CFBDSIR J214947.2-040308.9, reikistjarna á flandri

Þetta myndskeið sýnir CFBDSIR J214947.2-040308.9 sem er reikistjarna á flandri. Í fyrsta hluta myndskeiðsins birtist reikistjarnan sem dökk skífa í sýnilegu ljósi þar sem hún er sem skuggamynd fyrir framan stjörnuský okkar vetrarbrautar. Þetta er nálægasta fyrirbæri sinnar tegundar við sólkerfið okkar og áhugaverðasta hugsanlega reikistjarna sem fundist hefur á reki hingað til. Það hringsólar ekki um stjörnu og endurvarpar þar af leiðandi ekki neinu ljósi; einungis er hægt að greina daufan innrauðan bjarmann sem það gefur frá sér. Í lokin sjáum við innrauða mynd af fyrirbærinu frammi fyrir miðsvæðum okkar vetrarbrautar eins og þau koma innrauða kortlagningarsjónaukanum VISTA fyrir sjónir. Fyrirbærið sýnist bláleitt á þessari nær-innrauðu mynd vegna þess að metan og aðrar sameindir í lofthjúpnum gleypa löngu innrauðu bylgjulengdirnar að mestu leyti. Fyrirbærið er svo kalt að ef við sæjum það í návigi í sýnilegu ljósi, gæfi það frá sér daufan dimmrauðan bjarma.

Mynd/Myndskeið:

ESO/P. Delorme/Nick Risinger (skysurvey.org)/R. Saito/VVV Consortium

Um myndskeiðið

Auðkenni:eso1245a
Tungumál:is
Útgáfudagur:Nóv 14, 2012, 12:00 CET
Tengdar fréttatilkynningar:eso1245
Tímalengd:46 s
Frame rate:30 fps

Um fyrirbærið

Nafn:CFBDSIR J214947.2-040308.9
Tegund:Milky Way : Planet
Milky Way : Star : Circumstellar Material : Planetary System

HD


Large

Stór QuickTime
11,7 MB

Medium

Video podcast
7,9 MB

Small

Lítið Flash
5,0 MB

For Broadcasters


Sjá einnig