Skimað yfir Þórshjálmsþokuna
Í þessu myndskeiði sjáum við nærmynd VLT af Þórshjálmsþokunni. Myndin var tekin í tilefni 50 ára afmælis ESO þann 5. október 2012 með hjálp Brigitte Bailleul — vinningshafanum í Tístaðu þig til VLT leik ESO. Athuganirnar voru sendar út í beinni útsendingu á internetinu frá Paranal stjörnustöðinni í Chile. Þetta fyrirbæri, sem einnig er þekkt sem NCG 2359, er stjörnumyndunarsvæði í Stórahundi. Hjálmlaga þokan er í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og meira en 30 ljósár í þvermál. Hjálmurinn er gaskúla, mynduð fyrir tilverknað vinds frá bjartri og massamikilli stjörnu nálægt miðju hennar sem blæs burt sameindaskýinu í kring.
Mynd/Myndskeið:ESO/B. Bailleul
Music: Disasterpeace