Teikning listamanns af þróun heits, hámassatvístirnis (merkt)

Þessi teikning listamanns sýnir hvernig massamikil, björt og þétt tvístirni þróast. Ný rannsókn sem studdist við gögn frá Very Large Telescope ESO, hefur leitt í ljós að flestar slíkar stjörnur eru í pörum. Þessar stjörnur eru allt að milljón sinnum bjartari en sólin og þróast um þúsund sinnum hraðar. Þegar stjörnurnar þróast, þenjast þær hægt og rólega út. Massameiri og bjartari stjarnan þenst fyrst út þar til ytri lögin byrja að finna fyrir þyngdartogi förunautsins sem afmyndar stjörnuna þannig að hún verður dropalaga. Förunauturinn byrjar þá að sjúga til sín efni frá stærri stjörnunni. Þegar stærri stjarnan hefur verið rænd öllum vetnishjúpi sínum, skreppur hún saman. Á þessum tímapunkti er förunauturinn farinn að snúast mjög hratt svo hún verður pólflöt. Heita og þétta stjarnan heldur áfram að brenna þyngri og þyngri frumefnum í kjarna sínum, þar til hún springur. Við sprenginguna verður til niftsteinastjarna sem líklega losnar burt. Förunauturinn situr einn eftir. Hann þenst upp og verður rauður reginrisi, nokkrum sinnum stærri en braut jarðar um sólina og springur að lokum.

Ath.: Þetta myndskeið er byggt á líkönum og er ekki ætlað að vera hárnákvæmt í öllum atriðum.

Mynd/Myndskeið:

ESO/L. Calçada/M. Kornmesser/S.E. de Mink

Um myndskeiðið

Auðkenni:eso1230b
Tungumál:is
Útgáfudagur:Júl 26, 2012, 20:00 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1230
Tímalengd:01 m 42 s
Frame rate:30 fps

Um fyrirbærið


HD


Large


Medium

Video podcast
13,1 MB

Small

Lítið Flash
4,6 MB

For Broadcasters