Þysjað inn að kúluþyrpingunni NGC 6362
Myndskeiðið hefst á víðmynd af vetrarbrautinni okkar. Við nálgumst hægt og rólega þokublett í stjörnumerkinu Altarinu. Þetta er ein af 150 kúluþyrpingum sem hringsóla um miðju okkar vetrarbrautar. Aðalmyndin af þyrpingunni sem hér sést var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile en lokamyndin sýnir kjarna þyrpingarinnar eins og hann kemur Hubble geimsjónaukanum fyrir sjónir.
Mynd/Myndskeið:ESO/NASA/ESA/Hubble, Nick Risinger (skysurvey.org), Digitized Sky Survey 2
Music: delmo "acoustic"