Hawaii og Submillimeter Telescope (SMT) í Arizona í Bandaríkjunum. Þannig tókst þeim að gera skörpustu beinu mælingarnar sem gerðar hafa verið [5] á miðju fjarlægrar vetrarbrautar, bjarta dulstirninu 3C 279. Dulstirni eru bjartir kjarnar í fjarlægum vetrarbrautum sem eru knúnir áfram af risasvartholum. Þetta dulstirni geymir svarthol sem er um einum milljarðs sinnum massameira en sólin og er svo langt frá jörðinni að ljós þess er um 5 milljarða ára að berast til okkar. Stjörnufræðingarnir gátu greint svæði í dulstirnu sem er innan við ljósár að stærð — ótrúlegt afrek miðað við að fyrirbærið er í nokkurra milljarða ljósára fjarlægð.

Mynd/Myndskeið:

ESO/M. Kornmesser

Um myndskeiðið

Auðkenni:eso1229c
Tungumál:is
Útgáfudagur:Júl 18, 2012, 12:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1229
Tímalengd:26 s
Frame rate:30 fps

Um fyrirbærið

Nafn:3C 279

HD


Large


Medium

Video podcast
1,6 MB

Small

Lítið Flash
1,2 MB

For Broadcasters